Alþýðublaðið - 23.03.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Munið eftir hlj ómleikunum á Fjallkonunm. Afgreidsla blaðsinr er í Aiþýðuhúsiau við lagólfsstrætí og Hverfisgötn* Sími 988. Anglýsinguœ sé skilað þangað eða ( Gutenberg ( síðasta lagi kl io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið, Askriftargjald ein kr. á tnánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. cindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skii til afgreiðslunnar, að minsta kosti áisijórðungsíega. gæti veitt vinum sínum og vildar- mönnum. Dagskrá Jakobs var feld með jöfnum atkvæðum, en viðauki við feeimildarlög íyrir landsstjórnina tíl að banna innflutning á óþörf- mn varningi feid úr gildi með 22 atkv., og þar með er viðskifta nsfndin úr sögunni. t fyrradag kom kunningi minn inn til m(n. Hann er fátækur, og nú orðinn atvinnulaus; er þvf illa siaddur, og munar um hvern eyr- inn, þótt þeir séu ekki í háw verði. Hann tók upp tóbak á meðan hann var inni hjá mér. »Ertu farinn að taka í nefið lfka?“ »Já, eg hefi gert dálítið að þvf, einkum núna síðan eg varð at- vinnuiaus*. ,Því gerirðu það? Þú ert að segja að þig vanti peninga, sért á heljarþröminai, og þó geturðu eytt í þennan óþarfa“. ,Þetta er ekkert, að eins tfu aurar á dag". ,Eyðirðu ekki meiru í tóbak?" Jú, stundum kannske lítið eitt meira, og svo svolítíð í reyk'. „Hefirðu aðgætt hve mikið Jnetta er á ári?* ,Nei, en það getur ekki orðið 1 mikið". „Við skuium sjá. Þú segist eyða tfu aurum á dag í neftóbak, fyrir utan annað. Það verða 10 X 3<>5 — Kr. 36,50 á ári. Þú sérð að það mætti gera ýmislegt betra en þetta við þessa upphæð". Þarna er að eins eitt dæmi, af ótal mörgum, um að þessi nautn ér óþarfur beinn skattur. En við þetta bætist svo óþrifnaðurinn, sem af allri tóbaksnautn leiðir, á eínn og annan hátt, og er lfka töluvert peningaspursmál. Og svo sfðast, en ekki sfzt, heiibrigðis- spillingin, bæði andleg og líkam leg, sem tóbaksnautn veldur, og það ekki að eins notendum sjálf- um — sem þeir örsjaidan gera sér grein fyrir — heldur einnig, sem verra er, á saklaus afkvæmi þeirra, og þá, sem þeir stöðugt umgangast. Þessi nautu, einkum þó vindl- ingareykingarnar, hefir óðum magnast hér þessi sííustu og verstu ár. Er líkast að hún sé ein af óheilla pestum þeim, sem menningar-drepið mikla, heims- ófriðurinn sfðasti, hafði í för með sér, og breiðst hefir út frá þeirn slóðum sem smitandi farsóttir. Þið alþýðumenn og konur, sem eitthvað hugsið, sem viljið vax- andi heill og hreysti þjóðarinnar, og hugsið urn tiiveruna hér og hinumegin, Muaduð þið, karlar og konur, yngri og eldri, ékld vilja hjálpa til að aflétta þessum skatti eða Iækka hann, hjálpa til að takmaíka frekari útbreiðslu þessarar næmu, illkynjuðu sóttar ? Athugið það, og sendið mér síðan nafn ykkar og heimilisfang, eða leggið bréfspjtld með því á í pósthúsið, merkt: „T. B. 1, pósthólf 516, Rvík". Mun eg þá gera ykkur aðvart. Nú fer hátfð í hönd, hátíð upp- risunnar. Væri ekki, vinir, vert að bindast þá samtökum til samvinnu gegn óvini þessum? Hátíð er til heilla beztl Rvík, Grg. 10, w/3—’2i. Steindór Bj'örnssoti, frá Gröf, Um ðaginn og veginn. Páskamessur. í dómkirkjunni: Skírdag: Kl. 11. séraFr. Frið- riksson og séra Bjarni Jónsson. (Altarisganga). Engiu síídegismessa. F'ástudaginn lavga: Kl. II séra Bjarni Jónsson. — Kl. 5 séra Jóhann Þorkelsson. Páskadag: Kt. 8 séra Jóhann Þorkelsson. -— Kl. 11 séra Bjarni Jónsson. 2. Páskadag: Kl 11 sérajóhanrt Þorkelsson. — Kl. 5 séra Bjarni Jónsson. í írfkirkjunni: Skírdag: KI. 5 séra Ól. ÓI. Föstudaginn langa: KI. 2 séra Har. Níelsson. — Kl. 5 séra Ól. ól. Páskadag.: Ki, 12 séra Ó1 ól. — KI. 5 séra Har. Níelsson. 2. Páskadag: Kt. 5 séra Ól. Ól. Hatar Sveinn vellinginnt Ein af þeim vörutegundum, sem Sveinn í Firði vili banna, eða að minsta kosti takmarka innflutning á, er niðursoðin mjólk. Það er kunnugt, að níu tíundu hlutar af þeirri mjólk, sem vellingur er soðinn úr hér ( Reykjavík, hefir aldrei verið innan í (sienzkri kú, en á ætt sína að rekja til útianda. Þar sem ekki er ástæða til þess að ætla, að það sé af því, að Sveini sé illa við að börnin fái mjólk, að hann viil takmarka inn- flutning á henni, getur ástæðan ekki verið önnur en sú, að hon- um sé illa við vellinginn. Báðir með innflutningshðft- nml Það er nú svo kom’ð, að þeir Jakob Mölier og Jón Þorláks- son eru báðir með því, að haida einhverju af viðskiftahöftunum. Var það það, sem þeir sögðu fyrir kosningarnar í vetur? Bannið á „Ethel" er upphafið. Állir togarar fara með sjómenn, sem ráðnir eru samkvæmt gild- andi samningum, án þess lækkun hafi átt sér stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.