Reykvíkingur - 01.02.1892, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.02.1892, Blaðsíða 3
7 endurgjalds kröfu sinni frá mönnunum fyrir ræktunarblettinn, og var það samþykkt með öllum atkvæðum. (Hin upprunal. atvik málsins höfum vjer heyrt þannig: sira St. fær hjá bæjarstj. leigt fyrir vissan tíma slæjur í norðurmýrinni, fyrir árlegt endurgjald um 18 kr., seinna beiddust tveir menn útmælingar í slæjulaus- um útkanti mýrarinnar og var þeim veitt það mót litlu endurgjaldi um árið til bæjar- ins, ef samkomulag fengist við sira St. á meðan hann hefði slægna umráð í mýrinni en þegar til kom heimtaði sira St. 54 áln. í slægná skaðabætur fyrir blettinn; blett- beiðendur munu hafa kvartað yfir þessu sem von var, fellir þá bæjarstj. kröfu sína nið- ur um helming í um 9 kr., mót því að sira St. helmingi sýna kröfu og svo i 27 áln., en það var ófáanlegt; prestar þekkja ekki hálfar kröfur). — Þar næst var lagður fram listi frá gjaldkera yfir nokkur ófáanleg gjöld að upphæð 18 kr. og var samþykkt að burt nema það úr eftirstöðvunum. Maður sá sem synjað var á seinasta fundi um frískóla handa barni sínu endursendi nú aftur hina sömu beiðni, og bar form. það undir fulltr. hvort það skyldi upptakast aftur til um- ræðu; allir utan tveir greiddu atkvæði móti því, Dr. Jónassen og Þorl. Jónsson greiddu atkvæði með, og virtist það undarlegt af fulltrúum þessum að vilja taka það nú upp aftur, sem með meiri hluta atkvæðum var neitað á seinasta fundi á undan. Þá spurði H. Kr. Friðriksson brunamála nefndina hvað henni hefði orðið ágengt að koma reglu á brunaliðið hjer sem henni hefði verið falið á hendur á seinasta fundi, en svarið var það eina að þeir brostu, og þar næst varð þögn. Loks barði form. nefndarinnar við slæmu veðri og ófærð að ekkert hefði orðið gjört, en lofað væri bót og betrun fyrir næsta fund. Vjer höfum allt svo ekki í seinasta blaði voru hjer á undan ofsögum sagt um röggsemi þessarar nefndar. Þá gat Þórh. Bjarnarson þess að útgangur og tröppur í Templarahúsinu sem nú væri not- að fyrir sjónleiki, væri allt of lítið og þröngt og þar að auki dyr of fáar samkvæmt því sem ætti að vera á leikhúsum. Flestir töldu á öll vankvæði fyrir hússins eigendur að laga þetta nú. H. Kr. Friðriksson sagði að það væri þá ekki annað en skipa þeim að hætta að leika (brosað). Var svo fundi slitið. Allir nú á fundi, nema Finnbogasen sem er erlendis. Vjer höfum ekki verið á þess- um sjónleikjum hjer, og getum því ekkert um þá borið, en það eitt vitum vjer að all- ur þorri bæjarmanna hjer hefur annað nauð- synlegra með peninga sína að gjöra, eins og nú árar, en gjalda þá fyrir að geta hlegið. Loksins kom þó fjara á fjórða degi. Um kvöldið 16. janúar þ. á. breyttist veðr- ið og byrjaði að rigna, og það svo óhemju- lega, að biblíufróðir menn sögðu þá rign- ingu líkasta þeirri, þá er forðum rigndi syndaflóði, og enginn efi var á því, hefði svo rignt í 40 daga og nætur, þá hefði vatnið drekkt hjer meiri parti af höfuðstað- arbúunum, því sama kvöldið og byrjaði að rigna, streymdi vatnið yfir allar götur í miðjum bænum svo ófærar urðu, og varð hver að hýrast heima hjá sjer, og var þá haldinn kvöldsöngur með bænahaldi til vega- nefndarinnar að afstýra þessum yfirstand- andi ósköpum, en hvað veganefndin þá hafði fyrir stafni vita menn ekki, en svo mikið er víst, að hún mun einnig hafa setið heima, og máske hugleitt hvað hún hafðí gjört, og sjá það var ekki neitt, enda sáust eng- in merki í þá átt að veita burt flóðinu fyr enn daginn eptir og voru þá allir kjallar- ar orðnir vel birgir af vökvun, og er það meira enn minni melrakkaskapur af bæar- búum, að þegja yfir því, að þurfa að vera allajafna í þeirri angist að matbjörg þeirra og aðrar byrgðir sem geymdar eru í kjöll- urunum eyðileggist af vatnsflóði þá skúr kemur úr lopti á vetrum, fyrir þann al- ræmda skrælingjaskap að láta snjóinn liggja á götunum og þar með allar rennur stoppaðar; því þó ekki yrði meiri skaði en varð af þessu flóði, þá var það alls ekki fyrir mannanna aðgjörðir, heldur var það að þakka norðanvindinum (þó hann sje kaldur), sem þeytti burtu mestu af snjónum sem kyngdi hjer niður fyrirfarandi daga áður en flóðið kom. En það er eins og veðurlagið nú reyni að þrýsta á þolrif dáðleysisins, því tíu sinnum meiri vandræði dundu hjer yfir 21. s. m. Um nóttina kyngdi hjer niður af útsuðri öllum óhemjum af snjó, var þá ekki norðanvindurinn í nánd að feykja honum burtu, enda dyrfist enginn annar (eftir vorrar þjóðar sið) að hreyfa við þeim helgidómi hjer á götunum, svo rigndi á eptir, að því skapi, svo hver sem vogaði sjer út fyrir húsdyr, sökk undir höndur ofan í krapið, og barst að sumum lítilmögnum hefði verið bjargað á flekum. Einstöku risavaxnar kempur ferjuðu börn og kvennfóik á herðum sjer millum hús- dyra, og þótti það vera ærin mannhætta;

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.