Reykvíkingur - 01.03.1892, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.03.1892, Blaðsíða 4
12 mun við þurfa. Bæði er hún orðin það görcul. og svo hefur bærinn sfækkað og er óðum að stækka, og hvað viðvíkur að brunastigar sjeu þungir, þá verðum við að nota þá, þar til við getum fengið aðra betri, eins og erlendis eru, sem æskilegt væri“. — G. Þórðarson (á stólnum): „Jeg hefi sjeð óæfða menn reisa stiga sem 4—6 mundu ekki hafa getað reist". — Jón Jens- son: „Mjer finnst hjer vera farið langt yfir skamt og of langt að vera að tala um að breyta brunareglugjörðinni; fyrst er að fara rjett eftir öllum fyrirmælum reglugjörðarinnar“7 æfingar væru nauðsyn- legar til að halda reglu og æfa hvern við sinn starfa. Oft hefði það skeð, að skóla- piltar (því aðrir hefðu oft ekki gefið sig fram) hefðu hjálpað mest til við eldsvoða hjer. Sjálfsagt að ganga ríkt eftir og sekta m6nn, ef þeir ekki mæta við æfingar, húf- ur ónauðsynlegar, en fyrirliðar gætu haft eitthvert ljós í merki. Að sprautur og önnur áhöld sjeu í standi væri nauðsyn- legt, og þarf ekki annað enn fela bruna- málanefndinni að sjá um það, enn það væri ekki mikið heimtandi af slökkviliðs- stjóra fyrir þá borgun sem hann nú fengi, því hftn væri allt of lítil. H. Kr. Frið- riksson sagðist ekki vera á móti með tím- anum að hækka laun slökkviliðsstj., en fyrir það sem nú væri gjört af hans hendi, væru launin ærin nóg. — Dr. Jónassen: Jeg tek það fram að æfingar sjeu alveg óþarf- ar, en að þeir sjeu allir duglega sektaðir sem ekki mæta. — (nær og hvar ?) — Form.: óreglan er ekki einungis slökkvistjóra að kenna, heldur er hiin bæjarmönnum og jafnvel bæjarstjórninni að kenna og það er ekki meiri óregla nú í liðinu enn áður hefur verið, og ómögulegt er að koma lögum yfir að sekta alla, sem ekki mæta; það hefði verið reynt af hans fyrirrenn- urum og ekki tekist með neinu samrými, því sumir sem. ekki hefðu mætt, hefðu sloppið frá sektum, og stjórnin þessi sem nú væri, væri ekki verri en sumar áður hefðu verið. Hann sagðist ekki fallast á að leggja áhöld þau sem húsum ættu að fylgja saman við bæjarins bruna áhöld. H. Kr. Friðriksson: „Það er enginn af- sökun fyrir þennan sl.stjóra, þó hann sje ekki verri en sumir hinir hafa verið, enda vjek bæjarstjórnin þeim næsta á undan frá. (Form.: Hann beiddi um lausn) og það væri rjett að víkja þessum líka frá. (Form.: Það hefur enn engin uppástunga komið frá bæjarstj. þar um) það getur verið að honum hafi borist til eyrna að það ætti að reka hann frá og hann þá eins og siður var þá hafi þess vegna beðið um lausn og mun þessi bíða eftir sama, ef hann ekki bætir sig“. -- Jón Jensson: „Af því að fyrirfarandi sl.stjórar hafa verið sljóvir í framkvæmdunum, þá getum við ekki heimt- að mikið af þessum fyrir sömu borgun, og það get jeg ekki sjeð, að sje ókleyft verk, að ná í menn til sekta fyrir óhlýðni að mæta ekki við æfingar“.—Form.: Það er auðheyrt, að hinn heiðraði fulltrúi hefúr litla reynslu á því, hvað útheimtist til að geta fundið út hvað sje lögmæt og hvað ólögmæt forföll hjá hverjum, sem ekki mætir við æfingar, og það er hægra að segja að sekta, en framfylgja þvi, og láta engann sleppa. Samþykkt var að fela brunamálan. að sjá um, að eftir brunareglugjörðunum væri farið sem unt væri. 2. Lagður fram reikningur yfir alþýðu- styrktarsjóðsgjöld í Rvk. 1891 og kosnir til að endurskoða hann Halldór Jónsson, og Þorl. Jónsson. 3. Útnefndir fyrirliðar í slökkviliðið í stað tveggja, er fóru frá aldurs vegna, eftir fyrirmælum brunamálanefndarinnar. Yoru þessir útnefndir: W. O. Breiðfjörð kaupm., sveitarhöfðingi i hinu eiginlega slökkviliði, (mundi hann sem næst comm- andeur verða þjáll hlífðarskjöldur foringj- ans) í stað Bergs Þorleifssonar söðlasmiðs og L. Hansen faotor fyrirliði við spraut- una nr. 8 í stað organista Jónasar Helga- sonar. Form. gat þess, að fyrverandi laugatoll- ur af frönskum skipum, 40 kr., væri nú burt fallinn, hann fengist ekki framar. Dr. Jónassen sagði að panta þyrfti 3 pumpur i bæjarins þarfir, og væri nú best að gjöra það, þar veganefndarm., konsúll G-. Finnbogason væri nú utanlands og var það samþykkt án atkv.gr. Gunnar Gunn- arsson gat þess að stokkurinn í Bakkavör- inni væri settur niður, og beiddist að fá útborgaðar hinar ákvöðnu 60 kr., þó að grjótverkinu væri ekki lokið, og var það samþykkt mót því að fulltr. G. Gunnars- son lofaði að verkinu yrði að fullu lokið fyrir næsta vor. Allir viðstaddir á fundi, nema sira Þorh. Bjarnarson var lasinn, og var það skaði fyrir slökkviliðsmálið, því þó slökkviliðsmáls endurbæturnar ekki hefðu lengri eður aðgjörða meiri sprett en þetta, þá var það hann og H. Kr. Friðriks- son, sem mest og best hjeldu því fram eft- ir að Beykvíkingur hafði hreyft því. Útgefandi: W. Ó. Breidfjörð. Keykjavlk 1892. — FjelagsprentBmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.