Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 4
224 Komu vitringar vegaleysu rekjandi brautir reginstjörnu, fundu heilagt hús með jötu, fundu Guðs barn á brúðar skauti. Fjellu fram og færðu gjafir • góðu barni, gull og myrru, hlýddu hljóðir, hjarðmanna fjöld birti blíðæri blóðugri jörð. Hurfu svo á braut börn í hjarta, giaðir á laun, en gripnir ótta: Horfln var af Hermon heilög stjarna, en hryggðarhróp hvein í Rama. Dundu náhljóð niðingsverka Heródesar ins heiptum kunna; drukknuð var dýrð Drottins söngva, í banablóði brjóstmylkinga. --« »-- Tindrar enn yfir Tárusfjalli, og enn stafar stjarnan helga og enn þrumar þúsund ára, Davíðsdraumur Drottins ijóma. Og vitringar vegaleysu rekja enn þá regindóma, falla fram, færa gjaflr Griiði og hans smurða, gull og myrru. Og enn aptur ógn og veinan* rymur í Rama, röggvar Tárus; sefur son Guðs í svölum reifum, sínu fram fer Synd og Dauði. Son Guðs, son Guðs, sof eigi lengur, birt oss Guð yflr blóðgum Tárus. Iieilög sól yfir Hermons tindi brunaðu fram yfir bólstur Dauða! (* Skáldið á við grimmdarverk Tyrkja.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.