Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 9
229 Jeg bað til Giuðs svo heitt sem jeg gat, það segi jeg satt, að hann greiddi úr fyrir okkur og hjálpaði mjer til að koma barninu heim óskemmdu. Og vitið þið hvað ? Allt í einu ljómaði birta Drottins kringum okkur. Já, birta Drottins, Ijómandi birta leiptraði um okkur og um- hverfis okkur. Jeg get ekki neitað þvi, að mjer brá við í fyrstu, og varð enda hræddur. Jeg leit upp og í kring- um mig ; alstaðar ljómaði sama leiptrandi birta. Sigga varð dauðhrædd, ög tók yfir um mig í dauðans ofboði, og grúfði sig ínn í mig. Eptir lítinn tíma sló birtunni af okkur, og var sem hún fleygðist áfram frá okkur. En hvað var það, sem jeg sá skyggja í rjett hjá okkur? Já, það var Fuglaklettur; við stóðum rjett undir honum; jeg þekkti mig þegar í'stað og öll villa var horfin. í íögnuðí hjartans lofaði jeg Guð fyrir hjálpina, því að jeg skoðaði þessa ljómandi fegurð, sem nú var aptur að hverfa, sem yfirnáttúrlega, bimneska birtu, og það var hún líka, að nokkru leyti. En svo stóð á henni, að svo- lítið hafði rofað til á norðurlopti; hafði þar myndast eins og gluggi milli skýja og niður um þann glugga steyptust hin fegurstu og björtustu norðurljós, sem jeg nokkurn tima hefi sjeð; ljeku þau um okkur og blett þann, er við stóðum á og fáa faðma umhverfis okkur. Jeg var glaðari en jeg get frá sagt af því, aö vera nú orðinn óvilltur, en Sigga var utan við sig af hræðslu, þreytu og kulda. Jeg færði hana úr úlpunni sinni, sem var snjóug og gödduð, fór úr milliskyrtunni minni og færði hana í, þvi nóg var mjer heitt. »En hvað var það, sem jeg sá undir klettinum fáa faðma frá okkur, meðan birtan Ijómaði og leiptraði um klettinn? Við gengum þangað. Hvað haldið þið, að það hafi verið?« »Það vnr«, sagði Sigga, sem nú fjekk ekki lengur orða bundizt, »það var hún Skjóna okkar með ljómandi falllegu folaldi. Við hugsum að það sje jarpt eða brúnt«. »Já, það var hún Skjóna«, hjelt Þórður áfram. Hún hefir haldið niður af heiðunum, þegar þar var orðið hag- laust, og nú stóð hún i skjóli undir klettinum. Folaldið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.