Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 6
54 vorn á íslenzku snjalt og skýrt. Þeir félagar liöfðu numið hann á leiðinni og tamið sér svo vel, að furðu gegndi. Fegurri kurteisiskveðju af þeirra hálfu né áhrifameiri varð eigi á kosið, og mun seint fyrnast þeim, er við voru staddir. Viðtökunefndin islenzka gengur á undan (á myndinni) — hún er sér, milli laufsveigastoðanna háu vinstramegin á brvggjunni, er upp er gengið. Þar má vel þekkja þá bæjarfógeta Halldór Dan- íelsson og Jón landritara Magnússon, er gengur honum til vinstri handar og er að taka ofan (eða setja upp) hattinn. Þá eru fremstir i stúdenta- hópnum danska oddvitar leiðangursins, og má þar kenna þá Fogh læknir, við stöngina með dönsku veifunni stærstu, og H. Steinthal yfir- réttarmálfærslumann; hann er smár vexti og Ijóshærður, og gengur hægramegin á brvggjunni, en einn maður utar; en á eftir Steinthal næstur gengur Mylius-Erichsen, formaður fararinnar. Reykvikingar kannast við kvenfólkið margt, er raðað heiir sér ofar á brvgojuna, þótt ekki sjái nema á bakið á því. Perðarolla Stephensens konferenzráðs Dr- Magn 1825—26. [Dagbók þessa hefir Magnús sent konn sinni frá KaupmHiinuhófn nieS fyrstu skipum og ritað hana að minsta kosti jafnframt í þeim tilgangi, og því er hér margt smatt talið, sem nú eykur að inörgu Jeyti gilcji. bókarinnar. Það eitt er hér úr felt, er lítils eða einskis þótti um vertl. 7. september 18 2 5. Fór eg um borS ái'lu dags í Reykjavík á briggskip riddara B(jarna) Sivert- sens »Þingeyri«, og stiftamtmaður Hoppe. Lótum þá strax út. Kom þá sonur minn Ó(lafur) St(ep- hensen) út frá Viðey og elti okkur með litlu pilt- ana Þorvarð frænda, Magnús, Eyólf, Magn(ús) skóla- p(ilt) og Geir og Helga á; áttu erfitt með að ná ikipinu, unz minkuðum begl; fylgdu mér út á móts við Gróttutanga . . . [8.—-21. sept. »mesta ofviðri dímmviðri, óveður og geysi-stórsjóar]........ 22.....Mér leiddist og fór eg að snúa íslenzku réttarbótunum, sem Jónsbók fylgja, á dönsku, þeg- ar skriffært varð fyrir slingri, en skipið valt oftast á báða borðstokka, og fóru þeir í kaf tíðum; brutu sjóir úr allar ofandekksþiljuv milli efri borð- stokka. [23.—24. »Mesti ofsi« og ilt veðnr]. 25. . . . Nú var vígsludagur tengdasonar (míns) Hannesar. Drukkum við og klingdum staupum við vígsluskál hans til miðdags, og gátum til, að í dóm- kirkju mundu þá viðstaddar vera þær mæðgur 3, og margt manna, til að heyra hann og biskupinn. 26. . . . Lagði eg út réttarbækur á dónsku. En í stormum las eg ymsar bækur og lagði út hátt á dönsku Marmontels yngri frönsku frásögur, sem á heyrendum þótti gaman að, og las ei franska text- ann áður, heldur jafnskjólt sem eg lagði hann út og leit á. 27. . . . Ritað réttarbætur .... 28. . . . Tvíbókur mínar, að hverjum við stift- amtmaður Hoppe sátum, þrutu nú, því á skipinu var einungis grófasta skonrok, sem eg þykist hafa" séð, og vann ekkert á; varð því að bleyta það út í fúln- anda vatni til að geta lifað á þeim upp þaðan, að mestu eingöngu, og þanninn á v a t n i og b r a u ð i. Þó var enn nokkurt smjör til þess, en ei gott, og smjör mitt í krukkn, er eg hafði með, nokkuð lágn- að. A seigu saltkjöti vann eg ei, og ei nema því nyjasta sauðakjöti; nú af því sárlítið til, kindur skornar og eyddar. Mjólkurlaust thevatn með vatns- bleytta skonrokinu fanst mér til lengdar harður kostur i allar máltíðir. Ertur og flesk, seigt, gam- alt, brimsalt, smakkaði eg ei, og ei þann stífa vatns- grjónagraut, sem ei bleytti kornin. Sjóbleyttur salt- fi.skur pækilsaltur, lítt ætur, bað að drekka, en ei til nema vatn. 01 ekkert, harður fiskur slæmur soð- inn, l)lotnaði ei í gegn. En gat ei unnið á honum, þó nú svengdist mjög. Glas af víni var samt hvern miðdag drukkið. 5. október ... skerpir að kosti. Fóllu þann dag bæði fálkinn og smyrillinn af sulti. [Fálkann höfðu þeir haft með frá Reykjavík. En smyrillinn settist 25. sept. á skipsrá og náðist]. 7. [áttuðu þeir sig fyrst sem þeir voru komn- ir »norður af Kristjansundskaupstað, fyrir utan hvern sá mikli skerjaklasi gengur fyrir innhlaup til Þránd- heims skerjaleiðar« ; komust þó klaklaust úrskerjum og boðum. Loks náðu þeir í sænskt skip í Katte- gati, sem færði þá fyrir 20 rd. gjald 24. okt. til Elfsborgar fyrir framan Gautaborg í góða höfn. >Þaðan reit eg Laurusi frrenda bréf með pósti og kvaðst mundi landveg fara, gæfi skipinu eigi innan 2 daga«]. 25. . . . »()11 vor bjargrreði voru nú gjörþrotin, en und kvöldið færði hann (o: Thomsen skipstjóri)

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.