Reykvíkingur - 22.01.1892, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 22.01.1892, Blaðsíða 2
2 ur fór) einungis til að sýna aðferðina að slökk- va eld með sprautum, og þeir sem þekkja til aga og aðfara slökkviliðsmanna erlendis falla öldungis í stafi, við að sjá til þess hjer í heild sinni. En það versta er að þetta er ekki öðru að kenna en því algjörða stjórn- Ieysi, sem er á öllu saman, því hjer er fjöldi af ötulum og nýtustu liðsmönnum væri þeim vel stjórnað, en fyrirliðana vantar flest allt til síns ágætis, og eru þeir mildast sagt óhæfir og bráðaónýtir og alveg stjórn- lausir, sem ráða má af því, að þarna æpti, gargaði og skipaði þetta eður hitt hver ó- breyttur liðsmaður sem betur gat, og þetta ljetu fyrirliðarnir ganga átölulaust, en heyrðist varla frá þeim ein einasta skipun sem hlýtt var, og ef slökkviliðsstjóri sagði eitthvað fyrir að gjöra, þá voru tíu óbreytt- ir liðsmenn búnir að skipa fyrir allt annað og var það þá gjört fyrst. Ef þetta heitir ekki höfuðlaus her, þá má langt leita. Sama var stjórnin á hinum öðrum flokkunum, t. d. vatnsburðarliðinn. Þegar búið var að hella úr fötunum í sprauturnar, þá voru þær bunkaðar þar á staðnum og troðið ofan á þær eður þeim var kastað út í loftið, slitn- ir úr sumum hankarnir og sumum þeytt ofan undir læk, þá er sumir latínu skóla piltar, sem stóðu í læknum og gengu vel fram að slökkva, kölluðu eftir fötunum. Fyrir- liði vatnsburðarliðsins var þegandi að tína saman föturnar og ljet allt ganga svona. Ætla að það hefði ekki orðið afíarabetra að hafa tvísettar raðir af fólki og handlanga fullu föturnar annars vegar til sprautanna en hins vegar þær sömu tómar til baka? Ekkert spursmál. Úr húsarifsliðinu sást varla maður, en sumir af þeim sem sáust, tóku aldrei hendurnar úr vösunum, og enginn af þeim sást með hin fyrirskipuðu áhöld. Sumir bunumeistararnir stungu slöngupípun- um einhverstaðar inn og hjeldu svo um slönguna án þess að miða beint á eldinn, sumir bunnmeistararnir voru eins og að leika sjer að sprauta bara á fólkið sem var í kriug. Brunalögregluliðið sást ekki, eður gætti einkis, svo kvennfólk, börn og óvið- komandi fólk næstum tróðst undir. Því fjemæta, sem var í húsinu, kastaði hver út sem betur gat ofaní vatnið og forina; fáein- ir voru viðstaddir úr bjargliðinu, en þeir sintu því lieldur ekki. Áþekkt þessu hefur oft áður gengið t. d. þegar brann hús Egils sál Johnsens, þá voru þeir komnir hjer í land með sprautur utan frá danska herskipinu, áður en okkar sprautu- hús var opnað, því sprautuhúslykillinn var týndur, en horft var í spjöllin, að mölva húsið upp fyrri en á endanum, og var þá eldurinn orðinn óslökkvandi. Þegar kviknaði af lampanum í kvistloft- inu hjá E. Zoega veitingam. á Yesturgötu, þá var sú óstjórn á liðsmönnum, að þeir köstuðu speglum út um kvistgluggana, hvað þá heidur öðru, ofaní götusteinana, þar sem slökkviliðið var að verki sínu, en bruninn var ekki meiri en það, að hálfbrunnu nokk- rar fjalir í loftinu; slík aðferð með muni er þó brot mót 24. gr. reglug. frá 31. okt. 1874 og þar að auki er óvíst að menn fái muni sína þó votrygðir sjeu borgaða, þegar þeir eyðileggjast svona. Þá er kviknaði í prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar, þá var sem oftar svo mikil óregla í liðinu, að ein sprautan var færð þrisvar fram og til baka, eftir skipun ein- hvers óbreytts liðsmanns, og náttúrlega hætt að sprauta á meðan, þartil slökkviliðsstjóri á endanum sagði að fara með hana á sinn upprunalega stað, og sló þá í svo hart orða- kast millum slökkviliðsstjóra og liðsmanns- ins, að þeir sem áheyrðu eins og gleymdu sjer á meðan, og var kveðið þar um, og er þetta þar úr: „En eldurinn gleymdi ekki að vinna sitt verk, uns vöknuðu jieir við brökin sterk“ og svo fr. v. Mörg fleiri dæmi mætti tilgreina, en jeg álít þetta ærið nóg, að sýna að svo búið má ekki lengur standa, og vil jeg spyrja þá sem hlut eiga að máli og geta endurbætt þetta, hvort hjer sje ekki bráð nauðsyn á fljótri umbót ef unnt er? Því öllum er kunn- ugt að hið upprunalega (vel organiséraða) slökkvilið, sem stofnað var meðreglug. 31. okt. 1874 er nú á að sjá líkast stjórnlaus- um drengjum í skollaleik, sökum bráðónýtra fyrirliða. En það er auðvitað enginn hægðarleikur, að burtnema alla þá óreglu, sem er nú komin meðal allra flokkanna í slökkviliðinu hjer, en gjöra verður fleira, en hægt eða gott þykir, þegar um svona mikilsvarðandi er að ræða, þar sem máske líf, en óneitanlega fjármunir fleiri þúsund manna eru í veði. Hið fyrsta væri það, að bæjarstjórnin brúkaði vald það sem henni er veitt með síðari parti 5. gr. áðurnefndra reglug. 31. okt. 1874. Sömuleiðis ætti bæjarstjórnin, að láta í það minsta alla sveitarhöf'ðingja í slökkvi- liðinu hjer hafa sinn lykilinn hvern að sprautuhúsinu, og næturverði hvern einn lykii og brunalúður til að fyrirbyggja að standi á lyklunum. Þar næst þarf að kanna (organiséra) allt liðið, því það er eins og

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.