Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 16
192 Prestaskölinn. Á honum eru í vetur 8, 4 í elztu deild: Einar Stefánsson, Jón Þorvaldsson, Sigtryggur Guðlaugsson og Þor- varður Þorvarðarson, 1 í miðdeild Halldór Jónsson og 3 í yngstu deild: Magnús Þorsteinsson frá Húsafelli, Pjetur Þorsteinsson frá Heydölum og Stefán B. Kristinsson frá Yzta-Bæ í Hrísey. Þessi hin 3 síðustu ár 1894—96 hafa að eins 5 útskrifazt frá skólanum, og þar sem nú eru eigi fleiri nemendur, má innan skamms búast við prestaeklu, ef eigi fjölgar bráðlega, þó að enn sjeu nokkrir kandídatar lausir. Síðastliðin 10 ár 1887—1896 hafa 70 útskrifazt frá skólanum, og næstu 10 árin þar á undan 1877—1886 52, eða sem næst 6 kandídatar að meðaltali á ári, og lætur það nærri að fullnægja þörfinni, þar sem prestar landsins eru um 140 að tölu, að sleppt- um aðstoðarprestum, og embættistími presta hjá oss mun vera um 24 ár. Nú ganga nokkrir prestaskólakandídatar aðra leið en em- bættisleiðina, en aptur bætist svolítið í skarðið frá háskólanum. Eptir þessu þurfa jafnaðarlega um 20 stúdentar að vera á skólan- um, með 3 ára námi, en til þess að sú aðsókn fáist, verður að styrkja námsmenn mun betur en nú gjörist, því að straumurinn til háskólans stafar aðallega af því, hvað stúdendar fá lítinn styrk hjer heima á móts við námsstyrkinn erlendis. Næsta ár verður minnilegt í sögu prestaskólans, því að þá hefir hann staðið í 50 ár, og verður þá vonandi gefin út skýrsla frá skólanum, enda er það ómynd að embættaskólar vorir skulu standa á baki gagnfræða og búnaðarskólum í því að gjöra almenn- ingi grein fyrir gjörðum sínum. Biflíufjelagið hjelt ársfund sinn 29. dag júnímánaðar að af- staðinni synodus. Fjelagið átti í sjóði í árslokin 1895 21380 kr. 62 a. og auk þess 73 bundnar biflíur og um 650 innheptar. í fjelagið gengu 12 nýir meðlimir. Oskir komu fram um það að farið væri að verja hinum álitlega sjóð fjelagsins til útgáfu endur- skoðaðrar biflíu. Ný kristileg smárit nr. 16—20 eru komin út og send kaupendum. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. ísl. í Y.-h 12 arkir, 11. árg. Bitstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Itvík o. fl. víðsv. um land. Kirkjubiaðið — borg. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sje kom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. í Vesturheimi 60 ots. Eldri árg. fást hjá útgef. og útsölum. RITSTJÓRI: ÞÓRBALLUR BJARNARSON. Prentah 1 íaafoldarprentarniBjn. Reykiavik. 1896.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.