Reykvíkingur - 22.01.1892, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 22.01.1892, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa Reykvíkings er nti I Bankastræti Nr.12. eykvíkingur. Blaðið fæst hjá út- gefanda. II, 1. Jantiar, 1892. Númerið kostar 10 a Eáttvirtu Beykvikingar ! Eins og við skýrðum yður frá í fyrra í fyrsta tölubl. þessa blaðs, að nokkrir menn hjer í bænum hefðu ráðizt í að stofna blað, sem eingöngu hefði bæjarmál Reykjavíkur fyrir umtalsefni, og reyna með því að vekja hinn áður sofnaða áhuga bæjarmanna til að fara nú að hugsa sjálflr um sig og sín mál- efni, — við vorum enda svo djarfir, að benda ykkur á að slíkt fyrirtæki hlyti að vera mjög þýðingarmikið fyrir hinar sönnu fram- farir bæjarmanna, þar sem allir gætu nú I þar með betur en áður látið kurteislega í ljósi skoðanir sínar um ýmislegt sem miður virtist hentugt í ýmsum bæjarmálum, bent á annað betra með stuttum leiðbeinandi rit- gjörðum, dæmt um aðgjörðir bæjarstjórnar- innar og hinna ýmsu nefnda, sem hafa á hendi opinberar sýslanir í bæjarins þaríir, og yfir höfuð allt í bænum sem miður virð- ist til hagað, — eins látum við nú yður vita, vorir heiðruðu meðborgarar, að við ó- kvíðnir höldum blaðinu áfram, með sömu stefnu og áður, og erum við vissir um, að það með tímanum ber happaríkan ávöxt fyrir vort borgaralega fjelag. En eins og orðtækið hljóðar, að ekki falli trje við fyrsta högg, eins var ekki að vænta, að þetta blað yrði að fullum tilætluðum notum hið fyrsta árið, þar sem máske klikkukeðjur, skyld- ugleiki og embættis stjettar bróðerni hafa rígbundið suma fiokka saman sem rússneska aðalsmenn, en almúginn hjer er heimsku- lega vanafastur, hálfvolgur en hvorki heit- ur nje kaldur, læst helst enga breytingu hjer á vilja, og telur það ganga næst „Maje- stæts Forbrydelse" ef fundið er opinber- lega að gjörðum einhvers meiri háttar, sem þeír svo nefna, en kveina og klaga í hljóði, hver í sínum kofa yfir þessu og hinu, sem þeim finnst miður til hagað. Vor fasti ásetningur er sá, að forðast allt manngreiningarálit, finna aðþví sem ábóta- vant virðist vera í bænum og benda á ann- að betra, hver sem í hlut á. Þess vegna er nauðsynlegt, að bæjarmenn sendi blaðinu stuttar ritgjörðir viðvíkjandi öllu mögulegu, sem ábótavant er í bænum, og munu þær verða teknar upp í blaðið meðan rúm leyfir. Þrátt fyrir áður upptalda annmarka (og marga fleiri), þá erum við þó glaðir að sjá hvaða ómetanlegt gagn blaðið hefur þó gjört. Það hefur fundið að mörgu sem lagfært hef- ur verið, og sem lagfært mun verða, upp- lýst um margt, sem áður var hulið, þó sumt það yrði ekki Iagfært, sem á fyrrí tímum var orðinn hlutur, en sem við höfum þó sýnt og sannað (þó bágt gengi), að er til viðvörunar þeim eftirkomandi. Það má eng- inn hugsa sjer að við berum oss að sem ó- nýtur, huglaus sáralæknir, sem gefur inn sæta mixtúru við banvænu sári. Nei, við munum hugrakkir rista og skera í sárin, þar til hið banvæna er burt sniðið, með þeirri óbilugu sannfæringu, að geta heil- brigðað vort kaunum slegna borgaralega fjelag, og þó við hið liðna ár hófum lítið annað uppskorið fyrir að benda á það sem óþolandi var, en vanþökk, hatur og næstum ofsóknir, þá bugum við ekki stefnu vora, því við vitum nú, að þeir einir, sem ekki þekkja eður vilja þekkja sinn vitjunartíma, munu líta öðru vísi en vel á málefni vort, en sem betur fer eru þeir nú orðnir fáir, því það er ljósasti votturinn, að ekkert blað hefur eins marga kaupendur hjer / bænum sem Reykvíkingur. Enn um slökkvilið Ibæjarins. — Eigi fellur eik við fyrsta högg". — Um kvöldið 19. desember kom hjer eldur upp í litlu einloftuðu geymsluhúsi Þorsteins Tómassonar austur við lækinn; eldurinn kom af lampa sem hengdur var ueðan í loftið, en hey var ofan á loftinu og um stund mannlaust húsið; á endanum varðþóeldur- inn slökktur. Það furðaði marga, hvað lengi var verið að yfirbuga svona lítilfjórlegan eld, og hvað sprauturnar, sem voru í næsta husi, komu seint, en nú, eins og oftar, hafði staðið á sprautuhúslyklinum, og þarnæst sá maður sjer til skapraunar nú sem fyrri hvaða hræðileg óregla, æfingarleysi og agaleysi er hjer í slökviliðinu, sem nú sýndi sig Ijóst við þetta tækifæri, sem mátti heita (sem bet-

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.