Reykvíkingur - 01.05.1892, Qupperneq 1

Reykvíkingur - 01.05.1892, Qupperneq 1
Afgreiðslustofa Reykvikings er nú hjá útgefanda, Aðal- stræti nr. 8, opin kvem virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefi sig fram. Reykvíkingur B1 aðið kemur út einu sinni í hverjum mánuði og kostar hjer í Rvík 1 kr. um áriö, út um landið og erlendis burðar- gjald að auki. Brog- ist fyrir lok júlí. II, 5. Maí, 1892. Númerið kostar ÍO a. Heilir og sælir! Háttvirtu landar, mínir verslunar-skifta- vinir og kaupendur Reykvikings! — Þá er jeg nú aptur heim kominn og seztur við ; stýrið, og er mjer sem fyrri hrein ánægja að sjá aptur mína elskuðu ættjarðar-inn- búa, já, og anda að mjer hinu heilnæma, hreina islenzka lopti, þó það sje nú kalt, þá er það hressandi og hollt. Já, jeg gat þess áður, að jeg væri nú seztur aptur við stýrið heima, sem þið munuð nú merkja á ganginum og stefn- unni, þegar um hægist, því það vona jeg þið virðið mjer til vorkunar, þó mjer örð- ugt þætti og út um þúfur færi að stýra með þrjúhundruð milna löngum stjórnvöl- um og sneiða hjá hættulegum blindskerja- boðum, en koma þó við á sem flestum á- fangastöðum í umdæminu. Að endingu vona jeg, þó nú sem stendur sje ærið nóg að gjöra að „pakka“ upp nýju vörunum, að jeg með tímanum fái tækifæri að yfir- vega betur áætlunina er gjörð var í fjar- veru minni, og að með tímanum verði umbætt það sem ábótavant var í fja.rveru minni, og sem lítill vottur um góða við- leitni er það (þó nú í svipinn sje mikið annríki sem áður er umgetið), að láta ekki lengi standa á útgáfu blaðsins eptir heim- homu mína. Yirðingarfyllst. Útgefandinn. Óregla lijer á höfninni. Hvað hinum háttvirtu andmælendum hafnsögulaganna (Lodstvang) á seinasta þingi hefur gengið til að koma með þá miður framsýnu, og því síður heppilegu mótbáru, að hafnsöguþvingun ýLodstvang) væri hjer óþörf, og þyrfti alls ekki með, er þyí óskiljanlegra, sem flestir af þessum andmælendum voru einmitt hjer vel kunn- ugir og þar að auki mjög eptirtökusamir, og hafa almennt hjer á sjer það orð, að þeir hafi bæði vit og vilja á því að lag- færa það sem ábótavant er, og þess vegna er það, að ef vjer ekki sæjum það á svörtu og hvítu 1 alþingistíðindunum, þá mund- um vjer alls ekki trúa því, að það væru einmitt þessir menn, sem vjer að makleg- leikum bárum svo mikið traust til, sem komu hafnsöguþvingunarlögunum fyrir kattarnef á seinasta þingi með tillögum sínum. Það er hvorki meining vor, og því sízt rúm hjer í blaðinu að fara ítarlega út i umræður hafnsöguþvingunar andmælenda frá seinasta þingi, eður ástæður þær er þeir báru fyrir sig; einungis viljum vjer leyfa oss að tilgreina eitt atriði er fram kom mót hafnsöguþvinguninni í fyrri um- ræðunni, er svo hljóðar: „Það er alveg eins og menn mættu ekki fara heim að bæ eður frá bæ, er menn þyrftu að koma á, nema maður borgaði fylgdarmanni hvort heldur hans þyrfbi eða ekki, og hvort heldur fylgdin væri látin í tje eða eigi“. Það er mikið rjett, að þetta dæmi hins heiðraða þingmanns, eitt út af fyrir sig, virðist vera á rökum byggt, en sjóferðir og sauðurinn er sitt hvað, og sú aðferð sem er algeng á sjó, er óbrúkandi á landi. Það væri til dæmis álitið hart og jafnvel óþolandi á landi, ef 20 menn, sem semdu um þriggja vikna fæði á einhverju mat- söluhúsi, legðust fyrsta daginn allir veik- ir og lægju svo allan tímann og gætu einkis neytt, að þeir samt þyrftu að borga matsölumanni fulla borgun fyrir það fæði sem þeir alls ekki sökum veikinda gátu notið, en þetta er samt algeng regla á sjónum, og þó engin lög sjeu fyrir því, þá mun það vera orðin svo föst venja (coutume) að farþegar á skipum borgi eins fyrir því fæðið, þó þeir sjeu veikir alla leiðina og neyti einkis matar, og dettur víst engum í hug, og dygði ekki að hafa eitt orð á móti því að borga samt, en eptir venju á landi mundi þetta þykja hart, og jafnvel „meiningarlaust", en þessi venja er víst upphaflega þannig til orðin, að enginn dugandis matsölumaður hefur fengist á skipin með öðrum kjörum en þessum. Og að hinu sama rekur á end- anum, sem von er, að enginn hafnsögu- maður fæst hjer í Reykjavik, og því- síð- ur þar til hæfur, þar sem engin trygging er fyrir að nokkurt skip noti hanu; það

x

Reykvíkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.