Sunnanfari - 01.09.1893, Qupperneq 3

Sunnanfari - 01.09.1893, Qupperneq 3
19 gætileg-a, að systurdóttir hans væri í þíngum við einhvern karlmann. Presturinn var að raka sig þegar konan kom inn til hans með þessar fréttir. Honurn varð heldur en ekki hverft við; hann stóð eins og steini lostinn og gat í fyrsta svipinn hvorki hugsað eða talað. En svo hrópaði hann upp yfir sig: »þ>að er ekki satt, þú lýgur þessu, Melanie«. Konan studdi hendinni á brjóst sér og sagði ofur hátíðlega: »Skammi mig ef eg segi það ekki satt, prestur góður. þ>ér getið verið viss um, að hún fer á hverju einasta kveldi að finna hann, þegar hún systir yðar er háttuð. f>au hittast niður við ána. ý>ér getið sjálfir geingið þángað niður eptir milli tíu og tólf og séð það með yðar eigin augum.« Hann hætti að klóra sér á hökunni, en fór að gánga um gólfið, eins og hann var vanur, ef hann hafði eitthvað alvarlegt um að hugsa. Hann var ákaflega fasmikill og greiðstígur. Svo þegar hann ætlaði að fara að raka sig aptur, skar hann sig á hnifnum þrem sinnum. Hann talaði ekki eitt einasta orð allan dag- inn, reiðin og gremjan var svo mikil niðri fyrir. Hann var fyrst og fremst stórreiður þessari ást, sem eingu tauti verður við komið, og svo var þetta hvorki meira né minna en systur- dóttir hans, sem hann hafði tekið að sér að gæta og geyma fyrir tímanlegri og eilífri ófar- sæld; það var hún sem hafði þessi svik í frammi við hann. jþað bjó í honum sama eigingjarna gremjan eins og foreldrunum, þegar dóttir þeirra segir þeim að hún hafi heitið manni eiginorði, án vilja þeirra og vitundar. þegar hann hafði snætt kveldverð sinn tók hann sér bók og reyndi til að lesa í henni, en honiun var það ómögulegt að hafa hugann við það, sem hann var að lesa um; þó gremjan sljákkaði í honum við og við, þá kom hún þó aptur og aptur, hvað eptir annað. Klukkan sló tíu, og þá þreif hann gaungustafinn sinn, stór- eflis eikar lurk, sem hann var vanur að gánga við þegar hann fór út á næturþeli til þess að vitja sjúkra. Hann horfði á bareflið í höndum sér, sveiflaði því í kríngum sig og glotti. Svo stóð hann hvatlega upp, nísti tönnum og þeytti frá sjer stafnum og lenti hann.í bakinu á stól einum, er þar var í herberginu, en hann hafði kastað honum með svo miklu afli að bakið í stólnum brotnaði og datt niður á gólfið. Hann lauk upp hurðinni og ætlaði að gánga út, en nam staðar fullur undrunar á þröskuldinum, því á móti honum skein túnglsljósið og þótti honum sem hann hefði sjaldan eða aldrei séð það jafnfagurt. Hann sem var vanstiltur og ofsafeinginn í geði, á líkan hátt og ætla má að kirkjufeðurnir hafi verið það, hann viknaði nú við og varð klökkur af hinni dýrðlegu, fölleitu fegurð næt- urinnar. Túnglskinið laugaði aldingarðinn hans í hvítu ljósi, ávaxtatrén, er stóðu i beinum röðum vörp- uðu frá sér skuggum eptir gaungunum fram með þeim, geitblómin, er vöfðu sig upp að múr- veggnum báru um garðinn ylmsæta ángan í aptanblænum. Hann andaði að sér ylmnum með laungum og djúpum andardrætti, hann teygaði í sig loptið eins og ölvaður maður drekkur vín; svo gekk hann hægt áfram, frá sér numinn af fegurðinni; hann var rétt búinn að gleyma henni systurdóttur sinni. Hann gekk út úr garðinum út á götuna; fyrir framan hann var rennisléttur bali og lék túnglsljósið um hann allan með þýðum, kjass- andi blíðubrögðum. Presturinn nam staðar og undraðist. Froskarnir ráku við og við upp málm- hvell hljóð. Næturgalinu saung áleingdar saung- inn sinn, dillandi draumvöku tóna, sem fæla burtu hugsanir manna, þessa léttu titrandi tóna er virðast vera ætlaðir til undirsaungs í kossa- leik á töfrandi túnglskinsnóttum. Presturinn hélt áfram gaungu sinni, en það var eins og hann brysti hug, hann vissi ekki hvers vegna. Hann varð snögglega svo þreyttur og máttvana. Hann hefði fúslega viljað setjast niður, sitja kyr á sama stað, horfa á handaverk drottins og vegsama hann. Ain, sem ekki var annað en stór lækur, rann í bugðum þar niður frá, en á bakkanum var laung röð af espitrjám. þ>okulæða, hvítleit gufa, silfurljómandi af túnglsljósinu hjúpaði bakk- ana og ána eins og gagnsærri bómullar blæju. Presturinn staðnæmdist ennþá einu sinni, hann gat ekki að því gert, honum var svo heitt um hjartaræturnar.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.