Reykvíkingur - 01.06.1892, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.06.1892, Blaðsíða 4
24 ekki á baki öðrum þjóðum í þvi; alúðlegri gestrisni en á íslandi hefði hann hvergi fundið. Að þar sögur greindu að Islend- ingar í fornöld (Eiríkr rauði) hefðu fund- ið land fyrir vestan haf sem þeir þá nefndu Yinland (Ameríka), þá minti þetta velveitta samsæti sig svo á nafnið Vínland, að sjer væri næst geði að breyta nafninu ísland og nefna það „Vínland“; hann hefði verið hjer uppi með konunginum 1874, og sæi hann að síðar væri hjer orðin stór breyt- ing á mörgu sem allt miðaði til nytsam- legra framfara; sjáfarútvegurinn stórum aukinn með nýjum og betur útbúnum þil- skipum en áður. ísl. hefði þannig ótrú- lega mikíð farið fram á svo stuttum tima, og hann óskaði að þeim mætti æfinlega fara svo fram. Minni íslands drukkið með 9földu húrra, og hornþeytararnir af „Di- anau spiluðu í anddyrinu ,íslands-þúsund ár‘. Dr. B. M. Olsen og þriðji „Commandeur11 á „Diana“ mæltu fyrir minni kvenna; yfir- rjettarmálafl.maður L. Bjarnason fyrir minni landshöfðingja. Kl. 10 varuppstaðið frá borðum og þá drukkið kaffi og likör; að því búnu var farið að dansa. — Skömmu áður en hætt var að dansa mælti lieuten- ant Carl v. Ellbrecht fyrir minni kvenna, og var það minni sem hin fyrri drukkið i kampavíni. En hvað þessir fjórir sein- ast töldu sögðu, munum vjer ekki orðrjett, en útá eitthvað af þessu fernu gekk það: satt eður ósatt, lof eour oflof. Kl. lítið yfir 12 fór landshöfðinginn heim með frú sinni; háyfirdómari L. Sveinbjörnson fór litlu áður, því frú hans var lasin heima. Kl. 1 fór yfirforinginn á „Diana“, en yfir- menn aðrirog offisérar voru eftir ásamt hornþeyturum. Kl. 3 var hátíðahaldið á enda og hætt við dans, og var þá heiðurs- gestunum sem eptir voru fylgt með horna- söng til strandar. Síðan hver heim til sín. Yfir samsætinu var af öllum viðstödd- um í einum rómi látið ágætlega. Sagt er að foringi og yfirmenn af „Diana“ hafi dáðst að veitingunum og hvað þeir skemtusérvel. Bæjarstjórnarfundur 19. maí. 1. mál var beiðni fra búendum í Þing- holtum um lengingu á Bergstaðastræti. J?. Kr. Friðriksson: „Þetta mál hefur áð- ur komið fyrir í bæjarstjórninni, og var þá frestað bæði af því að þá vantaði fje, og svo vantaði frá veganefndinni eins þá sem nú áætlun um, hvað sá vegur mundi kosta“. Dr. J. Jónassen: „Þeim var veitt- ur ádráttur að fá veginn i fyrra, þá pen- ingar væru til; vegurinn er bráðnauðsyn- legur og óþarfi að vita hvað hann kostar fyrirífam“. H. Kr. Fríðriksson: „Þar sem form. veganefndarinnar getur ekkert sagt, og hefur máske ekki enn gjört sér hug- mynd um hvað þessi vegalenging mun kosta, þá læt jeg hann vita það, að áður en jeg gef mitt atkvæði með þessari leug- ingu, þá verð jeg að fá að vita hvað það muni kosta, en það er ekki svo að skilja að jeg sje alveg á móti að lengja veginn ef fje er til, þegar veganefndin hefur gefið upp hvað hann mundi kosta“. 6. Gunnarsson: „Jeg álít sjálfsagt, að gjöra áætlun yfir hvað vegurinn muni kosta áður en farið er að búa hann til“. Dr. Jónassen: „Mjer finnst undarlegt að vera að þrefa um það hvað vegurinn muni kosta og merkilegt að bæjarstjórnin skuli ekki vita það“. H. Jónsson: „Jeg í- mynda mjer að veganefndin eigi að geta gefið bæjarstjórninni ljósa hugmynd um hvað þeir vegir mundu kosta, sem bæjar- búar eru að biðja um, og sem hún mælir með“. Sjera Þórh. Bjarnarson: „Jeg er á sama máli og fulltr. er seinast talaði, og mjer sýnist það ógjörlegt, þó það máske hafi verið venja áður hjá bæjarstjórninni, að láta eptir beiðni búa til vegarspotta austur og vestur, án þess að hafa hug- mynd um hvað þeir kosta fyrri en þeir eru búnir. Væri best að vísa þessu því fyr til veganefndarinnar að hún segi álit sitt um kostnaðinn“. Formaður: „Það hefur komið uppástunga að veganefndin gæfi upp hvað þessi vegaviðbót kostaði, en hjer er næst á dagskrá samkynja mál sem þá getur fylgst með“. 2. mál. Beiðni frá Gr. Gíslasyni í Ána- naustum um vegagjörð frá Bakkastíg heim að húsi hans. H.Jónsson: „Vjer verðum að gá að því að Reykjavík er stór — nær yfir stórt svæði í samanburði við íbúafjöld- snn, því það er óefað, að á jafnstóru svæði sem B,vik nær yfir þá væri rý nilegra. að hjer byggju fjörutíu þúsund, í staðinn fyrir ekki full fjögur þúsund. En það leiðir af því að vegagjörðir og viðhald þeirra, vatnsbóla fjöldinn, öll gatna ljós- kjerin (et c.) kosta svo mikið, að við verð- um sannarlega að fara að gjöra oss fyrir fram ljóst, hvað mikla peninga við getum til þess veitt hvers um sig, og vil jeg því stinga upp á því að skora á vega- nefndina að gefa bæjarstjórninni upp hvaða vegi og hvar í bænum hún ætlar sjer að endurbæta eður bæta við vega- spottum ár hvert, og leggja fyrir bæjar- stjórnina áreiðanlega sundurliðaða áætlun yfir hverja gjörð, eður nýja viðbót, hvað hún mundi kosta, því þá fyrst getur bæj- arstj. ákveðið, eftir að hafa yfirvegað hvað nauðsynlegast virðist það og það árið, hvað gjöra skuli svo lengi að þess árs á- ætlað fje hrekkur. Þessum báðum málum var vísað til veganefndarinnar, og á hana skorað að koma með áætlun á næsta fund hvað þessir vegir mundu kosta og hvaða nýar vegabætur hún hugsaði sjer að gjöra á yfirstandandi ári og áætlun um hvað þær kæmu til að kosta.____________(Framh.) Útgefandi: W. Ó. Breiðfjorð. Reykjavlk 1892. — FjelagBprentBmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.