Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 9
73 Skagakirkja. Hin nýbyggða kirkja á Akranesi, sem rayndin er af hjer í biaðinu, er með framkirkju og bakkirkju 30 al. löng þar af er aðalkirkjan 18 al. löng og 14 al. breið, en hæð að utan til mænis 16 al.; veggirnir undir þakbrún 91/* ah á hæð; turninn er 34 al. frá jörðu efst upp á járnkross> sera er ofan á járnkúlu, þar undir er turninn spírumynd- aður 6 al., en svo allur áttstrendur niður undir 2 al. yfir mæni kirkjunnar; þar er útganga á svalir allt í kringum hann; þaðan er víðsýni mikið og fagurt um að lítast, sem prýðir kirkjuna mjög. Það sem kirkjuna gjörir þó allra einkennilegasta, er að hún er sjálf áttstrend það sem veggir ráða, nefnilega fram- og aptur gafla kantar 6 al., hliðarkantarnir 18 al., og 4 hornsniðakantar 7 alnir hver. Þetta byggingarform er að voru áliti bæði fegra, óveðurnæmara og ókostbærara en vinkilhornabyggingin. Tvær rennihurðir eru í aðalkirkjudyrura, en vængjaburð- ir innni í forstofunni, þaðan eru stigar sinn hvoru megin upp á loptsvalirnar eða vængjaioptin, sem eru 33/4 al. að breidd og 15 al. að lengd, þar eru 2 langbekkir hvoru megin ogsóngmannalopt fremst þvert yfir um miðkirkjuna, 6 al. langt. Yfir miðkirkjunni er tunnuhvelfing jafn löng aðalkirkjunni en fiatt panellopt yfir svölunum. Yfir kórnum sem tekur yfir alla bakkirkjuna eru krosshvelf- ingar, í kórnum er gólfið 1 al. hærra en í kirkjunni sjálfri, þar er altari á sínum vanalega stað, en prjedik- unarstóllinn stendur að sunnanverðu á sniðhorninu í kórn- um, nærrí jafnhátt loptsvölunum og tekur hann ekkert rúm af aðalkirkjunni hvorki uppi nje niðri. Skírnarfont- ur stendur að norðanverðu, sem svarar til nokkurrar lík- ingar við prjedikunarstólinn. Gangurinn eptir kirkjunni er 28/4 al. á breidd og annar gangur raeð veggjunumbak við sætin J/2 al. breiður. Stafir eða áttstrendar »súlur« 5 hvorum megin, standa upp undir loptbrúnina og sömu- leiðis upp undir hvelfingar — »gesimsið« og mynda þær miðkirkju 6 al. breiða; þær eru skreyttar með súluhöfð- um undir loptbrúnunum uppi og niðri; undir krosshvelf- ingunni i kórnum eru litlar súlur og hálfsúlur við vegg-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.