Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 2
210 minninguna um þennan framúrskarandi mann og um hið ómetanlega mikilhæfa og margháttaða lífsstarf lians. Fyrir hugskotssjónum vorum stendur hinn auðmjúki þjónn Guðs og mesti lærdómsskörungur meðal siðabótarforingj- anna, samverkamaður Lúthers og vinur margra guðfræð- inga og lærdómsmanna bæði í Þýzkalandi og öðrum lönd- um; höfundur Augsborgarjátningarinnar og hinnar fyrstu evangelisku trúfræði; trúarvotturinn á ríkisdeginum árið 1530, sverð og skjöldur hinna evangelisku helgidóma á trúarmálfundinum 1541; háskólakennarinn umkringdur af þúsundum þakklátra lærisveina og hinn föðurlegi hoil- vinur stúdentanna í Vittenberg; kennifaðir Þýzkalands og vísindaskörungurinn, er naut hins mesta álits hjá lærð- um mönnum í öllum löndum; höfundurinn að nýjum og mikil- vægum kennslumálaumbótum í evangeliskum löndum, er samdi svo mikinn fjölda af reglugjörðum fyrir háskóla og aðrar kennslustofnanir; maðurinn, sem kunni svo eink- arvel að meta íþrótt og fagrar listir og var trúnaðarvin- ur listamannanna; maðurinn, sem hjelt fram snilldarverk- um fornaldarinnar í bókmenntum og listum, en hvatti eigi síður til að gefa gaum að náttúrunni og læra af henni; lærdómssnillingurinn með hinum frábæru fjölhæfu gáfum, sem var heima í gnðfræði, lögspeki, læknisfræði, heimspeki, uppeldisfræði, málfræði. sögu, landafræði, töl- vísi, eðlisfræði, stjörnufræði og enn fieiri fræðigreinum, og hefir látið eptir sig merkileg ritverk í þeim öllumeða verið frömuður þeirra á an.nan hátt. Slíkur andans auð- ur hjá einum manni er sannarlega svo fágætur, svo ein- stakur í sinni röð, að það er eigi að undra, þótt hann vekti ósjálfráða aðdáun, jafnvel hjá óvinum siðbótar- innar. En því ljósari meðvitund sem hin evangeliska kristni á vorum dögum hefir um það, hversu frábær og framúr- skarandi maður Melankton var, og hvílík blessun hafi frá honum streymt, þess sterkari hvöt munu bæði lærðir menn og ólærðir finna hjá sjer, til þess að láta þakk- látssemi sína við hann koma frarn í einhverri sýnilegri mynd. í tilefni af þriggja alda dánardægri hans hafa menn af' ýmsum stjettum sameinað sig um að reisa hon-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.