Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 10
230 er fallegt, en það var svo sprækt, að við gátum ekki náð því. Jeg hafði snæri í vasanum, náði Skjónu og hnýtti upp í hana, ljet úlpuna hennar Siggu á bakið á henni, og setti Siggu á bak. Teymdi jeg síðan undir henni heim, og gekk okkur vel úr því. Við erurn búin að láta hana og folaldið inn í nauta- fjósið, og jeg tók annan lambalaupinn og gaf þeim«. »Guð launi þjer fyrir þetta allt», sagði Margrjet, »það er eins og vant er, dyggðin og trúmennskan hjá þjer, Þórður minn«. Það er bezt að þú eigir folaldið hennar Skjónu fyrir burðinn á Siggu, ef það lifir«, sagði Bjarni, »og úr sulti skal það ekki farast í vetur«. Margrjet stóð upp. »Jeg ætla að setja upp ketilinn aptur. Við skulum fá okkur kaffi aptur á vökunni í kveld. Jeg held að þú eigir það skilið, Þórður minn, og þið Sigga eptir allan hrakninginn í kveld. En á meðan hitnar á katlinum, skal jeg segja söguna, sem jeg lofaði ykkur áðan, börnlitlu«. Þegar Margrjet kom inn aptur settust öll börnin nið- ur til að hlýða á söguna. Margrjet tók svo til orða. »Eins og þið vitið er aðfangadagskveld á ári hverju og svo var og fyrir 10 árum síðan. Því kveldi mun jeg ekki gleyma á meðan jeg lifi. Þá varst þú fæddur fyrir 4 dögum Stebbi minn, Sigga var nýkomin á 4. árið og Nonni var á 2. árinu. Jeg lá þá i rúminu og barnið í vöggu fyrir framan rúmið mitt. Þú varst óskírður Stebbi minn. Það hafði ekki verið tækifæri til þess, því um annað var að bugsa. En opt datt mjer þá í hug: en ef blessað litla barnið skyldi nú deyja áður en það hlýtur skírn, og jeg verð að játa, að mjer fanst ekki eins mikið um það þá eins og annað, sem stóð mjer mest fyrir brjósti. Og jeg bað, svo heitt sem jeg gat, til hans, sem þessa nótt fæddist, sem fátækt og umkoraulítið barn, að greiða úr fyrir okkur. — Þá lást þú, Sigga raín, fyrir dauðanum, fyrir manna sjónum í andarslitrunum. Ekki var hugsandi til að sækja lækni, þótt okkur að vísu aptur og aptur kæmi það til hugar. Leiðin var löng en

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.