Sunnanfari - 01.09.1895, Page 2

Sunnanfari - 01.09.1895, Page 2
18 þegar hann kom í skóla, og kölluðu Hólamenn hann þá stirðgáfaðan. Hann fór til Kaupmanna- hafnarháskóla 1804 og tók þar embættispróf í fornu málunum 1809. Kennari við Bessastaða- skóla varð hann 1810, en doktor í heimspeki 1817 fyrir ritgerð um Brutus Cicero’s. Yfirkennari varð hann 1846, þegar skólinn var fluttur til Reykjavíkur, en fékk lausn frá því embætti 1850. Hann lézt í Reykjavík 31. Dec. 1861. í íslendingi II, 1862 bls. 142—43 er góð grein um Scheving (eptir Pál Melsteð). J>ar er honum meðal annars lýst svo: »Dr. Scheving var góður gáfumaður, og það, sem oss virðist einkennilegt við gáfnalag hans, var, ekki það, hversu gáfur hans voru ljósar og liprar, fjöl- hæfar og fljótskarpar, heldur hitt, hve hugsunin var staðgóð og traust og djúp, skilningurinn hvass, minnið trútt leingi fram eptir æfi, og til- finning hins fagra næm og vandlát. . . . Að lunderni var hann alvörugefinn, þéttlyndur, ein- arður og kjarkmikill; trygðatröll við vini sína og fornmannlegur í allri reynd, fáskiptinn, sótti lítið annara fund, og var fámáll í margmenni, en viðræðubezti maður og skemtinn í orðum í fámenni og heima fyrir. Hann var skyldu- ræknasti maður og vandlátur kennari, og hin öruggasta stoð skólans alla þá stund, sem hann var við hann riðinn. Hann var með hærri meðalmönnum á vöxt, herðamikill og karlmann- legur, hafði verið með færari mönnum til burða og glímumaður góður á yngri árum«. Iðju- maður var Scheving mikill og lærður manna bezt í þann tíð í sínum fræðum og framúrskarandi ís- lenzkumaður. Hafði hann gert mikil söfn til orðabókar yfir óbundna málið bæði úr ritum og mæltu máli. Er töluvert af þeim til (í Lands- bókasafni), en miklu hafði hann þó glatað sjálf- ur viljandi skömmu fyrir dauða sinn. þ>ótti honum ekki nógu vel frá því geingið, því manna vand- látastur var hann við sjálfan sig, og mjög vand- ur um íslenzkt mál, og hafði f því stórmikil áhrif, en merkilegt má það heita, að hvorki hann né Sveinbjörn skyldu kenna íslenzku í Bessastaðaskóla, heldur var Björn Gunnlaugs- son látinn gera það, sem þó hafði í þeirri grein vitanlega einga þekkingu á við þá. í lund var Scheving allra manna íslenzkastur. Fátt liggur prentaðeptir Schevingannaðen málsháttasöfnhans (1843 & 47) og útgáfa hans af Hugsvinnsmálum og Hrafnagaldri Oðins, og ef hann kann að eiga eitthvað í biblíuþýðingunni frá 1841. Eins og mynd Schevings bendir á hefir hann ekki verið neinn hversdagsmaður1). Oll framkoma hans við skólann, bæði sem kennari og annars kostar, hefir verið hin merkilegasta. Trygð hans, skapfestu og alvörugefni hefir leingi ’) Myndina af Scheving höfum vér latið tréskurðar- mann gera þrisvar sinnum um og líkar oss hún þó ekki allskostar enn. verið við brugðið. Hann var strnngur og siða- vandur, og þó virtur af öllum og elskaður af flestum. Ekki kom hann lærisveinum sínum upp á kompánaskap við sig, og það hafa sumir þeirra sagt, að jafnan tæki hann á sig nokkurn alvöru og þóttasvip, þegar hann kom í kenslu- stundirnar, en heima fyrir var hann hinn alúð- legasti. þ»orðu fáir að bekkjast til við hann.1) þ>að hafði verið vani hans í kenslustundunum að gera mönnum minnisstæð »göt« þau, er þeir sögðu með því að gera þau hlægileg. Hafði hann þá opt í byrjun látið sem rétt kynni að vera: »J>að er víst rétt«, og látið svo hinn þylja áfram og sagði þá stundum »áfram! plura! plura!«, eða þegar fram af honum gekk sagði hann »sequens«, það er að skilja, að sá næsti skyldi taka við. Til er baga ein úr Bessastaða- skóla, sem að þessu lýtur: Sifjamentum2) Sœmundum sýndist vera hart um, er hann nefndi aoristum á dögunum quartum. Es ut soles indoctus, eingin cura, cura; emprosþen er aoristus; áfram! plura! plura! þ»eim mönnum, er Scheving þótti manns- efni í, var hann mjög góður og styrkti suma þeirra, svo sem Konráð prófessor, Skapta Thimoteus, frænda sinn, og sjálfsagt fleiri. A síð- ustu árum sínum mátti og Konráð varla minnast á Scheving og ísleif Einarsson óklökkvandi. Rækt Schevings við skólann er alkunn. Allir kannast við söguna, þegar Bjarni Thorarensen, í stiptamtmanns stað, ætlaði að decimera (reka úr skóla tíunda hvern pilt). Voru þeir Bjarni og Scheving aldavinir og höfðu verið sambýlis- menn erlendis. Hafði þá Bjarni í peningaeklu einhverntíma tekið traustataki nokkrar bækur úr skáp Schevings, en Scheving brugðizt við því eins og góðs dreings var von, og Bjarni líka ef til vill sagt honum það, áður hann yrði þess var sjálfur. En þegar Bjarni kemur í skólann og ætlar að fara að decimera skipast Scheving í dyrnar örðugur og alt annað en mjúkur á svipinn, spyr Bjarna, hvort hann sé ') Til er þó saga um séra Bjarna Sveinsson í Stafafelli og Scheving. Bjarni var góður latínumaður, en ekki kom þeim alténd saraan Scheving og honum. Útgáfa Orellii af ritum Cicero’s var þá ný og þótti þá einna vönduðust. Kvað Orellius á einum stað fara óvirðulegum orðum um getgátu eina, er Scheving hafði i dispútazíu sinni gert við einhvern stað i Brútusi, með slíkum orðum: >sordet conjectura Schevingiana«. Hafði Bjarni i einni kenslustund sýnt hon- um þetta, og spurt hvort hann hefði séð jrað. pótti það ofdirfska. Ekki er getið svara Schevings. (Sögn séra f>or- kels Eyjólfssonar, sem var bekkjarbróðir Bjarna), s) Eg hefi lært þetta svona, eg held af föður mínum, er sagði mér mart merkilegt af Scheving; eg ábyrgist þó eklti að eg hafi þetta orð rétt eptir, (J. p.).

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.