Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 2
18 ari í Landsyfirréttinum. Á þingunum 1853, 1855, 1857, 1859 sat hann sem konungkjörinn þing- maður. 1860 fór hann alfari frá íslandi og varð þá assessor í Landsyfirdóminum í Vébjörgum. Assessor í landsyfirdómi Kaupmannahafnar varð hann 1868 og 1871 varð hann assessor í hæsta- rétti, en fékk lausn frá þvi embættí 1888 með fullum launum og vottaði konungur honum þá sérlegt þakklæti fyrir dygga embættisþjónustu, og hafði Finsen enda löngu fyrri og margopt feingið merki þess, að stjórnin bar traust til hans, svo sem kanselliráðsnafnbót, riddarakross dannebrogsorðunnar, þá heiðursmerki danne- brogsmanna, þá kommandörkross ens óæðra stigs og síðan kommandörkross en æðra stigs. Á fjögur hundraða ára hátíð Kaupmannahafnar- háskóla var hann kosinn Dr. juris í sæmdar- skyni. Frá Oxnafurðuháskóla var honum og í fyrra sumar (1890) gert tilboð um að gerast Dr. Legum, og teljum vér það mikla sæmd bæði af þvi, að sá háskóli er harla virðulegur og ekki ör á nafnbótum út í bláinn, hins og annars, að það er æðsta nafnabót háskólans, og aldrei boðin íslendingi fyrri. f>ess skal getið að Dr. Finsen var 1871 af konungi skipaður í nefnd til þess að gera uppástungur um gufu- skipaferðir kringum ísland og var hann for- maður nefndarinnar; er líklegt að hann hafi átt æðimikinn þátt í að þær komust á. þ>að er sjálfsagt, að altaf er tekið eptir ís- lenzkum manni, sem kemst til svo mikilla virð- inga, að vera skipað sæti sem dómanda í æðsta dómstóli ríkisins, sem og eru einsdæmi um ís- lending og teljum vér það ærinn sæmdarauka, en hitt þykir oss og harla sæmilegt að Dr. Finsen hefir nú á þessari öld haldið uppi fróð- leiks og vísindamerki ættarinnar, sem þeir hófu og héldu upp hver fram af öðrum á síðast lið- inni öld séra Jón í Hítardal, Finnur biskup og Hannes biskup. Jafnframt því, sem Dr. Finsen þegar á unga aldri tók að rita um Grágás, hóf hann að búa undir nýja útgáfu af Konungsbók Grágásar og byrjaði hún að koma út 1850, en lokið var henni 1870 og fylgdi dönsk þýðing. J>rem árum síðar ritaði hann um hin íslenzku þjóðveldislög í Aarböger for nord. Oldkyndighed (1873), og er sú ritgjörð einkum um nokkur ágreiningsatriði milli hans og Maurers. 1879 kom út útgáfa hans af Staðarhólsbók Grágásar •og 1883 þeir kaflar úr Grágás ásamt Kristinrétti hinum forna, er til eru í ýmsum öðrum handrit- um, og fylgir því bindi mikið orðasafn og fróð- legt ásamt samanburðaryfirliti skinnbókanna. |>ar með er útgáfu Grágásar lokið frá hans hendi og ætlum vér að þar sé ekki miklu við að bæta, og svo segja vitrir menn, að útgáfur þessar sé fyrirtaksnákvæmar, enda teljum vér merkilegt að lögfræðingur um 1850 hafði auga fyrir því, að sýna bönd eða skammstafanir skinnbóka í útgáfu, enda munu menn ekki bæta sig á þvi, að ætla að gefa út þessar sömu skinnbækur með almennu prentletri hér eptir. Hið eina sem eptir gæti verið, er að Ijósprenta þær, þegar menn eru orðnir svo auðugir að það sé hægt. Hið síðasta rit Finsens er um hið upprunalega skipulag nokk- urra stofnana á þjóðveldistímunum á íslandi, og kom það út í ritum vísiridafélagsins danska 1888, en í því félagi hefir Finsen verið um mart ár, og til félaga þar eru menn einungis teknir í virðingar og sæmdar skyni. Nú er hann að starfa að íslenzkri réttarsögu að fornu. Á ýngri árum var Finsen eins og margir góðir menn aðrir, með í því að gefa út Ný Fé- lagsrit og skrifaði þar um kviðdóma, en að öðru leyti hefir hann farið svo varlega í stjórnmálum að það verður ekki með vissu sagt hvorum megin hann hefir verið. En íslenzkur lagamaður mun hann mestur núlifandi manna og þar til rniin hann vera allíslenzkur í skapi um marga hluti. Hann hefir hvervetna verið vel virður fyrir lær- dóm, gætni og festu. Finsen er einmitt í ár 50 | ára stúdent og teljum vér þvi vel tilfallið að láta blað vort einmitt nú hafa meðferðis mynd af honum1). Hvarf síra Odds frá Miklabæ. (pjóðsaga). 2) I. Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa; glymja járn við jörðu, ‘) Af þeim 6 stúdentum, sem útskrifuðust frá Bessa- staðaskóla 1841 eru fjórir enn á lífi, þ. e. Finsen, séra þor- kell Eyjólfsson á Staðastað, séra Jó’nann Briem í Hruna og séra Tómas þorsteinsson á Brúarlandi. 2) J>ess skal getið, að jeg hef alls ekki fylgt því, er stendur í sögusafni Jóns Árnasonar, né öðrum skrifuðum frásögnum, um atburð þennan, heldur hef j eg að eins farið eptir munnmælum, sem jeg hef heyrt sjálfur, bæði af Skag- firðingum og öðrum, E. B.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.