Reykvíkingur - 22.01.1892, Page 4

Reykvíkingur - 22.01.1892, Page 4
4 til atkvæða að synja presti um alla tilslök- un og hefði án efa orðið ofan á ef einn af áheyrendunum hefði ekki bent einum full- trúanum að tala við sig fram við grindurn- ar og upplýstist þá sá óskiljanlegi leyndar- dómur, að 25 ára fulltrúinn hefði vilzt á þeim mórauða hansBjörns Gfuðmundssonar og þeim svarta prestsins, nefnilega, það var margra ára gamall ræktaður blettur Björns, sem hann tók fyrir nýumgirtan blett úr norðurmýrar slægjulandi prestsins og urðu því við þetta sem nærri má geta allt önn- nr málalok og var því samþykkt að leita miðlunar við prestinn, sem hafði á rjettu að standa, að slægjuland hans var mjög skert orðið; heppilegra að vita rjett en hyggja rangt. Þá var borin upp beiðni frá einum utan- sveitar manni, sem nú dvelur hjer í bænum, að fá kauplausa kenslu hauda barni sínu. Formaður mælti með því og fulltr. Þórh. Bjarnarson sagði vera nóg rúm í neðsta bekk skólans. Var þá gengið til atkvæða; með því greiddu atkvæði: form., Þórh. Bjarn- arson og Þorl. Jónsson, móti H. Kr. Frið- riksson, Gunnar Gunnarsson og Guðm. Þórð- arson. Um þetta urðu reyndar allsnarpar umræður, að beiðandi væri fátækur, sem ekki gæti kostað barnið í skólann, en barn- ið á skóla aldri o. s. frv. Form. tók það fram, að það væri hans skoðun, að menta þyrfti börn, hvort þau heyrðu til, eður þeirra vandamenn, bæjarfjelaginu hjer eður öðrum hreppum, á meðan þau væru á þeim aldrin- um, svo meutunarskortur ekki hamlaði þeim að standa í stöðu sinni á fullorðins árun- um (og er þetta óneitanlega mjög mannúð- lega hugsað). H. Kr. Friðriksson tók það fram, að það lægi beinast við fyrir þau ut- ansveitarbörn, sem hjer væru í bænum, að presturinn heimtaði skólagöngu hauda þeim, þá er vandamenn þeirra geta hvorki vegna efna nje hentugleika borgað fyrir þau í skóla nje kent þeim heima o. s. frv. og virðist margt tala með því, úr því ekki er frískóli fyrir öll börn ríkra sem fátækra. Þá ætti meira að segja ekki að taka borg- unarlaust í skólann einu sinni neitt innan- bæjar barn nema meðmæli fátækranefndar- innar fylgdu beiðninni um frían skóla, því það eru víst dæmi til, að velefnaðir tómthús- menn hafi tekið sjer barn (máske til gam- ans) og fengið svo fría kenslu handa því í skólanum. Þá var lagður fram mjög stór listi yfir ófáanleg bæjargjöld 1891, og beiddist bæjar- gjaldkeri, að það yrði numið burtu; á suma virðist hafa verið lagt aukaútsvar tvisvar sinnum sama árið, og sumir voru komnir úr bænum fyrir 3ur árum. Allt var þetta numið burtu, að undanteknum 5—6, sem reyna átti að ná því hjá, og var þó þetta allálitleg upphæð, um 600 kr. Næststærsta skuldin var hjá sýslum. Guðl. Guðmunds- syni, 45 kr. Yms fleiri smámál voru fyrir, sem, eins og áður, voru samþykkt umræðu- laust. Að endingu stóð fulltrúi H. Kr. Friðriks- son upp, og hjelt mjög skorinorða ræðu yfir hinu algjörða stjórnleysi, sem væri á öllu slökkviiiði bæjarins, og færði til ýms sönn dæmi, og kvað óumflýjanlegt að laga þetta, því liðið væri nú sem höfuðlaus her, þó aðaiforinginn væri reyndar með höfði o. s. frv., en með því að blaðið flytur nú rit- gjörð um sama efni, þá er ekki nauðsyn að setja hjer orðrjetta alla ræðu fulltr. H. Kr. Friðrikssonar. Fulltrúi Þórh. Bjarnarson kvaðst vera þessu samdóma, og stakk upp á að fela brunamálanefndinni til næsta fund- ar aðkoma með uppástungur sem setti nýtt blóð og fjör í allt slökkviliðið (nú er að vita hvaða rögg kemur á þessa nefnd, því alllítið hefur sumum þótt að henni kveða á stundum). Var svo fundi slitið. Dr. Jón- assen mætti ekki, en var þóíbænum. For- föll óþekt. Fulltrúi í bæjarstjórnina var kosinn 5.þ.m. hr. Halldór Jónsson, ötullog mannvæn- legur, en eitt skal lofa að morgni en annað að kveldi. Til endurskoðunar bæjarreikning- anna voru kosnir 9. s. m. Sighv. Bjarnarson og Ó. Kósenkranz, báðirgóðir, enásamastend- ur hverjir þeim starfa gegna á rneðan bæjar- stjórnin sjálf úrskurðar sína eigin reikninga, sem er að öllu óeðlilegt, sem vjer munum benda á í næsta blaði. Reykvíkingur óskar helzt að hinn nýi ritstjóri Þjöðölfo áreiti hann ekki, því hjá blaðadeilum vill hann komast ef unt er, en verja mun nú Reykvíkingur hendur sinar, ef á reynir. í þetta sinn tekur fteykvík- ingur það sem viðvanings-gáleysi í ritstjórn, þar sem lítið er gjört úr honum í 2. tbl. Þjóðólfs þ. á. Ijgjgr Þeir sem hafa verið fastir kaupend- ur Reykvíkings árið sem leið og vilja halda hann framvegis, eru beðnir að gefa sig fram við W. ó. Breiðfjörð. Útgefandi: W. Ó. Breidfjörð.___________ Eeykjavík 1892. — FjelageprentsmiDjan.

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.