Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 12
220 ar hafa látiS líf sitt og eigi svo fáir innlendir menn hafa orðið píslarvottar, er landar þeirra gátu eigi neytt þá til að kasta trúnni. Kæningjarnir hafa brennt fjölda margar kirkjur og hús kristniboða. Sumir ætla að innlend stórmenni standi að baki, og þetta sje í áttina að hrinda af sjer oki Frakka, en ómaklega kem- ur það niður. Norska kristniboðið hefir orðið einna harðast úti, hafa 75 kirkjur þess fjelags verið brenndar og eigi hlífðu spillvirkjarnir holdsveikisspítalanum. Með einna sögulegustu atburðum var árás óaldarseggjanna á eina kritniboðsstöð Norðmanna, er heitir Siribe. Þar voru fyrir á 2. dag Hvítasunnu í vor 2 kristniboðar, sem gátu náð sjer til traust í 4 Frakka, sem höfðu 35 innlenda dáta undir sjer, en við mikinn liðsmun var að eiga, þar sem óviuirnir voru 1500 að tölu og margir þeirra höfðu byssur. Aðsóknin stóð í 2 sólarhringa, var það hin frækilegasta vörn og urðu ræningjarnir hvað eptir annað að hverfa frá. Þegar þeir treystu sjer eigi leng- ur til að veita uppgöngu í húsið, báru þeir að hvaðanæfa viðar- köst mikinn áveðurs húsinu, en áður en þeir fengu kveyktan eld- inn, brunaði fram frönsk hersveit og mátti þá eigi tæpara standa. Frakkar veittu harða aðsókn og felldu á svipstundu 400 manns, en hinir áttu fótum fjör að launa. Prjedikunarfræði sjera Helga heitins Hálfdánarsonar er koniin á prent, rúmar 5 arkir á stærð. Aður hefir birzt kristi- leg siðfræði og endirinn á sögu fornkirkjunnar eptir sama höfund, sem allt er að þaklsa hinni litlu fjárveiting til útgáfu kennslu- bóka við prestaskólann. Hjeraððfundir 1896 birtast eigi fleiri í Kbl. af því að fundarskyrslur eru í byrjun þ. m. að eins komnar úr þeim 7 pró- fastsdæmum, sem getið hefir verið í blöðunum hjer á undan. Fyrirspurn og svar. Þegar lík, sem moldað hefir verið af presti og jarðað að öllu leyti á rjettan hátt, er grafið upp og flutt í annan kirkjugarð, ber presti þá að kasta rekum á það að n/ju? I. Alls ekki. Konungsleyfi mun þurfa til slílts flutnings, sem sjaldnast ætti til að koma. Mynd af Akraneskirkju átti jólablaðið að flytja, var hún send til Kaupmannahafnar í október, en trjeskerinn kvaðst eigi hafa fengið tíma til skurðarins meðan póstskipin stóðu þar við. RITSTJÓRI: ÞÓEHALLUH BJARNARSON. Prentað i ísafoldarprentsmiðju Reyltjavik 1806.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.