Sunnanfari - 15.10.1900, Page 6

Sunnanfari - 15.10.1900, Page 6
54 % vorn á íslenzku snjalt og skýrt. Þeir félagar höfðu numið hann á ieiðinni og tarnið sér svo vel, að furðu gegndi. Fegurri kurteisiskveðju af þeirra hálfu né áhrifameiri varð eigi á kosið, og mun seint fyrnast þeim, er við voru staddir. Viðtökunefndin íslenzka gengur á undan (á myndinni) — htín er sér, milli laufsveigastoðanna háu vinstramegin á bryggjunni, er upp er gengið. Þar má vel þekkja þá bæjarfógeta Halldór Dan- íelsson og Jón landritara Magnússön, er gengur honum til vinstri handar og er að taka ofan (eða setja upp) hattinn. Þá eru fremstir i stúdenta- hópnum danska oddvitar leiðangursins, og má þar kenna þá Fogh læknir, við stöngina með dönsku veifunni stærstu, og H. Steinthal yfir- réttarmálfærslumann; hann er smár vexti og Jjóshærður, og gengur hægramegin á bryggjunni, en einn rnaður utar; en á eftir Steinthal næstur gengur Mylius-Erichsen, formaður fararinnar. Reykvíkingar kannast við kvenfólkið margt, er r.tðað hefir sér ofar á brvggjuna, þótt ekki sjái nerna á bakið á því. Ferðarolla konferenzráðs Dr- Magn. Stephensens 1825—26. [Dagbók þessa hefir Magnús sent konn sinni f'rá Kaupmannahöfn með fyrstu skipum og ritað hana að minsta kosti jafnframt í þeim tilgangi, og því er hér rnargt smátt talið, sem nú eykur að inörgu leyti gilfii. bókarinnar. Það eitt er hér úr felt, er lítils eða einskis þótti nm vert]. 7. s e p t e m b e r 1 8 2 5. Fór eg tim borð árla dags í Reykjavík á briggskip riddara B(jarna) Sivert- sens »Þingeyri«, og stiftamtmaður Hoppe. Lótum þá strax út. Kom þá sonur minti O(lafur) St(ep- hensen) út frá Viðey og elti okkur með litlu pilt- ana Þorvarð frænda, Magnús, Eyólf, Magn(ús) skóla- p(ilt) og Geir og Helga á; áttu erfitt með að ná skipinu, unz minkuðum begl; fylgdu mér út á móts við Gróttutanga . . . [8.—21. sept. »mesta ofviðri dimmviðri, óveður og geysi-stórsjóar]..... 22......Mér leiddist og fór eg að snúa íslenzku réttarbótunum, sem Jónsbók fylgja, á dönsku, þeg- ar skriffært varð fyrir slingri, en skipið valt oftast á báða borðstokka, og fóru þeir í kaf tíðum; brutu sjóir úr allar ofandekksþiljur milli efri borð- stokka. [23.—24. »Mesti ofsi« og ilt veður]. 25. . . . Nú var vígsludagur tengdasonar (míns) Hannesar. Drukkum við og klingdum staupum við vígsluskál hans til miðdags, og gátum til, að í dóm- kirkju mundu þá viðstaddar vera þær mæðgur .3, og margt manna, til að heyra hann og biskupinn. 26. . . . Lagði eg út réttarbækur á dönsku. En í stormum las eg ymsar bækur og lagði út hátt á dönsku Marmontels yngri frönsku frásögur, sem á heyrendum þótti gaman að, og las ei franska text- ann áður, heldur jafnskjólt sem eg lagði haun út og leit á. 27. . . . Ritað réttarbætur .... 28. . . . Tvíbökur mínar, að hverjum við stift- amtmaður Hoppe sátum, þrutu nú, því á skipinu var einungis grófasta skonrok, sem eg þykist hafa' séð, og vann ekkert á; varð því að bleyta það út í fúln- anda vatni til að geta lifað á þeim upp þaðan, að mestu eingöngu, og þanninn á v a t n i og brauði. Þó var enn nokkurt smjör til þess, en ei gott, og smjör mitt í krukku, er eg hafði með, nokkuð lágn- að. Á seigu saltkjöti vann eg ei, og ei nema því nýjasta sauðakjöti; nú af því sárlftið til, kindur skornar og eyddar. Mjólkurlaust thevatn með vatns- bleytta skonrokinu fanst mér til lengdar harður kostur í allar máltíðir. Ertur og flesk, seigt, gam- alt, brimsalt, smakkaði eg ei, og ei þann stífa vatns- grjónagraut, sem ei bleytti kornin. Sjóbleyttur salt- fiskur pækilsaltur, lítt ætur, bað að drekka, en ei til nema vatn. Ö1 ekkert, harður fiskur slæmur soð- inn, blotnaði ei í gegn. En gat ei unnið á honum, þó nú svengdist mjög. Glas af víni var samt hvern miðdag drukkið. 5. október . . . skerpir að kosti. Fóllu þann dag bæði fálkinn og smyrillinn af sulti. [Fálkann höfðu þeir haft með frá Reykjavfk. En smyrillinn settist 25. sept. á skipsrá og náðist]. 7. [áttuðu þeir sig fyrst sem þeir voru komn- ir »norður af Kristjansundskaupstað, fyrir utan hvern sá mikli skerjaklasi gengur fyrir innhlaup til Þránd- heims skerjaleiðar« ; komust þó klaklaust úrskerjum og boðum. Loks náðu þeir í sænskt skip í Katte- gati, sem færði þá fyrir 20 rd. gjald 24. okt. til Elfsborgar fyrir framan Gautaborg í góða höfn. »Þaðan reit eg Laurusi frænda bréf með pósti og kvaðst mundi landveg 'ara, gæfi skipinu eigi innan 2 daga«]. 25. . . . »011 vor bjargræði voru nú gjörþrotin, en und kvöldið færði hann (o: Thomsen skipstjóri)

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.