Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 7
71 lærðu mennirnir. Vottur um það er það meðal annars, hvíliku ástfóstri hún tók þegar við Passíusálma sjera Hallgrims, en ljet hins vegar tiltölulega fljótt flest leir- burðarstagl og galdraskræður íjúka veg allrar veraldar. Jeg get ekki verið að fara lengra út í þetta mál í blaðagrein; en af því, sem hjer heflr verið minnzt á, virðist mega ráða það, að það sje misskilningur á 17. öldinni, að þá hafl allt verið hjer fullt af galdra- og djöflatrú og allskyns ófögnuði. Og því má ekki gleyma, þegar dæmt er um 17. öldina, að þrátt fyrir allt það marga illa og ófagra, sem sú öld hefir á samvizkunni, ef svo má segja, þá eigum vjer líka einmitt frá þeirri öld marga dýrmæta andlega fjársjóðu, sem bera vott um fullt svo hreinan og göfugan hugsunarhátt eins og nú er á þessum menntatímum undir lok 19. aldar. En það er annar misskilningur, enn hættulegri en sá, sem á hefir verið minnzt, er menn spinna úr þessari aldarlýsingu í landfræðissögunni og höfundi hennar hefir auðvitað sjálfum alls ekki komið tii hugar. Það er sá skilningur, að það sje kirkjan og trúin, sem sje orsök og uppspretta að öllum þeim ósköpum, sem þar er skýrt frá. En þetta er hin mesta fjarstæða. Þó að margir kirkjumenn og enda ýmsir höfuðklerkar væru ruglaðir af galdratrú og allskonar hindurvitnum, þá sýnir það eng- anveginn, að kirkjan, jafnvel ekki hin ytri kirkja, hafi verið aðalundirrót þessa, hvað þá hin innri kirkja, kirkj- an í æðri merkingu, trúin eða kristindómurinn; það sýn- ir einmitt hið gagnstæða, nefnilega það, hvað sumir kirkjunnar eigin menn gátu mikið fjarlægzt sannan krist- indóm. Það er því ekki kirkjan eða kristnin í sjálfu sjer, sem er orsök hindurviina 17. aldarinnar og þar af leið- andi ofsókna og siðleysis, heldur einmitt hin rammasta heiðni. Allt þetta galdrabrask o. s. frv. var sumpart leif- ar úr heiðni, en sumpart sjúkdómur, sem um þær mund- ir gekk yfir löndin, og líka stafaði af heiðnum hugmynd- um, eða æstist upp við þær. Reyndar kom heiðnin hjer á Norðurlöndum til forna fram i allt annari mynd, þvi að þótt henni fylgdu einnig mikil hindurvitni, grimmd og siðleysi, þá var því á annan veg háttað eins og forn-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.