Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 11
færð ill, svo að ekki var að hugsa til, að vera skemur í burtu en 3 daga, og mikil likindi til, að læknirinn hefði ekki fengizt til að koma, bæði af því, að hann hefði ekki viljað fara að heiman frá sjer langan veg í vondri færð, heldur kosið að sitja heima um jólin, og svo mundi hann hafa hugsað, að hann gæti ekki mikið þjálpað, úr því svo var af þjer dregið. Já, jeg segi það satt, að jeg bjóst við, að þú mundir slokkna út af á hverri stundu, já, á hverju augnabliki. Hálsbólgan var orðin svo mikil, að við vorum eða hann pabbi þinn var hættur að geta dreypt á þig; hvað fáa vatnsdropa, sem hann ljet renna upp í munninn á þjer, þá runnu þeir annaðhvort úr munninum aptur eða út um nefið, og 2 dagar voru síðan, að þú gazt látið skilja þig. Og jeg gat ekki komið til litla barnsins míns, sem allt af var að kalla á mig og biðja mig að koma á meðan það gat nokkru orði upp komið. Jeg man það alveg eins og jeg sjái það núna fyrir augunum á mjer. Það var á aðfangadagskveldið í rökkr- inu. Iiann pabbi þinn sat á rúminu hjá þjer. Við vor- um ekki búin að kveykja, þó að dimmt væri orðið. Við höfðum einhvernveginn ekkí rænu á því. Það lá svo illa á okkur. Svo hjelt hann pabbi þinn í hendina á þjer, og vildi því ekki hreifa sig, en enginn var inni nema við 2 og þið börnin 3, þú sofandi, Nonni minn. Allt í einu bregður fyrir skæru Ijósi, svo að albjart varð í baðstofunni. Brá okkur mjög við, en þú Sigga litla heíir vist orðið dauðhrædd, því þú tókst á lopt í rúminu og fleygðir þjer í fangið á pabba þínum. En við þá snöggu hreifingu hafði sprungið afarstórt kýli í kverk- unum á þjer. Við heyrðum ein° og uppkast. Jeg hafði mátt í mjer til að kveykja á kerti, sem var á borðinu hjá mjer. Og að sjá gólfið og hann pabba þinn; hann var allur útataður af blóðvilsu og stór pollur á gólfinu. En það var lika eins og við manninn mælt; eptir 2—3 minútur gaztu farið að tala. »Mamma, mjer er batnað«, sagðir þú, já, þú hafðir meira að segja bráðum lyst á að nærast eitthvað svolitið. Pabbi þinn bar þig í rúmið til mín, og þú, sem við töldum vist, að yrðir skilin

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.