Reykvíkingur - 01.03.1892, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.03.1892, Blaðsíða 3
11 is á veturna, að róa skipum sínum ófent- um, eður eins og hjer hefur áður verið í grófinni: hafa þau undir beru lofti, kaífent, og undirorpinn stórskemdum á stundum af sjógangi. Ellegar á sumrin, færi allt öðruvísi um skip og báta, þegar búið væri að tjarga þau að hafa þau þarna inni, eins og áður hefur verið, að láta þau einatt vera úti, svo af þeim rigni tjaran og þau rifni af sólar- hitanum, eður á veturnar að láta þau standa opin úti og rigna fenna og frjósa í súðun- um, sem hlýtur að gjöra þau endingar verri. Á Hlíðarhúsa mýrar bakkanum. ættu sjó- menn að hafa sína skúra til að salta sinn fisk í, og yfir höfuð ætti neðri partar Hlíð- arhúsa mýrarinnar að vera algjört heimil- aður sjómönnum til afnota fyrir stakkstæði og önnur vergögn. Það gæti hugsast að menn myndu haida að sjórinn bryti timb- urgaflana framan úr hrófunum, en það er víst ekki að óttast, því þá er ískjallarinn sem var 30 áinir á lengd og 12. áln. á breidd var þarna í Hlíðarhúsa mýrar bakk- anum, sakaði hann aldrei neitt af sjógangi, og var þó allur framgafl hans alleina úr tvöföldum „vrag“ borðum nelgdum á binding, og var þó einn veturinn þá er ískjallarinn var þar svo mikið brim, að það mölvaði fram- hlið bryggjuhússins hjer og lyfti upp þak- inu og laskaði það allmikið, enda brotnuðu þá skip víða, bæði hjer í grófinni og aunar- staðar. Vjer orðlengjum þetta ekki frekara, en vonum að menn yfirvegi þetta nákvæm- ar, og erum vjer fúsir að taka i blað vort stuttar leiðbeinandi ritgjörðir bæði um þetta og annað, sem lýtur að endurbótum og fram- förum í bænum. — Síðan vjer rituðum þetta hefur bæjarstjórnin veitt 60 króna styrk til að endurbæta og laga Bakkavörina og er það góð byrjun; auðvitað er það talsverð vinna með grjót og annað, sem bændur leggja sjálfir til borgunarlaust, og er það mjög fall- egt til eftirbreytnis þá farið væri að gjöra þarna vesturfrá uppsátrið. Bæjarstjórnarfundur 4. febrúar 3. á árinu 1892. 1. Brunamálanefndin lætur uppi álit sitt viðvíkjandi ýmsum brunabótamálefn- um. Form. skýrði frá: 1, að nefndin hefði fundið, að mjög ábótavant var allvíðast með slökkvitól sem fylgja eiga hverju húsi; 2, að liðið mundi vanta allmargar húfur og 3, hefðu slökkvitólin verið athuguð, en þau væru í reglu og jafnvel væru fleiri sprautur til en fyrirskipað væri. Hvað því fyrsta viðviki, þá yrði að ganga ríkt eftir að húseigendur bættu úr því sem á vant- aði, að þeir hefðu hin fyrirskipuðu tól við hvert hús, fötur, stiga og haka, því það væri svo skýrt tekið fram, að þegar hús væru seld, yrði þessi fyrirskipuðu áhöld að fylgja hverju húsi, til þess það yrði selt, og að ekki mætti taka þessi áhöld sjer lögtaki. En hvað hið annað áhrærði, þá sæi hann ekki svo mikla nauðsyn að liðinu væri skaffaðar húfur; það mætti láta liðsmenn ganga undir sínum nöfnum án númers o. s. frv. H. Kr. Friðriksson áleit það nauðsynlegt að liðsmenn allir hefðu húfur með nr., því án þess væri ómögu- legt að kanna liðið, enda væru þær lög- skipaðar o. s. frv. Dr. Jónassen kvaðst ekki ætla að menn þyrftu að læra að hlaupa með sprauturn- ar t. d. ofan i Bryggjuhús, eður að læra að sökkva fötunum í sjóinn, húfurnar væru alveg ónauðsynlegar, því þær væru geymd- ar í kistum og mundu menn því ekki fara að leita að þeim þegar þeir ættu að mæta, og óþarfi væri að hafa nokkrar æfingar, en það yrði að sekta þá duglega, sem ekki mættu, það hefði gengið hjer ógnvel æf- inlega að slökkva og að fásinna væri að lofa ekki öllum sem vildu að vera við brun- ann þá brynni, og það væri sem hann sæi að fara ætti að ganga fyrir hvern mann og spyrja hann hvort hann væri úr slökkvi- liðinu, og stigar væru of þungir o. s. frv. II. Kr. Friðriksson: „ Mj er heyrðist að fulltr. sem seinast talaði vilja helzt engar æfingar hafa; æfingar við hvert verk sem er, eru bráða nauðsynlegar, og þegar nú svona óhönduglega fer að slökkva eldinn með þessu svokallaða æfða liði, hvernig mundi það þá fara, ef aldrei væri æfingar, og þó ekki væri annað enn reisa upp stiga, þá ferst æfðum mönnum það mun betur en óæfðum, og hvernig þótti fulltr. takast á slökkva eldinn hjá Þorsteini Tómassyni? {Dr. J.: ,,Ágætlega“). Nei, þvert á móti þar á mátti sjá hina mestu ómynd, aga- leysi og óreglu, (og fór hann um það mörgum orðum samhljóða því sem lesa má í „Reykvíkingi“ 1. febr.bl. þ. á.), en hann vildi leggja það til, að hver húseigandi legði til svo og svo margar fötur, sem geymdar væru í sprautuhúsinu, saman með hinum verkfærunum. (Form.: En til þess þarf að breyta reglugjörðinni). Það er einmitt það sem jeg meina, og vil jeg fela brunamálan. að gjöra það, því þess

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.