Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 16
236 ætti að verða oss til sóma, eigi síður en þegar minms- varði Lúters var reistur í Worms, þó að vjer nú eigi eigum slíka skörunga sem sjera Halldór á Hofi, sem þá gaf' og safnaði langmest allra. Faðir Melanktons var vopnasmiður, þjóðhagi- mesti, og hafa menn sagt það um hinn fræga son hans að hann hafi verið vopnasmiður siðbótarinnar. Hann var engin hetja í stríðinu sem Lúter, en hann var lærðari og fim- ari með pennanum. Um 1530 er siðbótin festist í skráð- um játningum var Melankton höfuðpersónan. Þeir bættu hvor annan upp og ekkert gat þá skilið, þótt eitthvað bæri á milli á stundum. Arin sem Melankton átti ólifað eptir dauða Lúters (1546—1560) voru honum að mörgu erfið og mæðusöm. Hann komst svo að orði í minningarræðu yfir vini sin- um, að nú væru siðbótarmennirnir sem munaðarleysingj- ar. Melankton var auðvitað heldur eigi fær um að vera foringi í stríði, hann var ofmildur og ofhógvær til þess. Umburðarlyndi hans í trúarefnum var ásteytingarsteinn guðfræðinganna. Móðir hans dó árið 1529 i katólskum sið, og hafði Melankton alls eigi reynt að telja henni trúhvarf, heldur sagt henni, að hún skyldi trúa og biðja eins og hún hef'ði lært frá barnæsku. Það er ómögulegt að kynnast Melankton án þess að elska hann, úr öllu hans lífi skin svo innileg fölskvalaus guðrækni og ástúðleg kærleiksmildi. Eptir dauða hans fannst miði á borðinu, þar sem hann hafði skrifað á ein- tal sálar sirmar við Guð, hversvegna hann óttaðist eigi dauðann. Öðru megin stóð: »Þú víkur burt frá syndun- ura ogleysist frá áhyggjunum og æði guðfræðinganna«. Hinu megin: »Þú kemur i ljósið, þú munt sjá Guð, þú munt skoða Guðs son, þú munt iæra hina dásamlegu leyndardoma, sem þú gazt eigi skilið í þessu lífi«. I banalegunni fjet hann stöðugt lesa sjer uppáhaldsstaði sína í heilagri ritningu. Seinustu augnablikin sem hann var með ráði hafði hann yfir orðin: »Hann kom til sinna og hans eigin meðtóku hann ekki. En svo mörgum sem hann meðtóku, gaf hann kost á að verða Guðs börn, þeim sem trúa á hans nafn« (Jóh. 1, 11—12). Tengda- sonur hans Peucer læknir spurði hann, hvort það væri ekkert sem hann vildi. »Ekkert nema himininn«, var svarið, og það mælti hann síðast orða. Hann andaðist 19. apríl 1560. EXTSTJÓRI: ÞÓREALLUR BJARNARSON. Prentaft í ísafoldarprentsmiðju Reykjavik 1896.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.