Sunnanfari - 01.05.1897, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.05.1897, Blaðsíða 3
87 1 himininn flytja þeir fýst mina í sel er flýja mig vökunnar annir; þá renni jeg göndum um ragna hvel og reikistjarnanna hrannir; því draumvonin býr fyrir handan höf — í hæðinni sunnan og ofan við gröf í allaufgum angandi runni hjá ódáins ljósveiga brunni. Giiðm. Friðjónsson. ísleiidiiigasögur. Hvar sem tveir íslendingar eða fleiri eru komnir saman undir reisifjöl, ætti að vera bóka- skápur og í honum allar Islendingasögur í skraut- búnu skinnbandi. Þær fást nú með gjafverði um land allt og kosta ekki meira aliar saman, þegar þær eru komnar út, en tóbaksfúlga sú, sem meðaldýrk- andi þeirrar vöru tyggur og skyrpir á einu ári. Örkin í sögunum kostar aðeins 6 aura. En gildi efnisins verður ekki metið til pen- inga. Það hefur jafnan sama verðmæti, hvort sem meðalalin hefur 45 eða 60 aura, og hvern- ig sem tískan skiftir hömum og veltir sjer. Pað cr hryggilegt, en því miður satt, að fjöldi íslcndinga hefur aldrei lcsið fornsögurnar og þekkir þær eingu betur cn kötturinn himin- tunglin. Því hefur verið haldið fram, að lestur þess- ara sagna hafl alið og fóstrað ólöghlýðni og þjóðarhroka í íslendingum. En það held jeg sje skáldskapur. Hitt er öllu líklegra, að sögurnar hvísli þessari hugsun í eyra lescnda sinna: Feður ykkar voru menn í brókum. Þjer, niðjar þeirra og afkomendur, ættuð sömuleiðis að geta verið menn með mönnnm, ef þjer ein- ungis vilduð. — Margar torfærur eru nú á vegum bókmennta vorra, og ein þeirra eru lestrarfjelögin, sem nú munu vera komin á fót í flestum sveitum lands- ins. Það verður eigi betur sjeð, en að þau muni verða bókmenntunum að fótakefli og jafnvel að banameini. Það má telja lestrarfjelögunum það til gild- is, að þau breiða út þekkingu og lestrarfýsi og veita auðveldari aðgang að þeim fjársjóðum en annars væri kostur á. En þau eyðileggja sölumarkaðinn. Fjelögin ná oftast- yfir heila sveit, og er vanalega keyft eitt eintak bókar í hvert fje- lag. En einsog auðskilið er, svarar bókaút- gáfa ekki kostnaðinum, þótt jafnmörg eintök seljist og sveitir eða lestrarfjelög eru í landinu. Annars eru ýmsar bækur gefnar út á islensku, sem þarflaust cr að nái meiri útbreiðslu en svo. En það er þjóðinni vansæmd að skipa fornsög- unum á þann bekk. Annaðhvort er íslensk hugsun orðin þrótt- vana og merglaus, eða lestur þessara sagna vekur hjá henni tiiflnningu fyrir þessu tvennu: öflugu, hljómfögiu máli og hugrakkri manndáð. Yngismeyjum vorum er gott og gagnlegt að dvelja á kvcnnaskólum. Þó þori jeg að full- yrða, að þeim er allt eins nauðsynlegt að lesa um Bergþóru, Guðrúnu Ósvífsdóttur, Þorgerði Egilsdóttur, Þorbjörgu digru o. s. frv. og taka þær sjer til fyrirmyndar. Ef þær fá eigi rjetta hugmynd um húsfreyjubrag og kvennlega rögg- semi, þegar þær renna hugsjónum sínum eftir þessum skörungum, þá kasta þær ekki hjegóma- gervi Evu sáiugu, þótt þær leggi sig eftir heklunál og rósasaum. „Þetta ber að gjöra, en hitt eigi ógjört að láta“, segir meistari Jón. Ungum mönnum er líka nauðsynlegt, að { nema spakleg fræði að óljúgfróðum mönnum. | En vafasamt er, hvort þjóð vor hefur hag af þeim hugsunarhcetti, sem vcldur mestum troðn- ingi á skólaveginum, í embættismannastiganum. Margir lærðir menn, sem talið er að lesið hafi gríska höfunda og latneska, og sem kost- að hafa landið ærinn auð, hafa aldrei lesið forn- sögurnar að ráði. Það má segja, að slíkir menn seilast um hurð til lokunnar. Það getur verið að því verði neitað, aðles- endur fornsagnanna fái þekkingu á góðu máli fyrir lestur þeirra, og að það verði fært fram svo sem sönnun í því máli, að sumir doktor- arnir okkar (í Höfn) skrifi furðulega Ijelegt

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.