Sunnanfari - 15.10.1900, Side 4

Sunnanfari - 15.10.1900, Side 4
52 eiga að setjast niður við að sernja prédikun, eins og hann var nú á sig kominn. Það var víst öllu til skila haldið, að hann gæti flutt hana sæmilega. Bara að enginn kæmi nú til kirkj- unnar í dag! — — Jú, það kom á sínurn tíma — heldur fyr en vant var, fanst presti — Það var ekki hætt við öðru, þegar það hefði helzt átt að sitja heima. — Og prestur varð ekki að eins að fá frakkann sinn, heldur líka hempuna sína. Söfnuðinum þótti hann nokkuð rámur. En alt gekk samt slysalaust, þangað til kornið var upp í stólinn. Það er nð segja — að ytri ásýndum gekk öll embættisgerðin slvsalaust. En prédikunin var sönn pynding fyrir prestinn. Því að Þorbjörn var í kirkjunni — hann hafði aldrei fyr í kirkju farið, síðan síra Eiríkur kom þangað. Prestur gat ekki að sér gert að gefa honurn hornauga við og við. Og það var synd að segja, að Þorbjörn legði ekki hlustirnar við lýsingu prests á freistingun- um og ráðurn hans gegn þeim. Óaflátanlega hvesti hann augað á prest og munninn hafði hann opinn alt af, eins og hann ætlaði þeim brotuin prédikunarinnar, sem kynnu að villast fram hjá hlustunum, að fara inn um var- irnar. En prestur fann, að þessi eftirtekt hans var ekki af góðum rótum runnin. Það var ekki guðrækni í auganu á honum Þorbirni, heldur hatur og ískalt spott. Prestur hefði viljað gefa mörg ár ævi sinnar til þess að þurfa ekki að þylja yfir honum þessar vandlætingasömu freist- inga-hugleiðingar frá því kvöldinu áður. Einhvern veginn komst hann samt fram úr- prédikuninni að lokum; en að síðustu vissi hann varla, hvað hann var að lesa. Svo var hann orðinn annars hugar — — En það var eins og Þorbjörn ætlaði ekki að gera kvalræðið endaslept fyrir honum, því að hann sat um að ganga á hælana á honum út. Svo laut hann að honum rétt fyrir utan kirkju- dyrnar og sagði: »Þér hefðuð farið i ljósið, prestur minn, ef þér hefðu kornist það í gærkveldi«. Hvað prestur brann í skinninu eftir að reka hnefann í glyrnuna á Þorbirni! En hann gerði það ekki. Hann gat auðvitað ekki farið að berj- ast í hempunni — og svo var Þorbjörn ekkert árennilegur. Fáeinum augnablikum síðar varð svo einmitt Þorbjörn til að hella viðsmjöri í sálarsár prests. »Þér fáið annars að lýsa með okkur Gunnu á sunnudaginn kemur«, sagði hann. »Við komum okkur saman um það fyrir embættið. Svo þér sjáið, hvor okkar hefir það, þó — þó að — þó að eg sé porri«. Það var slíkur sigurmetnaður í málróm hans, að það leyndi sér ekki, að þetta átti að ríða sálusorgara hans að fullu. En prestur heföi getað faðmaö hann að sér. Sögur af Bólu-Hjálmari. IV. Hjálmar sér fyrir slys Magnús hét maður, Þorsteinsson, og átti heima í Mikley í Akrahreppi í Skagafirði. Hann drukn- aði í Héraðsvötnum Þorláksmessukvöld eitt ár- ið, sem Hjálmar átti heima á Minni-Ókrum. Hjálmar hafði þá legið veikur um hríð og var þungt haldinn. Kvöldið, sem maðurinn drukn- aði, segir hann við Guðrúnu dóttur sína: Farðu út og sjáðu, hvernig mönnunutn reiðir af, sem ganga frá Mikley niður að Vötnunum. Hún gerði það, fremur af hlýðni en trú á, að þetta væri annað en erindisleysa. Þegar hún kemur út, sér hún, að tveir rnenn ganga frá bænum í Mikley og er annar með hest í taumi. Hann nam staðar á vestri bakkanum, en hinn hljóp út á ísinn. Guðrúnu sýndist hann ekki reyna neitt fyrir sér; en þegar hann er nær því korninn að austurbakkanum, hverfur hann alt í einu. Hún fer inn og segir föður sinum, að rnaður hafi druknað i Vötnunum. »Eg var búinn að sjá það á undan þér, þó að eg sé í bólinu«, segir Hjálmar. V. ión Árnason og Hjálmar. Árið 1875 var Hjálmar staddur á Víðimýri hjá Jóni bónda Árnasyni, nálægt sumarmálum Báð-

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.