Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 1
mánaðarrit haiitla íslenzkri alþýðu. yi. RVIK, DES.BR. 1896. 14. Áskorun. Evangelisku trúarbræður! 16. febrúar 1497 fœddist Filipp Mélankton í Bretten. Bráðum eru liðin 400 ár frá þessum dýrðlega fagn- aðardegi, og fjögra alda afmælisdagurinn gefur hinum mörgu miljónum evangelisk-kristinna manna nýja hvöt til þakklætis við Guð, sem eptir langt myrkur gaf kristni sinni á ný fagnaðarerindi sitt, og til endurminningar um hina dyggu votta, er hann gjörði að hæfum verkfærum náðar sinnar. En hver þeirra skyldi, að Lúther fráskild- um, standa nær til þess, að minningu hans væri í bless- un haldið á lopti, fyr.st og fremst af sonum hinnarþýzku siðbótar, en því næst einnig af evangelisk-kristnum mönn- um meðal allra þjóða, heldur en Melankton, því að nafn hans er skráð gullnu letri á söguspjöld gjörvalls hins prótestantiska heims ? Að vísu þóttist hann ekki mega yfirgefa sitt kæra Vittenberg, þótt honum byðist ný og álitleg staða á Englandi, Sviss, Frakklandi og víðar, en til hans streymdu úr öllum áttum stórir hópar námfúsra manna, ungra og gamalla, er gjörðust lærisveinar hans og brugðu síðar upp ljósi guðlegs orðs og blysi evangel- iskra vísinda og evangeliskrar menntunar í átthögum sín- um; og hin mörgu ritverk hans og brjef breiddust út jafnvel til fjarlægustu landa og gjörðu þar marga að eld- heitum lærisveinum fagnaðarerindisins. Fjögra alda afmælishátíð Melanktons vekur á ný

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.