Sunnanfari - 15.10.1900, Page 3

Sunnanfari - 15.10.1900, Page 3
laust að sömu hugsjónunum, sem þeim er rík- ast koma fram hjá Jónasi Hallgrímssyni. Og — meira að segja — jafnvel að því, er formið snertir, eru kvæði hans miklu líkari ljóð- um Jónasar Hallgrímssonar heldur en skáldskap Eggerts Olafssonar og Jóns Þorlákssonar. En að því sleptu, og samkvæmt því sem nú hefir sagt verið, vona eg að hinn háttvirti höf. minningarræðunnar lái mér ekki, þó að eg, og vonandi flestir aðrir — haldi fast við þá skoð- un, sem hingað til hefir verið ríkjandi, að skáld- inu, sem orti »Eldgamla ísafold«, »Veturinn«, »Odd Hjaltalin«, »Sæmund Magnússon Hólm«, »Island riddara«, »Sigrúnarljóð« o. s. frv. og hafði mesta óbeit á »upplýsing hálfgjörri utan við manninn«, beri að skipa á bekk með þeim skáldum hérlendum, er ómótmælanlegast hafa verið börn þessarar aldar. E. H. Flugan. Eftir Einar Hjörleifsson. Nifturíag. »Nei — náttúrlega«, sagði Guðrún og tárfeldi. »Þér meintuð ekkert með þvi — þér meint- uð að minsta kosti ekkert ilt með því — að komast upp á milli okkar Þorbjarnar — ogkoma umkomulausri stúlku til að elska yður — og — og kasta henni svo frá yður daginn eftir eins og útslitnum skógarmi! — Hvað ætli þér hafið rneint nokkuð ilt með því !« Og hún þreif bollapörin og gekk snúðugt út úr stofunni. Prestur komst einlæglega við. Allur riddara- skapurinn og drengskapurinn í hans einföldu, barnslegu og reynslulausu sál brauzt nú frarn og kvaldi hann. Hann hætti með ölltt að hugsa um rekistefnuna, sem hann hafði verið svo hræddur við áður um morguninn, hugsaði að eins um Guðrúnu, sem hann hafði leikið svo hart. Alt var þetta honum að kenna. Guðrtin nafði ekkert gert, nema það, sem hann hafði komið henni til að gera. Og hvernig sem atferli henn- ar kunni að hafa verið áður, þá sat það ekki á honum að verða til þess að gera lif hennar ófar. sælt. Því að hann efaðist ekki urn, að Guðrún hefði sagt satt — hún væri farin að elska hann. Inst í huga sínum fanst honum það svo eðlilegt, að hann eyddi engum hugsunum um það. Aldrei hafði honum fyrr dottið í hug, að það gæti fyrir sig komið að verða nokkurum manni til ógæfu, og honum fanst hugsunin með öllu óþolandi. En hann gat ekki átt hana — hvað sem það kostaði, gat hann ekki átt hana. Hann gat ekki dregist gegn um alt lífið með þessar leifar Þor- bjarnar og annara pilta þar í sveitinni. Þrátt fyrir alla meðaumkunina og iðrunina var Guð- rún honum viðbjóður. Honum var svo órótt af þessum hugsunum, að hann hélzt ekki við í rúrninu, og kveið hann þó fyrir að fara á fætur. Þvi að hann var sjúk- ur á sál og líkama. Hvað það var kalt og hráslagalegt í stofunni. Haustvindurinn straukst inn um gatið á gluggan- um og fvlti hana með nistandi bleytulofti. Það hrikti og ískraði í nokkrum rúðubrotum, sem enn sátu í grópinu, og prestinum fanst þau vera að saga sig sundur. Honum varð fyrst fyrir, þegar hann steig ofan á gólfið, að fara að leita að einhverju til að stinga í gatið. En hann fann ekkert, svo hann þreif aðra rekkjóðina úr rúm- inn sínu. Hann flýtti sér í fötin. En þegar að treyj- unni var komið, sá hann blóðið úr Þorbirni á erminni. Það var miklu andstyggilegra en svo, að hann gæti farið í treyjuna. Og hann kinnok- aði sér við að fara inn og biðja um frakkann sinn — bonum fanst hann ekki getað litið upp á nokkurn mann. Svo hann rólaði um stund snöggklæddur um stofugólfið. Hvað átti hann að gera fyrir Guðrúnu ? Hann hafði einlægan vilja á að vera henni innan hand- ar eftir mætti — bara ekki eiga hana! En hvað gat hann? Hann, sem ekkert átti nema skuld- irnar. Að minsta kosti urðu það litlar bætur f\-rir sálarfriðinn, glaðlyndið, gæfuna, sem hann hafði frá henni tekið. En sú mildi, að hann skyldi hafa lokið við ræðuna sina í gær! Það hefði verið örðugt að

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.