Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 5
213 gangur og fullkomnun þessa minningarverks. Guði ein- um sje dýrðin ! (Að lyktum er þess getið, að 20. april í ár hafi myndazt fje- lag í Bretten, er hafi sett sjer það mark, að styðja að framkvæmd minningarverksins i þeim anda, sem írá er skýrt hjer að framan, og að borgmeistari Withum í Bretten sendi ókeypis lög fjelagsins þeim, er þess kynnu að óska o. s. frv.) Bretten, 25. júní 1896, sama mánaðardag og Augs- borgarjátningin var lögð frarn. Undir áskoruninni standa um 480 nöfn, og eru það fiest biskupar, háskólakennarar, prófastar, prestar, skóla- stjórar og ýmsir aðrir embættismenn, í Þýzkalandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Englandi, Hollandi, Frakk- landi, Skotlandi, Norður-Ameríku og fl. löndum. Eptir tilmælum eins af fremstu forgöngumönnum þessa loflega og íagra fyrirtækis, Dr. Nikolaus Miiller, próf. 1 guðfræði við háskólann i Berlín,- heti jeg snúið framanprentaðri áskorun, er hann sendi mjer nokkur ein- tök af á þýzku með siðasta póstskipi, til þess að gjöra hana kunna almenningi hjer á landi. Og eins og jeg hefi með ánægju ritað nafn mitt undir hana, fyrir hönd hinnar evangelisk-lúthersku kirkju á íslandi, svo leyfi jeg mjer að beina beim vinsamlegu tilmælum til landa minna, að þeir skorist ekki undan að leggja einnig sinn skerf, þótt eigi sje við því að búast að hann geti orðið stór, til þessa sameiginlega fyrirtækis trúarbræðra vorra. Það heíir verið tekið fram Islandi til sóma, einmitt nú, þegar verið er að efna til samskotanna til minnisvarða Melank- tons, að frá hinu íátæka og afskekkta landi hafi komið framt að 3 þúsundum króna til minnisvarða Lúthers i Worms. Geti samskotin orðið töluvert alraenn, svo að allir söfnuðir lands vors taki góðan þátt i þeim, þyrfti

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.