Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 2
66 og taldi Ari sér þá tvö hundruð hundraða í jörðum og önnur tvö hundruð hundraða í lausafé, en biskup taldi dóttur sinni hundrað hundraða og tuttugu hundruð betur í jörðum og tíutigi hundraða í öðrum fjám, en því lét biskup Ara lofa *að vera börnum herra Guðbrands til styrks og forsvars utanlands og innan, hvað honum er mögulegt og við hverja, sem er að eiga, að fráteknum hans systkinum.« Ari og Kristín bjuggu í Ogri í Isafirði, en höfðu þó um hríð annað bú á Reykhólum eptir að hann keypti þá 1601 og þar til Magnús sonur þeirra fékk þá 1620. Héldu þau sig mjög til höfðingsskapar um alt og gerðist Ari snemma sýslumaður í Stranda og Isafjarðarsýslu og hélt þeim til dauðadags; hann kvað og framan af hafa haldið Barðastrandarsýslu; auk þess hafði hann umboð yfir Strandajörðum, ísafjarðarsýslujörðum, bæði Aðalvikurjörðum og öðrum, svo og yfir Barða. strandarsýslujörðum. Séra Jón sonur hans segir að hann hafi haft »forráð fimtíu kongsins jarða« og haft »tvær sýslur« og verið »sextíu ár sýslu- mann,« og hefir hann því orðið sýslumaður Stranda- manna tveim árum áður enn hann kvæntist, þegar hann hafði einn um tvítugt.J) Sem yfirvald var Ari meiri skörungur en menn vita dæmi til á voru landi í þá daga, og kom röggsemi hans bezt fram 1615, þegar spanski trantaralýðurinn óð yfir bygðir á Vestfjörðum með ránum og þjófnaði og öðrum ójafnaði. Nefndi Ari þá ena beztu menn { dóm, er dæmdi þá réttdræpa hvar sem stæði, sem síðar var staðfest á alþingi; fór Ari þvi næst að þessum piltum með sínum mönnum og lét drepa 18 þeirra 1 Æðey og á Sandeyri; var þá þungbúið veður og ábúðarmikið og laust eldingum í fjöll; telur Jón lærði það reiðiteikn frá guði til Ara, en Ari taldi það sigurmerki og eggjaði með þvi sina menn. þrettán voru og enn drepnir á Dýrafirði. Ari var mestur maður vexti á Islandi um sína daga annar en Oddur biskup Einarsson, nær hálfri fjórðu alin að hæð, og báru þeir höfuð yfir allan þingbeim. Hann var allra manna karlmannlegastur og göfuglegastur á velli, og höfðingi i sjón og raun, og var það tilviljun ein bæði 1606 og 1619 að hann varð ekki Iögmaður, því að í iögmannskjörum var hann í bæði skiptin, enda var hann mestur höfuðskörungur til þess starfa. Hann var heldur en ekki mikill fyrir sér og rikur í héraði, og sat yfir hvers manns hlut og var hlutdeilinn. Hann var stórauðugur, fégjarn og féfastur, en rausnar- maður þegar i það fór. En viðsjáll maður var hann, og aldrei varð hann Guðbrandi biskupi tryggur vinur né hans fólki, þótt hann lofaði því þegar hann fékk Kristínar. Hann situr sjálfur i dóm- inum með öðrum fleirum 1620, þegar þeir dæma embætti Guðbrands biskups á konungs náð, og ’) Reyndar vitum vér elcki að svo stöddu önnur rök fyrir sýsíumensku Ara fyrri en að Herluff Daa veitir honum Strandasýslu 1. Júlí 1607 og ísafjarðarssýslu 1. Júlí 1608, báðar uppá Hfstið (hdr. safn MSt. 27. 4to). átti þó að mæta af hendi biskups sem svaramaður hans, og mátti þó vita það vel, að fátt mundi Krist- ínu husfreyju hafa fallið þyngra en að faðir hennar nær áttræður yrði fyrir svo mikilli vanvirðu. Ekki vildi Guðbrandur biskup né Haldóra dóttir hans heldur íhlutun Ara um staðarráð á Hólum 1626, þegar biskup var kominn í kör, og gera ætlaði Ari börn Páls Guðbrandssonar aTÍiaus eptir lát biskups 1627, þótt það tækist ekki, og þótt það færi þvert ofan í loforð hans á giptingardegi. Ageingur var hann og við ekkju Jóns lögmanns föðurbróður síns, og ekki skilaði hann þingeyraklaustri i hendur Páli Guðbrandssyni svo ánægjanlegt væri fyrri en hann var skyldaður til þess með dómi. En ekki var að spyrja um atorkuna og mikilhæfnina, hvar sem á var lagzt. Kristín Guðbrandsdóttir er fædd á Hólum 1576; var hún hin mesta ágætiskona, og er ekki annars getið en að samfarir þeirra Ara og hennar hafi verið góðar. þau áttu fimm börn og eru frá sumum af þeim komnar miklar ættir og merki- legar. Til er enn testamentisbréf Kristinar gert í Ögri 25. Nóv. 1632 og er merkilegt. Er þar talið mikið kvensilfur og hannirðir. 20. Maí 1633 gefur hún þorláki syni sínum 30 hundruð i bókum, sem hún eigi norður á Hólum, og hefir feingið i arf eptir Guðbrand biskup föður sinn. Hefir séreign hennar verið mikil. Ari og Kristín dóu bæði 1652. Hún 3. Okt- ober, en hann 11. Myndir þær, sem hér birtast, eru gerðar eptii kórbrík úr Ögurskirkju, sem nú er á Forngripa- safninu í Reykjavík. Standa þau hjónin þar sitt hvorumegin við mynd af Kristi á krossinum, en Kristsmyndinni er hér slept. Myndirnar eru nú orðnar nokkuð máðar, og myndin af Kristínu auk þess skemd, en þó ekki svo, að enn þá megi ekki ná henni heilli. þótti því réttast að bjarga mynd- um þessum áður en þær skemmast svo, að þær verði ónýtar. Neðan undir myndunum standa nöfn þeirra hjóna á dönsku, dauðadagur, dánarár og aldur. Gröptur Bjarna syslumanns Haldórssonar á Þingeyrum. Á barmi grafar beizkan róm brýndi’ enn heiptargjarni: Lafrenz fyrir drottins dóm dauðum stefndi Bjarni. Skömmu síðar sjálfur var sviplega burtkallaður, stefnufrestinn fékk ei þar feigur sýslumaður. Slys að útför steðja hans, slitna hanka silar og í kistu keisberans klampi’ og planki bilar.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.