Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 8
72 sögurnar sýna. Þessi heiðni 17. aldarinnar hjer á landi kom utan að, og má rekja feril hennar allt til hálfvilltra heiðinna Austurlandaþjóða; og svipuð hindurvitnatrú kem- ur enn fyrir hjá villtum heiðnum þjóðum í öðrum heims- álfum. Það má reyndar þykja furða, að slik vitleysa skyldi geta komið fyrir hjá kristnum menntaþjóðum, sem svo eru kallaðar; en þetta hefur komið af nokkurskonar sjúkdómi, eins og höf. landfræðissögunnar enda bendir til. Þetta sjúkdóms-eitur hjátrúar og galdratrúar hefir borizt um löndin að sínu leyti eins og eiturefnið íýmsum stórsóttum. Það er kunnugt, að eins konar æði og vit- firring getur á stuttum tíma gripið því nær heilar þjóðir eða meiri eða minni hluta þeirra. Sliks eru fjölda mörg dæmi í mannkynssögunni, og nægir að eins að minna á stjórnleysis- og grimmdaræðið, sem kom upp í París og víðar í Frakklandi um eitt skeið f stjórnarbyltingunni miklu undir lok 18. aldar. Flest hin stórkostlegustu hryðjuverk miðaldanna eiga og rót sína að rekja til samskonar æðis. Að þesskonar brjálsemi hefir hjer á landi einna mest kveðið á 17. öldinni, en við og við hef- ir bólað á henni í einstökum hjeröðum bæði hjer á landi og annarstaðar, einnig á þessari öld, þó að í öðrum stýl hafi verið. Tilefnið til þess að jeg hefi ritað grein þessa er það, að jeg hefi orðið þess var, að menn hafa spunnið út úr hinni fróðlegu og skemmtilega rituðu landfræðissögu dr. Þorvaldar Thoroddsens ýmiskonar misskilning, sem jeg álít skaðlegan. En sjerstaklega hefir mig tekið það sárt, er menn vilja skella allri skuldinni á kirkju og kristin- dóm fyrir allt, sem aflaga hefir farið á liðnum öldum, þótt það sje mjög fjarri sannleikanum. Dr. Þorvaldi sjálfum kenni jeg ekki um misskilning þennan, þótt hann óbeinlínis hafi gefið tilefni til hans; þvi að það er alkunn- ugt um þennan ágæta rithöfund, að það er einn aðalkost- ur hans sem rithöfundar, hvað hann er óhlutdrægur og laus við allt ofstæki, hvað sem hann ritar um. Hefðu bæði lærðir og leikir gott af því að taka hinn látlausa og hóflega rithátt hans sjer til fyrirmyndar. V. B.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.