Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 8
216 Kirkjueignirnar. Umræðurnar um fríkirkjumálið þetta ár hafa sjer- staklega snúizt um jarðagóz kirkjunnar. Hver á það, og hvað verður um það er kemur til aðskilnaðar ríkis og kirkju? Frikirkjuprestur sjera Lárus Halldórsson hefir svarað spurningunni fyrir sitt leyti i 9. nr. Kbl.þ.á.: Við skilnaðinn á kirkjan að ganga slypp frá, ríkið heldur öllum jarðeignum kirkjunnar sem sinni eign og lætur ekkert koma i staðinn. Sumum kann að virðast þessi spurning nokkuð snemma upp borin, en hún hlýtur að verða fyrir manni, undir eins og eitthvað er hugsað eða talað um málið. Hjer er eigi um smátt að tefla. Eptir lauslegri ágizkan er sjöundi hlutinn af öllu landinu kirkjueign, og telji maður hvert hundrað í jörðu 100 kr. virði, eru kirkju- eignir nokkuð á aðra miljón króna, að slepptum ítökum, sem öll hin sömu lög yrðu að ganga yflr sem jarðirnar. Jeg get verið sjera Lárusi samdóma um það, að hin evangelíska lúterska þjóðkirkja íslands eigi ekki að halda fasteignum sínum til eignar og umráða eptir aðskilnað- inn, en hitt gæti jeg með engu móti aðhyllzt að ríkið tæki eignirnar bótalaust. Kirkjueignirnar eru gefnar af trúuðum kristnum mönnum til að halda uppi kristinni guðsþjónustu og trú- bragðakennslu, þær eru erfðafje gefið í þessu skyni og þvi má ríkið sizt brjála. Lögvísin kann að skýra þetta eitthvað öðruvísi, en þetta er mergurinn málsins. Og fáir munu vera svo blindir að neita því, að þessu gjafafje sje fundinn góður staður, hverju siðuðu þjóðfjelagi til sannra heilla. Aptur eru rík rök til þess að kirkjan haldi eigi fasteigninni, heldur fái i hennar stað ársfúlgu frá ríkinu um aldur og æfi, fulla vexti höfuðstólsins sem ríkið tek- ur til sín. Flestum mun í augum uppi að þau skipti eru nauðsynleg fyrir ríkið, er til skilnaðar kæmi, en eigi má síður sýna það og sanna að kirkjunni yrði það og fyrir beztu. En þá kemur næst spurningin: Er það hin evan-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.