Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 4
212 andí almennt evangeliska stofnun, til þess að ala betur önn, að því leyti sem unnt vœri, fyrir kirkjum og skólum mótmœlenda i kaþólskum löndum. Hugmyndin, að reisa slíkt minningarmark um Mel' ankton í fæðingarborg hans, jafnframt því að 400 áraaf- mælishátíð hans verður haldin, hefir þegar fengið beztu undirtektir úr mörgum áttum og eigi sízt hjá hinum göf- uga þjóðhöfðingja, sem Bretten liggur nú undir, stórher- toganumí Baden, og hefir hann mildilega heitið fyrirtækinu fylgi sínu og vernd, og ástæða er til að ala þá von, að eigi þurfi annað en að bera þetta málefni upp fyrir ev- angeliskum þjóðum og þjóðhöfðingjum, til þess að afla málinu öfiugs fylgis einnig frá þeirra hálfu. Fyrir því berum vjer þá innilegu og rækilegu bæn fram við yður, kæru trúarbræður, hjerna megin og hins- vegar hafsins, að þjer eptir megni hjálplð oss til að inna af hendi þessa gömlu þakklætisskuld. Melankton og æfi- starf hans er ekki eign Þýzkalands eins, heldur gjörvalls hins evangeliska heims; þess vegna er skorað á yður alla, svo marga sem standið á hinum tveimur máttar- stólpum siðbótarinnar: »Einungis Guðs orð«, og »rjettlæt- ing einungis fyrir trúna«, að bera ásamt oss byggingar- steina til þakklætisminnisvarða yfir þann mann, sem Lút- her sjálfur kallaði »allra doktora mestan«, og sagði um, að hver sem fyrirliti hann, hlyti að vera fyrirlitningar- verður maður í Guðs augliti. — Leggíst nú allir á eitt til framgangs góðu málefni: æðri sem lægri, kirkjur og kirkjuvöld, fjelög, einstakir söfnuðir og safnaðarliinir, hvort heldur er með því að efna til samskota eða setja sjerstakar nefndir, leggja fram hver sinn skerf í eitt sinn, eða greiða framhaldandi tillög. Vjer skorum sömuleiðis á alla, sem þess eru umkomnir, að efla Melanktonsafnið, með því að láta þvíí tje eiginhandarrit, bækur, myndir, og þessháttar. (Hjer er tekið fraxn, hvert senda skuli bæði samskot, gjafir og gripi til safnsins). En þeim Drottni, sem Melankton þjónaði með lífi sínu og starfsemi til æfiloka, sje falin bæði byrjun, fram-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.