Reykvíkingur - 01.11.1892, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 01.11.1892, Blaðsíða 2
42 fjörðunum, og þrátt fyrir þetta stóra tap, sem vér mundum hafa kallað þetta, þá hélt hún þó alein gufuskipa- og gufubátasamgöngunum áfram, og þjóð- in horfði aðgerðarlaus á, þangað til 1850, að félag eitt í Bergen hyrjaði með eitt gufuskip, og það var fyrst 1854, að stjórnin dró sig til baka með strand- ferðirnar og afhenti þjóðinni „driftina“ með þessum orðum: „Nú eru gufubátaferðirnar farnar að borga sig fyrir oss, og því heldur ættu þær að borga sig fyrir hvert prívat-félag. Taki þið nú við“. Þegar nú að norska stjórnin var búin að brúka stórfje til að „brjóta ísinn" og opna augun á þjóð- inni, fyrst alein í 23 ár og svo fjögur ár með Bergens- fjelaginu = 27 ár, þá mundum vjer ímynda okkur, j að hún skipti sér ekki af því meira. Já, því miður kvaðst hann ekki hafa skýrslu um tillagið fyr en 1889, þá styrkti stjórnin gufuskipa og gufubátasamgöng- urnar moð 437,000 kr. og þá voru samgöngu-gufu- skip í Noregi orðin 80 að tölu. Samkvæmt þessu dæmi Norðmanna sagði hann að það væri hið eðli- legasta og sjálfsagða, að þingið hjer horfði nú ekki lengur í þá kostnaðar-grýlu ár eftir ár, að opna hjer innlendar samgöngur með gufubátum. H. Iir. Friðriksson kvaðst búast við að mál þetta kæmi fyrir á næsta þingi, og hann myndi, ! þrátt fyrir það, þó hann ekki væri með öllu sam- dóma þeim skoðunum, sem virtust nú vera ofan á í gufubátamálinu, verða þó málinu hlynntur á þingi, þar sem hann væri sannfærður um, að það væri vilji almennings að fá því framgengt. Bn var á sama máli sem H. Jónsson, að einhver kaupmaður ætti að taka að sjer gufubátakaupin og bjóst hann við jafn- vel áður en vetur þessi væri úti, að tilboð myndi koma frá einstökum kaupm., að halda úti gufubát hjer á Faxaflóa eftir næsta þing; báturinn yrði að vera nokkuð stór svo framt að hann ætti að verða að verulegum notum; annars væri það ekki nema kák o. s. frv. Halldór Jónsson gat þess að nú lægju fýrir3000 kr. frá síðasta þingi ásamt 1000 kr. sem hlutaðeig- andi sýslufjelög ættu að greiða. Mundi því hægra að fá einhvern að annast um gufubátakaupin, þar hann ætti von á þessum styrk o. s. frv. Uppástun/ja kom frá kaupm. W. Ó. Breiðfjörð, að kosin yrði þriggja manna nefnd, til þess að flýta fyrir málinu og koma því í sem greiðast horf, en þar sem menn voru eigi vel búnir undir slíka kosningu og mönnum vóru ókunnar skoðanir þeirra sem kynnu að verða kosnir, fól fundurinn í einu hljóði W. Ó- Breiðfjörð að útvega með sjer 2 menn, er stuðluðu að því að fremsta megni að gufubátur fengist sem allra fyrst, sem hjeldi uppi ferðum á Baxaflóa. Það var undr- un að þingmaður Mýramanna mætti ekki, en var þó hjer í bænum. Fundi slitið. 3. þ. m. hjelt sýslun. í Gullbr.- og Kjósarsýslu fund. Og var þá ákveðið að veita fje(enhvað mik- ið fer tvennum sögunum) til gufubáts hjer á Faxa- flóa, en þó fyllilega svo mikið að landssjóðstillagið fengist, efBorgarfj. ogMýrasýsla og Reykjavíkurbær gjörðu hið sama (sem vart er að efa), og er það mjög gleðilegt að heyra. Daginn sem vjer hjeldum gufubátsfundinn, stóð all-löng grein í ísafold frá rit- stjóranum, um gufubátamálið, eptir að hann hafði ekki hreyft því í fleiri ár, og erum vjer honum hjart- anlega þakklátir fyrir að hreyfa nú við þessu vel- ferðarmáli, og vonum hann haldi því áfram. En furðu djarfyrtur íinnst oss hann þó vera í enda greinarinnar, þar sem oss skilst, að hann kalli þá alla magnlausa græningja, sem ógjörlegt sje að bendla sig við, sem hreyfðu á undan oss við gufubátamál- iuu. Hann var þó áður sjálfur einn af höfuð-for- göngumönnum gufubátsius á Faxaflóa, sem aldrei kom. Máske að hann meini „magnlaus græningi" einungis til sjálfs sín? Sje svo, erum vjer honum hjartanlega samdóma, og svo munu 'fleiri vera. Ritstjórinn. Cæjarstjórnarfundur 15. sept. 1. mál. Áætlun um tekjur og gjöld bæjarins 1893 var til fyrri umræðu, og var ákveðið að þetta áætlunarfrumvarp skyldi ganga á millum fulltrúanna til næsta fundar. — 2. Formaður bar fram uppá- stungu fjárhagsnefndarinnar, að bærinn ljeti nú um- girða og ræsa fram sjerstakt svæði fyrir kúahaga í landi bæjarins, og var þar til nefnd Kringlumýrin; og voru kosnir til að búa málið undir næsta fund: H. Kr. Fr., Þórh. og Jón Jensson. (Yjer hreyfðum fyrstir því, að nauðsyn væri að umgirða og ræsa fram svæði í landi bæjarins fyrir kúahaga og nefnd- um til Vatnsmýrina; sbr. sept. bl. Keykvíkings, at- hugasemd við bæjarstjórnarf. 17. ágúst). — 3. Form. vakti máls á þvi að framhaldið yrði í vetur að um- j girða kálgarðastæði á melunum handa fátæklingum, sbr. fundina 17. des. og 18. febrúar í vetur er !eið; mál- inu frestað til næsta fundar. — 4. Jóu Magnússon í Bráðræði bað um c. 2 engjadagslattur, til rækt- uuar við Eiðstjörn. Ákveðið að skoða hið umbeðna svæði. — 5. Beiðni um nýja lukt í Túngötu (upp undir Landakoti) frá Guðrúnu Halldórsdóttur, og var þvi vísað til álita veganefndarinnar. — 6. Eptir beiðni ekkjufrú Steinunnar Thorarensen og Ólínu ekkju Sigurðar sál. fornfræðings, var þeim báðum eptir- geíið hálft aukaútsvar, er mönnum þeirra sál. var gjört þ. á. — 7. Brunabótavirðingar: 1. hús Ás- mundar Sveinssonar í Þingh.st. kr. 6972 og hús kaupm. Jóns Þúrðarsonar sama str. kr. 3000. — 8. Dregið út til útborgunar af skuldabrjefum kaup- staðarins frá Lauganes kaupunum nr. 16. 2. Sam- þykkt að leyfa mætti slægjur í Kringlumýrinni. Bæjarfógeta falið að veita leyfið. — J. Jensson og G. Gunnarsson ekki á fundi. Aukaíundur í bæjarstjórniimi 24. sept. 1. mál. Áætiun um tekjur og gjöld bæjarsjóðs 1893. Eptir að áætlunin hafði gengið millum full- trúanna frá seinasta fundi, var hún nú við síðari um- 1 ræðu samþykkt með litlum breytingum. Öll áætlun- in fyrir árið sem kemur (1893) er kr. 32367,05 þar i af eru aukaútsvörin kr. 18056,80, en öll áætlunin j var í fyrra kr. 32039,82, þar af voru aukaútsvör ; kr. 17585,75. Allt svo eru nú aukaútsvörin kr. 471,05 meiri en í fyrra. En áætlunin öll nú kr. 327,20 hærri en í fyrra. — 2. Ókeypis kennsla í barnaskólanum var veitt að öllu leyti nú í vetur 17 börnum, og öðrum 17 að hálfu leyti. — 3. Sam- kvæmt skriflegri tillögu kúahaganefndarinnar, sbr. seinasta fund, var nú samþykkt, að Kringlumýrin verði á yfirstandandi hausti girt og þurkuð með skurðum fyrir kúahaga, og að taka allt að 1000 kr. lán með leyfi landshöfðíngja til að framkvæma með þetta verk, og að hagatollur kúa verði hæfilega hækkaður, þegar þetta er fullgjört. Allmiklar ræð- ur urðu um það, hvernig ætti að láta fátæklinga verða aðnjótandi vinnunnar, þannig að hver fengi borgun eptir því sem hann ynni, þangað til Halldór

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.