Sunnanfari - 01.05.1897, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.05.1897, Blaðsíða 1
i Verð 2 kr, L , I ! aO a. arg., | i borjist fyrii m I 1 I fram. nj I 11 . ,.¦ 1 Q Augiýsingar | 0 20 a. megin-| D raálslína; 251 D au. sniáleliir. VI, 11. MAÍ 1897 Oddur Hjaltalíu. Oddur Jónsson Hjaltalín fæddist 12. júli 1782 á Kálfafelli. Foreldrar hans voru Jón prestur Oddsson Hjaltalin og fyrri kona hans, Guðrún Jónsdóttur. Sjera Jón var 9. maður í beinan karllegg frá Jóni biskupi Arasyni (sjá Andvara 11. ár, æfisögu dr. Jóns Hjalta- líns). Móðir Jóns, en kona Odds lögrjetturnanns Jóns- sonar, var Oddný Erlends- dóttir Brandssonar lög- sagnara og hjeraðsdómara í Reykjavík, Bjarnhjeðins- sonar. Guðrún, kona síra Jóns, var dóttir síra Jóns Bergssonar í Bjarnarnesi, sonar Bergs próf. Guð- mundssonar s. st. Bergur próf. átti tvo Jóna fyrir syni og voru báðir prest- ar, Jón eldri var prestur á Asum í Skaptártungu og síðar á Kálfafelli og prófastur í Skaptárþingi hinu vestra (d. 1773), en Jón yngri var prestur í Bjarnanesi eftir föður sinn (d. 1784). Síra Bergur lifði báða sonu sína og dó 1789, 89 ára gam- all. Kona síra Jóns í Bjarnanesi var Herdís Hjörleifsdóttir prófasts á Valþjófsstað í Múla- sýslu Þórðarsonar* Guðrún kona Jóns prests Hjaltalíns dó 1789 og varð þeim 14barnaauð- ið; síðar kvongaðist hann Gróu Oddsdóttur *) Hjörleifur próf. var mesti merkisklerkur; hann dð 178! ni- ræður að aldri og hafði þá gjört grafskrift yflr sig bæði á latinu og íslensku. Oddur Hjaltalín. prests Þorvarðssonar á Reynivöllum í Kjós og áttu þau 8 börn og var Jón landlæknir eitt þeirra; Gróa dó 1834, en maður hennar ári síðar. Oddur fluttist ársgamall (1783) með foreldr- um sínum frá Kálfafelli að Hvammi í Norður- árdal og þrem árum síðar (1786) að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Hann út- skrifaðist úr Reykjavikur- skóla hinum fyrri 1802 og sigldi árið eftir til há- skólans í Kaupmannahófn og lagði þar stund á lækn- isfræði, en tók aldrei próf í þeirri grein. Árið 1807 (4. des.) var hanrj skipað- ur fjórðungslæknir í syðri hluta Vesturamtsins og tók við því embætti árið 1808; settist hann þá að í Stykkishólmi. Þegar Tómas Klog landlæknir hafði feingið lausn frá em- bætti, var Oddur settur 3. ágúst 1816 til að gegna þeim starfa, en danskur maður, er Clausen nefnd- ist, var settur til að gegna cmbættiOdds. MeðanOdd- ur var landlæknir, bjó hann á Nesi við Sel- tjórn, og gaf þá út marga ritlinga læknisfræð- islegs efnis, er hann sjálfur hafði samið Land- læknisembættinu gegndi hann til 1. iúní 1820, er Jón Thorstensen tók við því, og þótti hon- um hafa vel tekist í mörgu. Fluttist Oddur þá vestur aftur og tók við embætti sinu og settist að í Grundarfirði og síðar á Hrauni í

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.