Reykvíkingur - 01.06.1892, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.06.1892, Blaðsíða 1
Af greiðslustof a Reykvikings er nn hjá útgefanda, Aðal- stræti nr. 8, opin hvern virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefl sig fram. Reykvíkingur Blaðið kemur út einu sinni i hverjum mánuði og kostar hjer 1 Rvfk 1 kr. um áriö, út um landið og erlendis buröar- gjald að auki. Borg- ist fyrir lok iúli. II, 6. Júní, 1893. ííúmerið kostar 10 a Grullbrúðlíaups hátíðin í Reykjavík. Eftir að Reykvíkirjgur hafði alvarlega bent broddborgurunum hjer á nokkurnveg- inn sjálfsagða skyldu þeirra, að heiðra gullbrúðkaups afmæli konungs hjónanna, með samsæti og annari viðhöfn, þá fyrst vöknuðu þeir sem af dvala og sem menn með stírur í augum, skimuðu þeir i ýms- ar áttir, sem leitandi að því er til bragðs skyldi taka; reykur og þokusamt var þar innra, og sólarlaust mistur hið ytra, og því vegir allir óglöggvir. Var þvi i þess- um vandræðum gengið til atkvæða hvað gjöra skyldi. Samhljóða öllum atkvæðum var þá sest niður, sem betur fór, því úr því varð ráðstefna, og var þá afráðið að láta ganga lista millum bæjarmanna með áritnðu tilboði til samsætis. Jafnóðum og listarnir voru ritaðir, fiugu þeir með rafr- magnshraða um alla borgina; og eftir 14 daga voru áskrifendurnir orðnir hvorki meira nje minna að öllum með töldum rang-bornum sem rauðum, en segi og skrifa þrjár og þrír fjórðu tylftar, auk heiðurs- gestanna af „Diana", en sá hængur var reyndar á með þennan ógna fjölda, að all- margir áskrifendur höfðu gjört þá athuga- semd aftan við nöfn sin á listanum, „ef heimilisástæður eður heilsa leyfði", og „ef til vildi" kæmu þeir. "Vel að merkja, marg- víslega illur kvilli geisaði hjer um það mund í borginni, sem heimsótti ýmsar stjett- ir, í það minnsta menn á vissum aldri, með hæsi, höfuðverk, svefnleysi, hósta, gikt og helti. Allt fyrir það undirbjó hin ötula forstöðunefnd allt til veisluhaldsins, keypti og pantaði fje og uxa sem fitast skildu sem danskur grís, og er fram liðu stundir fengu allir slagtarar borgarinnar sem nærri má geta nóg að gjöra, kófsveittir allan daginn ljetu þeir kutann ganga. Á endanum liðu svo tímar, að einungis urðu tveir dagar til hins mikla dags, þann 24. maí. Sá dagur gaf nefndinni ástæðu til að koma saman til nánari yfirvegunar á sín- um stóra starfa, og rjett sem hún er að setjast á raðstefnu bekkina kemur hrað- frjett (vjer meinum þó ekki Telegram, því það var þá ekki í standi), að L. sje mjög slæmnr og geti ekki komið upp einu orði fyrir hæsi, J. mjög lasinn, Assarnir hreint ófærir, á A. hafði ekki komið blund- ur í fieiri nætur og B. þoli engan mat, H-d. sje reyndar enn á fótum, H. H. drag- ist í fötin, Þ. væri mjög lasburða, en svona við það sama sem í seinustu 10 ár, en þar á móti væri Th., Fr., Sc. og fleiri, enn ó- smittaðir af þessum illa umgangs kvilia. Með því einu að lesa söguna af Napoleon fyrsta þá er hann tapaði bardaganum við Waterloo, er unt að gjöra sjer hug- mynd um hvílíkt reiðarslag þetta var fyrir nefndina, sem eins og Napoleon ekki hafði farið úr stígvjelunum í þrjá sólarhringa, og var líka aðframkomin af þreytu (þó eng- in sæi hana gjöra neitt), en þar sem Na- poleon hjelt um nóttina eftir bardagann áleiðis til Parisar, þá ræður nú nefndin það af að halda kyrru fyrir, en ljet það boð út ganga, að allir hennar starfsmenn skyldu hætta, utan matreiðslumenn; þeir ferigu þá skipun að byrja að sjóða, og bera svo á borð fyrir nefndina af hátíða- rjettunum, og á meðan hvíldi nefndin sig, en eftir að hún hafði snætt, uppvaktist henni það snjallræði, sem engum svöngum gat til hugar komið, nefnilega að hafa dagaskifti við drottinn sinn, og heiðra gullbrúðkaupsdag konungs hjónanna þann 30. í staðinn fyrir 26. maí (þetta svona á eftir tímanum). Þó nefndin væri hraðför- ul, þá fór þó timinn hraðara. Hinn 26. maí þá er skotin dundu frá herskipinu „Diana" hjer á höfninni, sást ekki svo mikill árangur af hinum stranga starfa nefndarinnar að danskur fáni blaktaði á stöng Beykjavíkurklubbsins, og færri fánar munu hafa sjest hjerí öllumbæn- um, en í St. Strandstræti einu við almenn tækifæri. Hið eina hátíðahald sem hjer var í bænum 26. maí var það að land- læknir Schierbeck bauð heim til sin seinni- part dagsins fyrirliðanum af „Diana" og nokkrum af yfirmönnum, og sem hjer er tíðska, hjá öðrum embættismönnum, örfá- um, eður engum leikmanni. Um miðjan dag bauð fyrirliðinn af „Diana" til sin um borð Eeykjavíkur-klubbs-stjórninni og

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.