Sunnanfari - 15.10.1900, Síða 2

Sunnanfari - 15.10.1900, Síða 2
5° Ljóðagerð Bjarna Thorarensens. Hr. Jón Ólafsson flutti í vetur vandaða og skemtilega minningarræðu um Jónas Hallgríms- son og hefir látið prenta hana. Að einu at- riði undanskildu geta víst flestir eða allir verið höf. sammála. En því eina atriði þarf líka að mótmæla Því að það er í meira lagi varhuga- vert. Höf. heldur þvífram,að það sé »algerður mis- skilningur«, að ljóðagerð Bjarna Thorarensens heyri til skáldskap 19. aldarinnar, að öðru leyti en því, að hann orti kvæði sín eftir aldamótin. Að öllu öðru leyti verði að skipa Bjarna Thor- arensen á bekk með 18. aldar skáldunum. Hann sé síðasta og jafnframt langmesta skáld þess tíma- bils. Staðhæfing þessa byggir höf. á þeirri kenningu, að alt sé undir jonninu komið, þegar um ljóða- gerð sé að ræða — »fyrsta atriði — formið; annað atriði — forrnið: og þriðja og síðasta at- riði — formið!« Samt. er eins og höf. hafi skyndilega orðið þess var, að hann hefði þar kveðið helxt til af- dráttarlaust að orði. Því að tveim línum neðar dregur hann úr ummælum sínum áþennanhátt: »Það er fylsta alvara min, að það standi — ekki á engu, en — tilltölulega á miklu minna, hvað það er, sem sagt er, heldur en hvernig það er sagt, að því leyti, sem skáldlegt gildi ljóð- kvæða snertir«. Eg skal nú ekki deila við höf. um mikilvægi formsins í samanburði við efnið, hugsanirnar. Eg er vitaskuld á alt annari skoðun en hann. I mínum augum er ekki hugsanarýr ljóðagerð sér- lega mikils virði. Eg held ekki, að nokkur mað- ur verði mikið skáld fyrir »formfegurð, orðskrúð og hljóm«, sem höf. leggur alla áherzluna á. Eg held, meira að segja, að það sé vottur um bók- mentalega hnignan, þegar slikar skoðanir taka að ryðja sér til rúms. En að hinu leytinu get eg skilið það, að aðrir, og þar á meðal höf., líti öðr- um augum á það mál. Og mér er ókunnugt um nokkur ráð til þess að færa þeim sönnur á, að þeir eigi að taka minn skáldskaparmælikvarða gildan, en hafna sínum mælikvarða. En þó að eg gæti verið höf. samdóma um þetta atriði, — sem eg ekki get — þá fer því mjög fjarri, að eg gæti samsint þeirri álvktun hans, að Bjarna Thorarensen eigi að skipa á bekk með 18. aldar skáldunum. Því að þó að það væri rétt, að formið sé eini mælikvarðinn á »skáldlegt gildi ljóðkvæða«, þá þarf hitt alls ekki að vera rétt, að það eitt eigi að ráða úrslitum, þegar verið er að skifta skáld- unura í flokka. Með öðrum orðum: þó að kveða mætti á um það af formfegurðinni einni, hve inikil eða lítil skáld menn séu, þá leiðir alls ekki af því að sjálfsögðu, að formfegurðin ein ráði andlegu heimilisfangi skáldanna. Og því er ekki heldur svo farið. Né heldur er alment svo á litið. Sannast að segja minnist eg þess ekki, að hafa nokkurstaðar orðið þess- arar skoðunar var, fyr en í þessari minningar- ræðu. Hitt yrði of langt mál, að telja upp aíla þá ritdómara, sem skifta skáldunum á alt annan hátt, eins Ijóðskáldunum eins og öðrum. Eg skal að eins benda á einn mann, sem við J. O. berurn báðir hina mestu lotningu fyrir, að þvi er snertir vit hans á skáldskap — rnann, sem jafnframt leggur hina mestu áherzlu á formfegurð- ina. Það er dr. Georg Brandes, sem eg á við. í einhverju helzta riti sínu, »Hovedströmninger i det 19. Aarh. Literatur«, þvi riti hans, sem ein- kum gerir grein fyrir flokkaskifting skáldanna, eins og nafnið bendir á, fæst hann yfirleitt mjög lítið við formfegurð skáldritanna, sem hann minn- ist á. Hann skiftir skáldunum eftir hugsunum þeirra, yrkisefni, skilning, þeirra á tilverunni, af- stöðu þeirrra við aðrar hliðar menningarlífsins o. s. frv. — eftir alt öðru en formfegurðinni. En nú var einmitt Bjarna Thorarensen svo farið, eins og auðvelt væri að sanna og þegar hefir verið bent á í fyrri rituni, að hugur hans var yfirleitt fráhverfur þeim hugsjónum, er mest einkendu 18. öldina, ef til vill, þegar alls er gætt, fráhverfari þeim en hugur nokkurs annars skálds á öldinni. Og hann hneigðist afdráttar-

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.