Landneminn - 01.10.1891, Blaðsíða 3

Landneminn - 01.10.1891, Blaðsíða 3
LANDNEMINN. 7 d. e. a. b. c. d. e. f. ekki að lýsa því frekar hjer, en að eins geta þess, að hver einasti hópur af vesturförum sem heflr flutt frá íslandi með Allan-línunni í síðast- j liðin 15 ár hefir skriflega vottað henni þakklæti j| fyrir meðferð á sjer á leiðinni. Vesturfarar verða sjálfir að leggja sjer til þau á- ;j höld, sem til borðbúnaðar heyra á skipum línunn- j ar, svo sem spón, kníf, gaffal, disk (djúpan), skál, jj bolla o. s. frv. ílátin ættu að vera sem sterkust, úr blikki eða járni, og ætti að vera eitt af hverju fyrir hvern fullorðinn vesturfara. í Quebec er vanalegt að kaupa sjer fæði til land- leiðarinnar í Ameríku, og er vanalegt að ætla til þess 6 til 8 krónur fyrir hvern fullorðinn farþega. Farangur: Farangur vesturfara má ekki taka upp meira en 10 teningsfet af rúmmáli skipsins fyrir hvern full- orðin yfir 12 ára; hálfu minna fyrir börn 5 til 12 ára. Þetta er auk þeirra rúmfata sem fólk þarf að nota á leiðinni. Allur farangur vesturfara verður að vera greini- lega og traustlega merktur með fullu nafni eig- andans og þess staðar sem farbrjef hans hljóðar upp á, t. d. ef Jóhann Magnússon ætlar að flytja tii Winnipeg, þá skal merkja hvert stykki af far- angri hans: „Jóhann Magnússon, Winnipeg11. Stykki er hjer kallað hver sjerstök hirzla edapoki, en ekki hvert stykki, sem í hirzlunum eða pokun- um kann að vera. Vilji vesturfarinn hafa einhverja hirzlu hjá sjer á sjóleiðinni, skal hann merkja á hana orðið „wanted“, auk nafns hans og áfangastaðar, svo sem að fram- an er sagt. Þær hirzlur sem mega geymast í lest skipsins, og sem farþeginn ekki þarf að ná til á leiðinni, skal merkja með orðunum „not wanted“ en líka verða þær hirzlur að hafa nafn hans og áfangastað. Það er mjög áríðandi að gæta þessa vandlega, því komið getur það fyrir, að sá farangur sem annaðhvort er ómerktur, eða svo illa merktur, að markið núist eða slitni af honum á leiðinni, tap- ist, og fær þá vesturfarinn ekki bættan skaða sinn. Vesturfarar skyldu líta eptir flutningi sínum á leiðinni, að svo miklu leyti sem því verður við- komið, enn sjerstaklega þeim farangri, sem þeir hafa uppi við hjá sjer á leiðinni; því línan skuld- bindur sig ekki til að borga hann, ef hann tap- ast fyrir vangá vesturfaranna. Engin hirzla, sem vesturfari vill hafa hjá sjer á leiðinni, ætti að vera meira eu 15 þuml. á hæð, og ekki má negla lokin á hirzlur, heldur loka með skrám, lásum eða skrúfa þau yflr þær, því annars verður þeim ekki þægilega komið fyrir í svefnherbergi fólksins. Þyngd á farangri vesturfara, sem ætla að setj- ast að í Canada og lenda í Quebec, er ekki tak- mörkað. En þeir sem ætla til Bandaríkjanna mega ekki hafa yfir 150 pd. á sjóleiðinni og 100 pd. á landleiðinni, auk rúmfata, nema fyrir sjerstaka borgun. Tollrannsókn: Við lendinguna í Skotlandi fer fram tollrannsókn. Þar er skoðað í allar hirzlur vesturfara. — Vínföng, ef þau eru meiri en ein flaska hjá nokkrum einum manni, og tóbak, ef það er meira en 1 pd. að þyngd verður tafarlaust tekið af þeim. Allar aðrar vörur mega þeir flytja vestur. Læknum er og leyft að flytja spiritus til meðalagjörða, svo mikið sem þeir þurfa að nota á leiðinni. Flutningur: a. Þeir sem ætla að setjast að í Bandarikjunum verða fluttir með þeim skipum sem ganga til New-York eða Boston, eptir því sem þeir sjálfir kjósa. b. Þeir sem flytja til Canada verða fluttir beina leið frá Glasgow til Quebec. — Sú sjóleið er 480 ensk- um mílum styttri en sjóleiðin til New-York, og um 700 mílur af henni liggja eptir „St. Lawrence flóanum og ánni, og er þar stórsjóalaust svo að skipin synda áfram eins og „svanir á tjörn“. Hin canadiska sjóleið er því langtum styttri og þægi- legri fyrir vesturfara, heldur en New-York leiðin. c. Á þessari leið skipanna fer undir kringumstæðun- um mjög vel um vesturfara. Gnægð af hollu og góðu fæði fyrir alla. En sjerstaklega er hlynnt að konum og börnum, og eru bæði konur og karl- ar settir til þess starfa. Læknar eru á öllum skipum línunnar, og veita þeir daglaga meðul og aðra læknislega hjálp öllum sem þurfa án borg- unar. d. Karlmenn hafa svefnherbergi út af fyrir sig, og konur og börn sömuleiðis. Túlkur er á öllum skipum línunnar, og er hann jafnan til taks að tala máli vesturfara, og líta eptir hagsmunum þeirra af fremsta megni. Ný ákvörðun: Samkvæmt samningum við stjórnir Bandaríkjanna og Canada, flytur Allan línan ekki það fólk sem er veikt, (heilsulaust) limlest, eða kryplinga, eða sem á einhvern hátt er líklegt til þess að verða byrði á því opinbera, eptir að það er komið vestur, nema gegn fullri ábyrgð. Vitskert fólk verður ekki flutt undir neinum kringumstæðum. Landleiðin í Canada: Við lendinguna í Quebec víxla vesturfarar farbrjef- um og peningum og kaupa sjer nesti til landferðar- innar; allt þetta er gert með hjálp túlksins, og undir umsjón þar til settra umboðsmanna stjórnarinnar í Canada; að þessu loknu, sem vanalega tekur frá 3 til 6 kl.tíma, stíga vesturfarar í járnbrautarvagna Kyrrahafsbrautarinnar og byrja landferðina. Þessir járnbrautarvagnar Kyrrahafsfjelagsins, sem sjerstaklega eru ætlaðir fyrir vesturfara, eru bjartir og loptgóðir svefnvagnar; íþeim geta setið 56 manns, og sami fjöldi getur ofurþægilega sofið í þeim; þar getur fólk haft rúmföt sín og nestisskrínur; þar eru ofnar, salerni og ætíð gnægð af köldu vatni.

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.