Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 16
80 gjöröina, sem iunfærð er framan við þessa nýju sálmabók, og hitti þar grein þá, sem þeim háu herrum, útgefurunum, þóknazt hefir þar að innskjóta um það, að prestarnir skuli meðan þeir tóni inn- setningarorðin, leggja til skiptis höndina á kaleikinn og þær vín- flöskur, sem á altarinu standa, af hverjum vínið er ætlað til út- deilingar. Er það ekki forundrunarvert, að hátt uppl/stir menn geta fengið af sjer að setja þvílíkt fram fyrir almúga, á þeim tím- um, sem menn látast hvað ákafast vera að útryma öllum leifum þeirrar ofsansalegu guðsd/rkunar! Ekki til annars en næra þann hjátrúarfulla þanka, að prestanna handayfirlegging, hvort sem hún skeður yfir persónu eða hlut, hafi einn yfirnáttúrlegan krapt, til að meðdeila þeim einu andlegu, ef ekki guðdómlegu eðli. Og þó eg hafi þetta eins og flestir eptir öðrum hermt, verð eg þóhreint að játa, að mín vantrú eður fá vizka hefir verið svo frek, að eg aldrei hefi getað þekkt til þess neina nauðsyn, hvorki í tilliti lag- anna, hlutanna, nje safnaðarins .... Eða, hver lifandi maður, sem lofa vill skynsemi sinni að þenkja um hlutinn hleypi- dómalaust, getur fundið nokkra ástæðu til að trúa að vínið, sem á altarið fært er og til útdeilingar ætlað, muni ekki verða eins hæft til þessa augnamiðs, hvort sem presturinn þuklar á flöskunum eða ekki. Vilji menn segja að það sje gjört fólksins vegna, svo það skuli ekki sjer til hneykslis halda, að sjer útdeild sjeu óhelguð meðöl af prestinum, þá má spyrja hvort menn geti ekki haft nein önnur ráð, að útrýma frá því þeim misþanka, ef annars væri við honum hætt, en með því, að iðka þessa fáfengi- legu ceremoníu. Eða hvort menn skuli alltíð halda við einn hleypi- dóm, eður hjátrú, af því einfaldur almúgi álítur fyrst í stað hans afleggingu hneykslanlega. Með því móti mættu menn aldrei ráðast í að útrýma neinum hleypidómum, hvorki í líkamlegum nje and- legum efnum. En því er betur, margir af vorum almúga eru skynugri en svo, að þeir steyti sig á svoddan. Þó er orsökin víst ekki þessi, hvar fyrir áðurtalin cermonía, er í messugjörðar fyrir- sögnina innleidd og sem einn laga articuli framsett. Að það gjört sje til að forðast hneyksli þeirra breysku og einföldu, það sje jeg af því, að prestinum er hjer skipað, að gjöra eitt af tvennu, ann- aðhvort að leggja hönd yfir vínflöskurnar á altarinu, sem áður er sagt, eður að lesa lágt upp aptur innsetningarorðin, í hvert sinn sem brauð og vín þrýtur á patínu og kaleik. Þar hann skal þau lágt lesa, er það víst ekki vegna altarisgöngufólksins, og hvers vegna þá 1 Guðs og hlutanna vegna 1 Eins og Guð mundi ekki muna til að helga öll þessi meðöl, án þess presturinn benti honum til þess með handayfirleggingunni, eður þulningu sömu orða upp aptur og aptur. En hvað vil eg svo mikið fást um þetta—þetta er keimlíkt öðru fleiru í vorum útvortis ceremoníum.... Afskript þessa hefir Ólafur Sigurðsson í Ási sent Kbl. fyrir löngu siðan, og er hún nú prentuD, af því að nýlega hefir birzt raskileg saga hins merlta höf„ þar sem sjerstaklega er vikið að skiptum hans við þá »háu herra« Magnús í Viðey og Geir biskup. Af þessu litla broti skilst það, að þeim syðra hafi eðli- lega þótt sjera Jón tara fullhart 1 sakirnar. RITSTJÓBI: ÞÓRHALLUK BJAHNAR.SON. Prentað í ísafoldarprentsmiðju Reykjavík 1897.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.