Reykvíkingur - 01.10.1892, Side 1

Reykvíkingur - 01.10.1892, Side 1
Afgrei ð slus t ofa Eeykvikings er nú hjá ktgefanda, Aðal- stræti nr. 8, opin hvern virkan dag allan. Nýir kanp- endur gefl sig fram. Reykvíkingur Blaðið kemur út einu sinnii hverjum mánuði og kostar hjer 1 Evik 1 kr. um árið, út um landið og erlendis hurðar- gjald að auki. Borg- ist fyrir lok júli. 11,10. Oktöber, 1893. ííúmerið kostar 10 a. Heiðursreizla fyrir Hoygaard. Eftir tillögu nokkurra bæjarmanna var hjer haldin 29. sept. á „Hótel Reykjavík“ veizla til heiðurs Hovgaard að skilnaði; rjettirnir voru sem vant er á því hótelli, sjerlega góðir, borðbúnaðurinn nú og frammi- staða í bezta lagi; vínið, sumar sortirnar, í meðallagi, en matarseðlarnir, sem vant er, hrein afmán úr ruddalegum gráhvítum um- búðapappír, og stafagjörðin á honum sem á hrossaauglýsingum um aldamótin; seinasti rjetturinn, sem stóð á matarseðlinum, kom aldrei, enda mundu fáir hafa haft lyst á honum, því hann hjet: „preutsmiðja ísafoldar 1892“. Landshöfðinginn mælti fyrir skál heiðurs- gestsins, og fór mörgum fögrum orðum um hans ljúfmennsku, lipurð, kjark og hug- rekki, sem strandferðaskipstjóra seinast lið- in 3 ár. Hovgaard þakkaði fyrir skálina og mælti aptur fyrir skál íslands, óskaði því allrar lukku og blessunar nú og í fram- tíðinni; hann gat þess sjerstaklega, hvað sjer hefði liðið hjer vel, og hvað hann hefði kunnað vel við íslendinga, æðri sem lægri, og t. d. um almúgann, hina mörgu farþega, sem hann hefði ástundum haft, gæti hann sagt með sanni, að þeir hefðu verið sjer mjög auðsveipir, og látið undir eins að orð- um sínum, enda hefði hann aldrei fundið að við þá með „barbariskum“ þjósti, því það væri sín sannfæring, að það dygði ekki við íslendinga (alveg rjett). Og viðvikjandi sínum væntanlega eptirmanni, lautenant Qarde, þá gæti hann sagt, að hann væri ljúfmenni, og mikið hugrakkur og þrautgóð- ur í hinni mestu hættu; hann mundi verða afhaldinn af íslendingum engu síður en hann. B. M. ólsen mælti fyrir skál konu Hov- gaards, og ýmsar fleiri skálar voru tæmdar, sem hinir og þessir töluðu fyrir, bæði á ís- lensku og dönsku, því heiðursgesturinn Hovgaard sagðist skilja vel, þó íslenska væri töluð, og er það stór furða; og enn nú meiri undrun er það, hvað hann hefur náð Ijósri þekkingu á þjóðarháttum vorum, enn það mun, sem von er, mikið að þakka dr. B. M. Ólsen, sem er mikill vinur hans, og hefur verið honum hjer mjög handgenginn. Ekki eru ofmargir Danir, sem þekkja okkur rjett, og því er með sanni að segja, að herra Hovgaard gjörir minkun þeim Dönum, sem búnir eru að vera hjer fjórum sinnum fleiri ár í förum, en skilja þó ekki eitt orð í ís- lensku, og því síður hið minnsta i þjóðar- háttum vorum, — en herra Hovgaard er heldur engin drumbur, nje farþegagrýla. Allar ræður í veizlunni gengu sem von var út á lof um Hovgaard og hans stöðu viðkomandi, á meðan hann var hjer strand- ferðaskipstjóri, og var það maklegt; því hin seinustu 2 árin, eður síðan hann lærði að þekkja okkur rjett og við hann, þá hef- ur hann verið sá skylduræknasti, ástúðleg- asti og ötulasti strandferðaskipstjóri, sem vjer þekkjum. 0g hinn ljósasti vottur um valmennsku hans er það, hvað hann nú seinustu 2 árin hefur verið nærgætinn við fátækan almúga í lestinni, sem ferðast hefur með honum; því er svo sár söknuður að hon- um, sem lipru valmenni, og svo hefur hann sýnt það hjer, að hann hræðist hvorki þoku; blindsker, ís, nje stóra fellibilji (Orkaner). Yjer óskum hans eftirmanni, lautenant Oarde, að hann að skilnaði fái sama vitnis- burð hjá okkur. Það virðist sorgleg tilhögun, að einmitt strandferðaskipstjórunum, sem þurfa mest að umgangast þjóðina, skuli vera kippt í burtu þegar þeir eru farnir að þekkja okkur rjett og við þá, og óþekktir settir í staðinn; það er stórtjón fyrir þjóðina. Og þó því sje þannig niðurraðað af stjórninni dönsku, þá er það sama tjónið, því hvað góðir menn sem þeir nýju eru. þá eru þeir þó sem aðr- ir Danir, og Danir þeir er fyrst koma hing- að, þekkja okkur minnst af öllum norðlæg- um þjóðum (að undanteknum Grænlending- um), nema máske af einhverjum munnmæla- sögum og óljósri ímyndun, sem gjörir eng- in deili á okkur og Skrælingjum. Þessu til sönnunar viljum vjer hjer tilgreina fáein dæmi, sem vjer vitum að eru sönn. Árið 1885 var íslendingur N. samferða dönskum stúdent D. frá Englandi til Kaup- mannahafnar. Á leiðinni spurði D., hvort íslendingar í hörðum vetrum hryndu ekki niður hrönnum saman úr hungri, þegar þeir

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.