Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 1
 \ a 'X a X X X A a aA v A VIII /• REYKJAVÍK 15. OKT. 19OO Yngstu konungshjónin Hérermynd af yngstu konungsbjónum Alfu vorr- ar, er ríki tóku fyrir 10—11 viknm. Það eru þau ViktorEmmanúel III. ítalíukonungur og drotning hansHelena. Þau eru séleg og mannvænleg bæði tvö. Hann er þrítugur að aldri eðavarí vetur, enbún 4 árum yngri. Hann á til vaskra aðtelja, þar sem var faðir bans, Umberto konungur, sá er myrtur var i sumar, og ekki siður afi bans og nafni Viktor Emman- úel II.,er lézt fyrir 22^/2 ári. Hann er sagöurár- vakar og áhugamikill um skvldustörf sin, vill skifta sér rækilega af stjórnríkisinsogsjasem mestmeð sjálfssín aug- 11 m. Hú n er dóttir Nik- ita Svartfellinga-fursta ogalin upp við íátækt og yfirlætisleysi, á móts við það, sem ella gerist við birðir þjóðhöfð- ingja, konungaeðakeis- ara, ásamt 8 systkinum sínum. Landið, ríki föður hennar, Montenegro, er örlítil fjallbygð á Balkanskaga norðan og vest- an, austan við Adriaflóa, ekki stærri en ein sýsla á íslandi, en þó með nær ferfaldri fólkstölu, eða 270,000. En böfuðstaðurinn og stjórnarsetrið, Cettinje, er helmingi minna en Reykjavík. Lands- búar eru orðlagðir fyrir hreysti og harðfengi, mjög frægir af viðureign sinni við Tyrkja, er þeir hafa varið fyrir sjálfsforræði sitt öldum sam- an og gert þeim marga skráveifu. Þar ólst Hel- ena drottning upp og vandist snemma við hvers kyns íþróttir, eigi síður karlmannlegar en kven- legar. Hún getur boðið mörgum vöskum karl- HbLBNA DHOTNtNG manni út að ganga í fjöll og klífa hamra, og skotfimi þurfa fáir við hana að þreyta, hvorki maður hennar né aðrir, og er hann þó sagður vel fær rnaður við iþróttir.' Hún er fríð sýnum og gervileg; en býður eigi af sér slikan unaðsþokka sem tengdamóðir hennar, Margrét drotning. Þau voru á skemtisigling lengst úti í Miðjarð- arliafi, er illvirkinn Bresci skaut Umberto kon- ung til bana i sumar á Olafsmessu, og fréttu eigi harmsögu þá fyr en annan dag eftir. Það voru mikil viðbrigði og svipleg, að eiga að hætta alveg að leika sér og taka í þess stað að sér vandasama og hættulega stöðu, eftir því sem nú gerist, er enginn þjóðböfðingi getur óhultur veriö um líf sitt, nótt nénýt- an dag, hvort sem vel er þokkaður eða miður. l'að fylgir yfirlætis- leysi þvi, er Helena drotning er upp alin við, að eyðsla verður miklu minni við hirð nj'-ju konungshjónanna en hinna eldri. Margrét drotning var skrautgjörn mjög. En landsbúar þjáðir af þungum álögum og kem- ur því vel öll sparnaðarviðleitni. Mun þar og þurfa margt að laga fleira. Um- berto konungur var góðmenni, en lítill stjórt? skörungur. Fjárdráttarspilling rík orðin með höfðingjum þar í landi og fleira misindishátterni. Það eru 4 ár síðan þau giftust, Viktor Emmanúel konungur III. og Helena drotning; en hefir ekki orð- ið barna auðið að svo stöddu. Vittokio Emmanuele iii.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.