Reykvíkingur - 01.10.1892, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.10.1892, Blaðsíða 4
40 sjálfur biskupinn, víst til að vígja húsið sjer til sigurs, og svo kröptug átti vígslan að verða, að engin óvættur gætiþarnærrikomið. Nú byrjaði orrustan. Séra Jóh. Þorkelsson dró fyrst úr slíðrum sinn pólitíska korða, en það var undireins auðsjeð, að hann var því starfi alóvanur. Reyndar lofaði hann öllu fögru, en fór ekkert út í sjálf málin, nema um afnám biskups yfirmanns sins, þar um var hann skorinorður, sagði biskupsemb. vera al-óþarft, og ætti það því sem fyrst að leggjast niður. Að því búnu kenndu menn sáran í brjóst um aumingja guðsmanninn á rangri hyllu, og var hans ekki freistað framar með fyrirspurnum. Stje þá yfirkennari H. Kr. Priðriksson á ræðupall- inn, og var sem „elektrisk" hreyfing kæmi á áheyr- endur. Skýrði hann ljðst og vel frá hverri stefnu hann mnndi fylgja á þingi, í höfuðmálunum, og Býnd- ust allir ánægðir þar yfir, utan ísafoldar-björn, sem snjeri nálega út úr hverju orði yfirkennanans, og var að því komið, að fundarmenn gjörðu honum tvo kosti að þegja eður hann yrði látinn út. Alþingis- ræður yfirkennarans og nefndarálit frá 1885 rang- færði Björn svo hroðalega, að yfirkennarinn heimtaði þingtiðindin sðtt, og varð ísaf.b. þá í heyranda hljóði að kingja öllu niður, og þá fyrst ,slumaði‘ í karli. IJm kl. 10 stje séra Jóhann á ræðupallinn aptur, en þá fóru allflestir út. Að því búnu var fundi slitið, og gengu þá borgarmenn almennt til hvílu, nema Björns- liðar, er sátu á ráðstefnu alla nóttina og í aftur- eldingunni sáust af þeim tveir og tveir á veiðum upp um Þingholt og í úthverfum bæjarins. Kl. 12 var kjörfundurinn settur, og hafði þá ísafoldar-björn fyllt þingsalskompuna, er tekur um 50 manns, með liði sínu, ensjálfur æddi hann hamförum gegnum fylkingarnar fyrir utan, en varð hvergi ágengt, og ekkert kom nú á krók hans. Sem kunnugt er, varð vinur vor, ísafoldar-björn að sætta sig við það, að hans kandi- dat, séra Jóhann, varð ekki nema liðugur hálfdrætt- ingur við keppinaut sinn, þar sem hann fjekk 56 atkv. en yfirkennarinn 101 — Þannig hafa nú Keyk- víkingar í fyrsta sinni drongilega hrundið af sjer því ámæli, sem á þeim hefur legið um langan tíma, að þeir væru áhugalausir og sofandi í pólitískum málum, því nú sýndu þeir við alþingiskosninguna, hvað var þeirra eigin meining og frjáls-vilji, enda unnu þeir hinn frægasta sigur á mótflokknum, en ísafold- arbjörn með sína fylgifiska hrepti neyðarlegustu ófarir; ekki einungis fyrir það, að hans kandídatar urðu svona herfilega undir, því það getur verið í fyllsta máta ærlegt, heldur fyrir það, að hafa rótast og bölsótast með allra handa gífuryrðum og nafna- giftum, eins og ísafoldarbjörn gjörði i sumar, ein- ungis af því, að honum var nú ekki liðið, á tólftu stundu, að valdbjóða kjósendunum hjer sinn vilja í þingmannskosningunni. Enda hafa öll hin önnur kjördæmi, þar sem hann hefur slett sjer fram í al- þingiskosningarnar, einmitt sem Reykjavík farið þvert ofan í hans tillögur, og kosið þá sem hann úthúð- aði mest, en kastað þeim sem hann lofaði. „Jeg kýs heldur last þitt en lof“, sagði ritstj. ísafoldar í sum- ar um vissa tegund blaða; hið sama segja nú um ísafold allir þeir kandídatar, sem fjellu einungis fyrir hennar lof og meðmæli, og eins hinir, sem unnu sigur, mest fyrir það að ísafold lastaði þá. Þegar búið var að kjósa í Borgarfjarðarsýslu, sagði einn: „Ekki er ein bára stök fyrir ísafoldarbirni", og þeg- búið var að kjósa í Árnessýslu var sagt: „Já, — ekki batnar Birni enn banakringluverkurinn". Hvað sagt var þegar presturinn í Rangárvallasýslu varð undir í kosningunum, vitum vjer enn ekki, enn það er ofur skiljanlegt, þeim Bem þekkja ísafoldarbjörn rjett, að honum getur naumlega gengið annað til, enn einhverjar ó........ eiginhvatir og drottnunar- girni, drifnav af hans gamla ofstopalega ritmáta, undir grímuklæddri fóðurlandsást, að Iasta og út- húða flestum þeim kandidötum sem hann ekki bendir á sjálfur. Það er sama sem hann segði við kjósendurna: „Þið, bjánarnir ykkar, ætlið þið að voga að velja þann til alþingis sem ykkur sýnist ? Nei, — þið verðið að velja þann, sem jeg af visdómi mínum mildileg- ast vil benda ykkur á“! Þó þess háttar gengist hjer við fyrir 10—20 árum, þá getur það ekki gengið nú, og það er áþreifanlega órækt upprofsmerki hjá þjóð- inni, að hún er nú að hyrja að hugsa og álykta sjálf, og lætur ekki lengur teyma sig í einteymings- hlekkjamúlum einstakra drottnunargjarnra ofstopa, blint í ófærur, — hvernig hún svaraði tillögum ísa- foldarbjörns við alþingiskosningarnar nú í haust, og heiður sje þeim Reykjavíkurbúum, sem liðu nú ekki Isafoldarbirni að feija sig, eins og áður, heldur fundu sjálfir vaðið. Eundur sá, sem kaupmaður W. Ó. Breiðfjörð boð- aði hjer til að ræða eður reyna að koma sjer saman um, hvar fje skyldi fá til gufuháta-kaupa á Faxa- flóa og Breiðafirði, varð ekki haldinn sökum ann- ríkis bæjarbúa um þær mundir, en reynt mun verða að kalla hjer saman fund um sama efni eptir að „Laura“ er nú farin, eður seinni hluta þessa mán- aðar. Slökkvitólin hjer. Nú hafa allar sprauturnar verið hreinsaðar, smurðar og eptirlitnar í sumar, og eru þær nú í svo góðu standi sem unt er. Áformað er að æfingar verði haldnar, að minnsta kosti ein fyrir útgöngu þessa mánaðar, og verður það seinna nánara tilkynt liðinu og tiltekinn dagur og stund, með tilkynningu í blöðunum, uppfestum auglýsingum á húsahornum og loks með lúðrablástri um allan bæinn, rjett áður en æfingin byrjar. Menn, sem eru viðstaddir, eru vinsamlega áminntir um að mæta, þvi hver sem óforfallaður ekki mætir, verður tafarlaust kærðnr fyrir lögreglustjóra. Nú hætti póstmeistarinn gráu ofan á svart, með því að láta „Laura" fara seinast kl. 3 um nóttina fyrir hinn ákveðna fardag. Það er annars vonandi og nauðsyn, að þingið næst (ef þessu fer fram), mæli póstmeistaraembættið eptir sama mælikvarða sem bankastjórnarstörfin, því okkar strjálu sambönd við önnur lönd mega ekki líða við það að póstmeistar- anuin sje liðið að hafa annarlegan starfa (vöruaf- greiðslu póstskipanna) á hendi. Sökum rúmleysis og vantandi upplýs- inga verðum vjer að láta bíða nú að tala um sótaragjaldið. Útgefandi: W. Ó. Breidfjörð. Reykjavlk 1892. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.