Reykvíkingur - 22.01.1892, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 22.01.1892, Blaðsíða 3
>, allir vitaíhinni mestu óreglu, sumir komn- ir fyrir löngu úr því aldurs vegna, sumir fluttir burt úr bænum og sumir máske dauð- ir o. s. frv. (slökkviliðsstjóri máske haíi ekki árlega breytt eptir fyrirmælum í við- bæti 4. gr.), og eru þeir því einungis ó- nýtir liðsmenn sem einungis standa á papp- irnum, en aftur eru margir yngri menn, sem ekki hafa verið enn (teknir) i liðið og gætu þeir fyllt hinna skarð, og þyrfti því fyrst um sinn að hafa fleiri æíingar en lögskip- aðar eru, og haga því þannig við þær. Þá er slökkviliðsstjóri kaliar saman liðið til æf- ingar, þá sje liðsmönnum skipað í þá fjóra flokka sem lögin tilgreina: hið eigiulega slökkvilið, húsarifslið, bjarglið, og lögreglulið. Hver liðsmaður skal mæta í sínum einkenn- isbúningi, og einkum allir fyrirliðar, skó- smiðir, söðlasmiðir og húsarifsliðið með sín lögskipuðu áhöld, eður sæta sektum, sem lög ákveða, ef út af er brugðið. Slökkviliðsstjóri skal þá afhenda hverjum sveitarhöfðingja skrifaðan lista með númer- um og nöfnum allra liðsmanna í sveit hans og skipa þeim að kanna sveitir sínar með númera kalli, og skulu þeir hafa sjer til aðstoðar undirsveitarhöfðingja sína.Rita skulu sveitarhöfðingjar á listann athugasemd við hvert númer sem vantar; að því búnu af- hendast slökkviliðsstjóra allir listarnir, og segir hann þá fyrir um leið sveitarhöfðing- junum, hvar og á hvaða stað æfingar skuli fram fara, og skal jafnan æfa með þremur sprautum í einu, sinni í hverjum stað í bænum. Til að útrýma þeim óheyrilega ósið og ó- reglu, að hver óbreyttur liðsmaður skipi það og það, þá ætti slökkviliðsstjóri æfinlega þegar því verður viðkomið, að skipa sveit- arhöfðingjum hvers flokks hvað gjöra skuli, en þeir annist um að undirsveitarhöfðingar þeirra og flokksforingjar láti liðsmenn tafar- laust framkvæma. Á því venjast liðsmenn að gegna því einu, er fyrirliðar þeirra skipa þeim. Ljósker það, sem slókkviliðsstjóri notar við eldsvoða þá dimt er, ætti að vera anðkent frá öðrum t. d. með rauðum krossi á glösunum eður einhverju því um líku, svo æfinlega væri hægt að vita hvar hann væri, og ætti einn maður að bera hana, og fylgja slökkviliðsstjóra. Lista þá sem sveitarhöfðingjar afhenda slökkviliðsstjóra, þegar búið er að kanna liðið í hvert skifti, skal hann nákvæmiega skoða svo hann sjái hverjir ekki hafa mætt. Leitar hann sjer þá upplýsingar um, hvort lögmæt forföll hafi hamlað þeim að mæta, svo sem að þeir sjeu ekki heima, hafi flutt burt úr bænum eða sjeu aldurs vegna komnir úr liðinu o. s. frv., en frá hinum öðrum sem ekki hafa mætt skýrir slókkviliðsstjóri taf- arlaust lögreglustjóra. Rúmið í bl. hamlar að tilfæra fleira, en þetta mun geta í byr- juninni bætt svo-lítið úr hinum skæðustu göllum, ef eftir er breytt. — Hvað slökkvitól- in áhrærir, þá eru þau eins og frá var skýrt í nóvember bl. Eeykvíkings. Bæjarstjórnarfundur 7. janúar, fyrsti á árinu 1892. Fá stórmál voru nú fyrir; dagskrá sást engin á þeim stöðum, sem hún er vön að vera; ýmsar skringilegar tilgátur spunnust um hverju þetta sætti; menn fullyrtu að hún hafi verið sem vant er skrifuð á rjett- um tíma og afhent til uppfestingar, en. hverjum? Hrímaðar voru grundir og hál- ar götur, áþekt því sem forðum, þá Bani varð kerlingunni að bana. Hver hafi átt nú að festa upp dagskrána, sem sagt, vita menn ekki, en lögregluþjónarnir eru víst vanir að gjöra það á víxl, og Þorvaldur Björnsson lögregluþjónn hefur opt sjest gjöra það áður. Hið fyrsta mál var beiðni frá mörgum sjómönnum fyrir vestan bæinn, sem uppsát- ur hafa nú (sem allir sjómenn ættu að hafa sem síðar mun um ritað) í Bakkavör, að bæjarstjórnin legði fram fje til að endur- bæta uppsátrið. Til að yfirlíta þetta og segja álit um hvað það kosta mundi, kaus bæj- arstjórnin þriggja manna nefnd, og voru það þessir H. Kr. Friðriksson, Þorl. Jónsson, Guðmundur Þórðarson. Því næst var beið- ni frá sira St. Thorarensen, um eftirgjöf af gjaldi fyrir slægjur í norðurmýrinni, sök- um þess að af slægjulandinu hafi farið all- stórt stykki til túnaræktunar. Þetta mál hafði komið fyrir á seinasta fundi og ver- ið frestað, og áttu 2 úr bæjarstjórninni mill- um funda að fara á staðinn og skoða ná- kvæmlega hvort siægjurnar á norðurmýr- inni væri mjög skertar með ræktunarblett- inum. Fulltr. G-uðm. Þórðarson var valinn annar sem kunnugur maður, búinn að vera yfir 25 ár í bæjarstjórn, og frá vöggunni ala aldur sinn í Rvík. Hinn annar var skynsamur, stiltur og tillögugóður fulitrúi, en alls ekki nógu kunnugur. Fulltr. Gruðm. Þórðarson sagði á fundinum, að takmark norðurmýrinnar hefðu verið þetta og þetta fyrir 50 árum og það væri ekki að taia um að slægjuland prestsins væri neitt skert o. s. frv., og var þá næstum farið að ganga

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.