Reykvíkingur - 01.03.1892, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 01.03.1892, Blaðsíða 2
10 Að endingu verðum vjer að vera á þeirri skoðun, að heppilegra væri að bæjarstjórn- in úrskurðaði ekki annað í bæjarreikning- unum, en það er snerti beinlínis störf gjaldkera, en að annaðhvort landshöfðingi eður nefnd sem til þsss væri kosin af bæj- arbúmn úrskurðaði í stað. bæjarstjórnar- innar nú, eftir að bæjarstjórnin hefði svar- að athugasemdum endurskoðara, og áður en reikningarnir færu til landshöfðingja (ef hann einn ekki úrskurðar þá) allar fjárhagslegar framkvæmdir bæjarstjórnar- innar ásamt úrskurðnm þeim á athuga- semdum, er endurskoðurum eður bæjar- stjórn ekki kynni að líka úrskurður nefn- arinnar. I þessari nefnd ættu að vera 2 úr bæjarstjórninni og 3 utan bæjarstjórn- armenn, en þar þessu verður án efa að breyta með lögum, sem dregist getur, þá skorum vjer hjer með virðingarfyllst á hina háttvirtu bæjarstjórn í nafni gjaldendanna, að leggja fram ár hvert almenningi til sýnis með bæjarreikningnum fylgiskjöl reikningsins, ásamt athugasemdum endur- skoðara, en verði hin háttvirta bæjarstjórn mót von vorri ekki við þessari sanngjörnu áskorun, þá er oss innan handar að fá und- irskriftir svo margar og það bestu borg- ara og stærstu gjaldenda hjer í bænum, sem vjer óskum. Bæjarbryggjan og fátækrafóstrarnir. (Niðurl.). Annað mál er það hvort þeir í raun og veru sjeu allir vorir þurfamenn, sem nú eru bornir fyrir brjósti með vinnuna, því mörgum mun gjarnt til þess þegar þeir einu sinni hafa bitið sig fasta á fátækra eður styrktarsjóði, að lafa þar svo lengi sem unt er, enda mun lítið eftirlit haft með því af sumum, sem öðru, og virðist það ekki vera ofætlun fátækrastjórnarinnar með allá þessa fátækrafóstra (!) í holunum að hlutast til um það að engum líðist að „spekúlera“ í spegl- um fátækasjóðsins. Sömuleiðis ætlum vjer ekki vanþörf á að strangara eftirlit væri haft með því að innanhrepps bláfátækir þurfamenn væru látnir sitja fyrir vinnu snatti í þarfir bæjarins, er næstum daglega til fellur á veturna, svo sem sandburðir á hálku, og ef einhvern tíma sú rögg kærai að veganefndinni, aö láta moka snjóinn hjer af götunum og hreinsa rennurnar m. fl., og mundi það nema svo miklu fyrir fáa menn að þeir algjörlega fríuðust við að vera upp á fátækrasjóðinn komnir, en þessu er ekki þannig hagað. Vjer höfum frjett, að marg- ir, jafnvel velefnaðir menn, sitja fyrir þess- ari vinnu á meðan hinir labba með ávísan- ir sínar upp á fátækrasjóðinn, og leggjast svo á meltuna, þar til þeir verða að fara til sömu útrjettinga aftur, en vjer erum sannfærðir um, að sumir af þessum mönn- um sem enga aðra iðju geta fengið en sækja og hagnýta sjer fátækrasjóðsávísanir, mundu þakklátir kjósa heldur að vinna sjálfir fyr- ir lífsnauðsynjum sínum, en einungis deyfð og óframfærni í vinnu útvegunum veldur því meðal annars, að þeir sitja jafnan á hak- anum með vinnu, en oss sýnist að fátækra- nefndin ætti nú ekki að leiða þetta lengur hjá sjer, einkum ættu þessir háttvirtu fá- tækrafóstrar(l) að hlutast alvarlega til um það að þeir einir sætu fyrir því sem til fell- ur af daglegri bæjarvinnu, sem helst þurfa hennar með og hvetja þá (sem þurfa) til framfærni og atorku, og styðja að því að sem fæstir sjeu hjer beinlínis upp á fátæk- rasjóðinn komnir, en grufla minna eftir því, hvort húsaleigan bjá þeim verði í eins viss- um stað, ef fátækrasjóðurinn hættir að ann- ast um hana og þá. Um nýtt uppsátur. (PiiJurl.). Fyrir innan Bakka húsin og inn undir bræðsluhús kaupm. G. Zöega er bakk- inn að meðaltali um þriggja álna hár, og mætti grafa inn í bakkann, þar sem hentug- ast þætti, hró eður naust, og svo langt upp í bakkann eður mýrina sem þurfa þætti til að forðast sjógang, og væri bezt að þessi hró væru svo breið, að 2—3 rúmuðu allan skipastól úr mið- og vesturparti bæjarins. Óvandaður timburgafl með stórum dyrum, svo jafnvel mætti setja út tvö skip í einu, ætti að vera að framanverðu á hrófunum, þak ætti að vera yfir hrófunum, og loka ætti að mega dyrunum þegar menn vildu, til að mynda á vetrum í snjógangi og þegar brim er. Þann partinn af bakkanum sem væri á millum hrófanna ætti að lækka og gjöra hann jafnan, ávalan að fram- anverðu ofan að ströndinni og tyrfa svo yfir eða á annan hátt rækta þar á grasrót til að hindra að bakkinn bljesi upp, en best væri að hlaða svo sem þriggja kvartila eð- ur álnar háan grjótkamp niður við mölina að framanverðu, svo mölin græfist ekki und- an, og mundi það að mun minni tilkostn- aður, en áður hefur komið til orða og stað- ið hefur fyrir framkvæmdunum, nefnilega að hlaða grjótgarð jafn háan öllum bakk- anum að framanverðu. Þetta fyrirkomulag væri mun þægilegra fyrir sjómenn, til dæm-

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.