Reykvíkingur - 01.05.1892, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.05.1892, Blaðsíða 4
20 þar sem hann er reyndur að því í mörg ár að hafa gegnt sjerlega vel þeim mjög vandasama starfa, þar sem hann sætti flest mál sem komu fyrir í hans sáttaumdæmi. En reynslan hefur sýnt að hjer hefur þeim málum að tiltölu fýölgað en ekki fækkað, sem ekki hefur orðið sætst á. Þó er hinn sáttamaðurinn hjer, Árni landfógeti, að allra rómi fremur lipur og laginn við sættir, en þeir eiginlegleikar, að vera heppinn sátta- maður, eru alls ekki öllum gefnir, og held- ur ekki ætíð samfara iærdómi og gáfum. Að endingu vonum vjer sterklega, að Reykja- vík framvegis fylgi sömu venju sem annar- staðar er, og hafi sóknarprest sinn fyrir annan sáttamann, hæði af því vjer álítum að sóknarpresturinn eigi að gegna þeim starfa að lögum, og hinu að biskup er heilsutæpur og ætti ekki að ofhlaða á sig störfum, sem ekki snerta embætti hans. Barnsfúlgu tilboð Kr. Ó. Þorgrímssonar. í 29. tölubl. ísafoldar þ. á. stendur aug- lýsing frá hinum þjóðkunna forleggjara Kr. Ó. Þorgrímssyni, hvar í hann heitir því fáheyrða rausnarheiti (í það minnsta af þeim manni í svona ári) að gefa þeim herrurn WWW. Ó Breiðfjörð og aðstoðarmönnum hans eins árs barnsfúlgu, þegar þeir hafi eptir al- mennings (máske hans skrifstofu-) dómi leik- ið Örnólf í Fjörðum svo sæmilega, að þeir þurfi ekki að bera kinnroða fyrir dóm þann, er blaðið „Reykvíkingur" átti að hafa kveð- ið upp yfir forleggjaranum. Hvað oss áhrærir, þá vill svo óheppilega til, að vjer getum ómögulega orðið með rjettu aðnjótandi þessa rausnar barnsfúlgu tilboðs forleggjarans, því vjer vorum suður í Berlín einmitt á þeim tíma sem bl. „Reyk- víkingur“ átti að hafa dæmt forleggjarann fyrir Örnólfs-ruliu hans, og getum vjer því engan þátt átt í þeim dómi, enda mundum vjer ekki hafa niðurlægt oss, að uppkveða neinn dóm yfir sjónleikjaíþrótt forleggjar- ans, en vjer verðum þó að votta forleggj- aranum þakkir fyrir hans óverðskulduðu hugulsemi, að ánafna oss, verandi suður í Berlin, máske heillri barnsfúlgu? (eður átt- um vjer ’/s ór heitinu?) Það, getur verið það sama, þar sem vjer því miður ekki getum átt neitt rjettilegt tilkall til lians rausnar heityrða. Þar næst þökkum vjer optnefndum forleggjara fyrir öll W í nafni voru, en sem vjer því miður vanalega ekki notum nema oitt, og geta þá hin verið „Rek!ame“ fyrir viðkomandi prent- .smiðju. Að endingu finnum vjer oss skylt í þakk- lætisskyni við forleggjarann, að gefa hon- um það heilræði, að vera ekki of ör á sín- um barnsfúlgutilboðum fyrir smámuni eina, eður alls ekki neitt, ef ske kynni, eins og forðum, að eitthvert óhugsanlegt voðatil- felli henti forleggjarabirgðirnar, því ekki er æfinlega víst, að allar ferðir sjeu til fjár, þó farnar sjeu. Útgefandi. Bæj arbryggj an. Síðan vjer komum heim, höfum vjer orð- ið þess varir, að óánægja er hjá ýmsum hjer í bænum yfir því, að þeir segja, að endurbótin á bæjarbryggjunni hafi ekki ver- ið auglýst í liaust, svo ýmsum fleiri þar til hæfum gæfist færi að koma rneð tilboð sín. En fyrir það fyrsta, þá minnir oss ekki betur, en verkið væri auglýst, eður í það minnsta, þá var flestum bæjarmönnum kunn- um þetta fyrirhugaða verk, löngu fyrir jól, og gátu því svo margir sem vildu komið með tilboð sín. Þess vegna höfum vjer enga ástæðu að svo komnu að iðra það, að steinhöggvari Schou hreppti verkið, þvi bæði mun hann einhver sá færasti sem hjer var völ á til þess starfa, sem verkið sem kom- ið er ber Ijóslega með sjer eptir því sem fljótlega er hægt að sjá, og svo eru öll lík- indi til að hann leysi þennan starfa eins traust af hendi. eins og grjótdekkið í bryggjuna áður, sem reynslan hef'ur sýnt að stendur vel. Þar að auki erum vjer sjerlega glaðir yfir að sjá nú að tillögur vorar hjer áður í blaðinu með að hækka einnig bryggjuna um leið, hafa orðið ofan á, því það var bráðnauðsynlegt fyrir fram- tíðina, sem líka viðkomandi hafa sjeð; reyndar var það meining vor að bryggjan yrði svo há, að dekkbátar gætu að sumr- inu í stilltu veðri fermt og aftermt við hana, og jafnvel stærri skip, og sjá allir hve ó- metanlegur hagnaður það getur orðið fyrir bæjarbúa; svo má þá ef föng leyfa lengja hana eptir þörfum, en þetta er sem sagt mikið góð byrjun í þá átt, sem vjer áður á drápum. Að svo stöddu ætlum vjer ekki að fara fleirum orðum um þetta mál, en bíðum þar til verkinu er lokið, eða að minnsta kosti komið langt áleiðis. NÆRSYEITAMENÍÍ eru beðnir að vitja Reykvíkings í sölubúð W. 0. Breiðfjörðs; einnig ef vanskil verða á blaðinu eru kaup- endur beðnir að láta ritstjórann vlta. Útgefandi: W. Ó. Breiðfjörð. Reykjavfk 1892. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.