Reykvíkingur - 01.08.1892, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.08.1892, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa Reykvfkings er nú hjá útgefanda, Aðal- stræti nr. 8, opin hvern virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefl sig fram. eykvíkingur Blaðið kemur út einu sinni i hverjum mánuði og kostar hjer i Bvik 1 kr. um árið, út um landið og erlendis burðar- gjald að auki. Borg- ist fyrir lok júli. II, 8. ígúst, 1892. Tíúmerið kostar 10 a. iskorun til þingmannsefnis Reykvíkinga. Með því, eins og Isafold segir kjósendun- um hjer, fanst fátt um fulltrúamennsku þá, sem þeir hafa átt við að búa á undanförnum þingum, frá því síðast var kosið, og sár- iðruðust eftir, að hafa sleft hinum marg- reynda ötula þingm. sínum yfirkennara H. Kr..Friðrikssyni, og vilja því íyrir hvern œun fá hann aftur, en engan annan. En þar það var alkunnugt, að hann ekki myndi gefa oss ko'st á sjer, utan hann vissi fyrir- fram, að það væri almenn ósk kjósendanna, þá var það að vjer tókumst á hendur, eftir ósk nokkurra málsmetandi bænda og borgara hjer í bænum, að semja áskorun til yíirkeiin- arans, og komast eptir, hvort það væri al- menn ósk kjósendanna að skora áhann, að bjóða sig fram og takast á hendur þing- mennsku fyrir okkur, og til þess að gjöra kjósendunum hægra fyrir. þá afrjeðum vjer í staðinn fyrir að tefja þá frá starfa sínum, að boða þá á fund, að láta áskorunina ganga á millum kjósendanna (og þar á meðal ritstj. ísafoldar) sem þá heima voru, og rit- uðu undir hana á einum degi 85 kjósendur, en þar eð menn voru þá óðum að fara í kaupavinnu, kom oss saman um, áður en menn almennt færu, að halda fund 24 júlí seinni part dags, tii að kjósa nefnd til að athenda yfirkennaranum áskorunina, og stóðu þá undir henni 125 kjósendanöfn; í nefnd- ina voru þessir kosnir í einu hljóði, af okkar fjölmennasta flokki bændanna vofu kosnir þessir tveir, Ámundi Ámundason í Hlíðarhúsum og Jón Magnússon í Bráðræði, af handiðnamanna flokknum skósmiður Raín Sigurðarson, af embættismanna Landlæknir Schierbeck og kaupmanna W. 0. Breiðfjörð. Sökum óveðurs og annríkis mættu einungis 40 kjósendur; samdægurs var áskorunin af- hent yfirkennaranum, og þakkaði hann fyrir það traust, sem kjósendur í Reykjavík sýndu sjer með þessari áskorun sinni, að þeir bæru til hans. Hann hefði nú þegar verið svo lengi hjer í bænum, og verið þvínær sam- fleitt í 38 ár viðriðinn málefni bæjarins, ýmist sem alþingismaður eður bæjarfulltrúi, að kjósendunir hlytu að þekkja þá stefnu, sero hann hefði fyigt í opinberum málum, og því væri nú óþarfi fyrir sig að lýsa skoðunurn sínum, hann hefði ávallt verið og væri gagnstæður öllum böndum á persón- legu frelsi manna og atvinnuvegum. Hann hefði ávalt fylgt sannfæringu sinni í þeim málum, sem hann hefði verið við riðinn, og ekki vikið þar frá, þegar hann hefði fengið vissu fyrir því, hvað rjettast væri og heppasælast í hverju málinu fyrir sig, málum þeim sem snert hefðu Reykjavík, og hann hefði haldið að bænum mætti verða til einhvers hagræðis eður framfara hefði hann sjerstaklega fylgt fram, eftir því sem hann hefði getað, á þeim alþingum sem hann hefði verið á, og svo mundi hann enn gjöra. Kaupm. W. O. Breiðfjörð gat þess að neínd- inni, sem kosin var að afhenda þessa áskorun, þetta maklega tiltrúar og heiðurs-skjal frá kjósendunum, hefði einnig af fundinum verið falið á liendur að framfylgja við fuiltrúann á sínum tíma áhugamálum kjósendanna. Yíirkennarinn kvaðst skyldi íaka með þökk- um þeim bendingum, sem hann væri sann- færður um, að miðuðu kjósendum sínum til framfara, heilla eður hagsmuna. E>á eru öll afskifti vor viðvíkjandi þessari áskorun sönn og rjett upptalin; og höfum vjer þar til vitnis fyrst þá, sem undir áskoruninni standa, og þarnæst hina, sem eru langtum fleiri, sem sáu hana og vildu rita nöfn sín undir, en þar þeir stóðu ekki á kjörskrá til aiþingis var það ekki leyft, og lýsum vjer því tilhæfulaus ósannindi það, sem i ísafold stendur (sem vjer munum hjer síðar nánara yfirvega) að hjer hafi verið viðhaft pukur eður laum. Vor afskifti í þessu máli voru þau, að byrja nú að sameina hina sundur- lausu þræði í eitt færi, það er að segja, minna kjósendurnar á, að nota rjett sinn og sýna, hvað hinn kosningarbæri fjöldi vildi, því hann á að ráða hver er kosinn alþingis- maður, og hverjir verða framvegis bæjar- j fulltrúar o. s. frv., en ekki ísafoldar-björn einn, eins og áður hefur verið. ísafoldar-björn með pukrið. í 58. og 60. tölubl. Isafoldar hamast ritstjórinn undir yfirskriftinni „Kjörveiði-brall", og kallar

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.