Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 15
79 skoðanir sjeu alltíðar meðal hugsandi manna víða um land. En hinir, sem minna hugsa haga sjer svo eptir þeim. Því fjöldi manna mun hugsa nóg til þess, að missa trúna á hið lúterska: »í með og undir«, en ekki nóg til þess, að setja annað einfaldara i staðinn. Vjer allir Is- lendingar erum af náttúrunni hneigðir til að láta hugs- unina ákvarða trúna og gætir þess því meir, sem hin svonefnda menntun þroskar hugsunina. I þessu get jeg til að orsökin liggi«. Þetta siðara svar er frá einlægum vini kirkjunnar, og glöggum manni og sannorðum, og mun síðar verða talað um það. Niðurlag á ritgjörð sjera Jóns Jónssonar i Möðrufelli, um hina nýju messusöngsbók (aldamótabókina). . . Hversu mikið er það ekki af vorum kirkjusiðum, sem umbótar við þarf? Nei, ekki einasta söngurinn, heldur og svo það heila þeirra, þarf við sinnar forbetrunar. Eða, bversu lengi skal það gamla þrældómsok liggja á prestunum, að binda sínar í söfnuðinum opinberu ræður við viss, einstök, sum hver óhentuglega af Kristí lífssögu útslitin stykki, og almúganum þar með fyrirmunast að heyra opinberlega annað af Kristi orðum og gjörðum, en það fáa, sem þar »f innilykst í þeim svo mörg hundruð ár upp aptur og aptur ítrekuðu og útlögðu sunnu- og helgidaga- textum? Hversu lengi skal sá ónáttúrlegi, einungis fyrir vanann við- kunnanlegi máti brúkast, að syngja þessa sundurlausu hitsoríuparta, eins og önnur ljóðmæli í söfnuðinum, ásamt öðrum, jafnt óheppilega af post- ulanna sendibrjefum útrifnum, þó sjaldan eður aldrei framar útskýrðum ræðustykkjum? Hvað lengi skal sú, fyrir prestanna handa upplyptingu ofsansalega blessunargjörð og hámýstisku blessunarorð án nauðsynlegrar umbreytingar i vorum söfnuðum viðvara? Hvað lengi krossmarkið við skírnina, til hjátrúarinnar næringar og signingarinnar meðal almúgans eptirþankalausu brúkunar, af prestsins fingri á enni og brjóst þe.ss skir- anda barns innskrifast? Hversu lengi skulu þær sumar efnislitlu coll- ectur, það næsta ófullkomna áminningarform, til altarisgöngufólks óum- breytt og óendurbætt við lýði haldast? En framar, hvað lengi sú augna- miðslausa handayfirlegging prestanna, yfir þá, sem skirast, skriptast, fermast, giptast, þjónustast, eður á nokkurn staklegan hátt guðdómsins meðverkandi náð útbúast skulu? Þessi handayfirlegging, sem elur i einfeldninni oftraust þessarar útvortis helgidómslegu aðferðar, án þess að athuga, að hún er ekkert meira en eintóm ceremonia; hvað lengi skal hún á þessum svokölluðu upplýstu tímum gildandi vera? Og nær eg nefni þessa handayfirleggingu, get eg ei bundizt að geta þeirrar for- undrunar, sem yfir mig fjell, þegar eg gegnum las fyrirsögnina um messu-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.