Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 8
228 en jeg vissi, að Sigga litla mundi bíða mín á Heiði og þrá að jeg kæmi, svo að jeg rjeð af að ganga þangað, helzt þó til þess að segja henni, að vera þar um nóttina, því jeg áleit engan veginn fært fyrir hana heim í þessari ófærð og í myrkri þar á ofan, þó að hann nú ekki herti á fjúkburðinum, sem helzt leit út fyrir. Og ef að hann herti, var kominn öskubylur, eins og lika varð. Þegar jeg kom var Sigga orðin sárleið að bíða og óð og uppvæg að fara. Heiðarhjónin vildu f'yrir enga muni sleppa henni. Það var hvorttveggja að þau treystu henni ekki til að ganga, og svo þótti þeim gaman að, að hún yrði; það lá svo vel á þeim, því að Mýrarhjónin höfðu sent þeim til jólanna eins og þið. Jeg vissi að Siggu mundi langa heim, hún leit svo blíðlegum vonaraugum til mín, svo að jeg tók af skarið og sagði að hún skyldi koma með mjer. En ekki leið langt um þangað tii jeg sá eptir því. Ekki kom jeg inn á Heiði, þetta gjörðist allt frammi í bæjardyrum, því Sigga var alveg ferðbúin, þegar jeg kom. Allt gekk vel hjá okkur í fyrstu. Jeg gekk á undan, bæði til þess að taka af Siggu mesta veðrið og svo til þess, að hún væri í brautinni minni, og ljet ha'na halda aptan í mig. Brátt varð jeg var við, að hún var farin að þreytast, því allt af togaði hún þyngra og þyngra aptan í mig. Loks bað liún mig að lofa sjer að hvíla sig, og vissi jeg þá, að hún mundi vera alveg uppgefin, þvl hugurinn bar hana þó hálfa leið. Jeg tók þá fyrir að reyna að bera hana, og þótt Sigga sje ekki þung var hún erfiður baggi í færðinni, sem núna er, af því að jeg var líka orðinn þreyttur undir. En þó tók yfir allt annað, er jeg varð þess var, að jeg var orð- inn viltur og vissi ekki hvað jeg fór. Jeg Ijet af mjer byrði mína bæði til að hvíla mig og til að reyna að átta mig, en ekki Ijet jeg Siggu vita af, að jeg væri áttavilltur og vissi ekki hvar jeg væri. .Teg starði út i myrkrið og gat ekki sjeð skyggja í neitt, er jeg gæti áttað mig eptir. Jeg var einkurn hugsandi út af blessaðu barninu, sem nú var að nokkru leyti í minni ábyrgð.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.