Reykvíkingur - 01.02.1892, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.02.1892, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa Beykvíkings er nú hjá útgefanda, A6al- stræti nr. 8, opin hvern virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefl sig fram. Reykvíkingur Blaðið kemur út einu sinni 1 hverjum mánuði og kostar hjer iEvíklkr. um arið, út um landið og erlendis burðar- gjald að auki. Borg- ist fyrir lok júli. II, 2. Febrúar, 1892. Númerið kostar 10 a Háttvirtu Beykvíkingar ! Þið sem enn ekki hafið keypt eður skrif- að ykkur fyrir blaðinu hjá útgefanda, mun- ið eptir að það segir svo nákvæmlega frá sem unnt er, hvernig nú hagar hjer til ýmsu í bænum, og yrði fróðlegt eptir hálf- an eða heilan mannsaldur að bera það sam- an við tilhögunina sem þá kynni að verða, og ætti því hver húsfaðir hjer í bænum sem ekki lætur sjer í ljettu rúmi liggja nú og framvegis ástand bæjarfjelagsins, að kaupa eður skrifa sig fyrir „Reykvíking" nú þeg- ar, meðan upplagið endist og halda blaðinu saman, því fyrir það sem afgangs yrði kostn- aðinum, hefur ritstjórinn í hyggju með tím- anum að kaupa og gefa föstum kaupendum, sem árlega standa í skilum, möppu til að binda í c. 10 árganga; árgangurinn verður 12 nr. og kostar hjer í Rvík 1 krónu, út um land og erlendis burðargjald að auki. Síðan vjer rituðum þetta hafa menn hjer i bænum í hópum gjörst áskrifendur. Hinn afsetti ritstjóri „Reykvíkings". í óheimildar óþakkláta og óhappatölu aukabl. „Reykvíkings", sem hinn fyrverandi nú afsetti ritstjóri Reykvíkings gaf út 21. janúar þ. á. stendur grein er nefnist Leiks- lók. Þar hefur hann upp sinn harmagrát, að hann hvorki treysti sjer, nje fái að vera ritstj. fjel. „Reykvíkingur", þá samsinni jeg því fyrra og segi hið síðara satt vera, og sömuleiðis að herra Egilson haii fengið frá mjer uppsögn á ritstjórn sinni. Þá segir herra Egilson að fjelagið ætli að refjast við sig; — ósatt, og er máske prent- villa, sem lesa eigi, að herra Egilson hafi ætlað að refjast við fjelagið um meðlimsgjald sitt. og lán er hann fjekk hjá einum fjelags- manni í sumar; þá harðna nú harma hríðir hins afsetta ritstjóra og fer að kalla bæði mig og aðra „kumpáua" (af því herra Egil- son var notaður í fjelagsins þarfir, þá fyrir- gef jeg honum hvað mig snertir þetta „kum- pána" nafn), og fær eins og óráð af gremju, að sjá á titilbl. ritstjórana að fyrsta árgangi Reykvíkings, herra Jón Erlendsson dóm- kirkjuhringjara, og herra Egilson borgara, og get jeg ekki að þvi gjört; jeg afsetti all- eina annan, þó með báðum sje nú líkt á komið. En hvað vill herra Egilson tala um, að aðrir sletti sjer með óheimild og leyfislaust inn i ritstjórn sína, sem hann er fyrir löngu settur frá sem ritstjóri, og entist ekki einu sinni til að gefa út titilblaðið á rjettum tíma, þó fjelagið gæfi það út á endanum til að gabba ekki lesendur blaðsins að láta það vanta lengur. Að Jón hringjari hafi verið meðritstjóri herra Egilsons eru herra Egil- sons orð (ekki mín) og er þýðingarlaust að lýsa það ósannindi; fyrsti árgangur Reykvík- ings sem allir, sem lesið hafa, vita að byrjaði með nýári 1891 og endaði með nýári 1892, ber með sjer hverjir að ritstjórarnir voru, enda sýna samningar þeir, er gjörðir voru, bæði við lierra Egilson, og sá er hann gjórði við prentsmiðjuna, að þeir giltu alleina til ársloka 1891, og er það því hlægilegt vand- ræða bull að segia, að árgangurinn sje 13 nr. = 13 mánuðir í árinu; 13. nr. Reykvíkings árið 1891 kemur fjelaginu ekkert við. Að Jón hringjari hafi verið meðritstjóri minn nær engum sanni. Árgangurinn 1891 ber Ijóslega með sjer hverjir ritstj. voru, en það er satt, að meðan fjelagið notaði herra Eg- ilson sem ritstj., þá varð jeg upp á síðkast- ið að rita mikið í blaðið, og 12. númerið næstum allt, svo það kæmist út og blaðið hjeldi stefnunni, því „hundar úr hraununum", jaktamál, „súrt með sætu" og önnur ófimleg fyndni, sem einu sinni enginn gat hlegið að, utan máske höfundurinn sjálfur, var fyrir utan stefnu blaðsins. Að herra rit- stjóri Valdimar Ásmundarson hafi með rit- stjórn Reykvíkings að gjöra, lýsist ósann- indi, og hefur hann aldrei ritað eina ein- ustu ritgjörð í þetta blað, (sem herra Egil- son er kunnugt meðan hann hafði ritstjórn- ina) og var það hreinn óþarfi fyrir hann að afsaka sig svo rækilega í 4. tölubl. Fjallk., því þó hann væri áður skráður á iista fje- lagsins, þá voru þeir allir útstrikaðir apt- ur sem miður þóttu fallnir að taka þátt í svo nytsömu fyrirtæki. Og má nú fjelagið hrósa happi að hafa ekki bendlað sig við þann „kumpán". Að herra Egilson ekki þekkti nema 6 menn í fjelaginu er ofur einfalt að

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.