Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 7
S5 oss nóg og góð, enda hófðum vær keypt af bátum mjólk, fi»k og slæm epli, sem komu með þetta til vor um borð og reru þeim helzt stúlkur og konur og sigldu til að selja þetta á fjölda skipa, sem þar lá og þá inn komu, allra þjóða, og töluðu þær öll mál, hollenzku, engelsku og fleiri; voru allar ógna- ljótar, með hvíta þríhyrnu af trafi sem servíettu nælda saman yfir hausinn í hnakka sem skylu að framan, en hyrnur löfðu á bak aftur . . . « 26. . . . En nú þar ei gaf lógðum vér stiftamt- maður Hoppe, riddari B(jarni) Sivertsen, kandidat Þorgeir Guðmundsson og eg af stað upp í Götha- 'oorg á áliðnum degi til þess að ferðast þaðan að morgni áleiðis til Helsingjaborgar landveg .... 2 9. . . . Til Kaupmannahafnar náðum vér um kvöldið kl. 7, eg til garderobemesters Ibsen á horni Skoeboegötunnar og Skindergötu nr. 28, í sömu hí- byli, sem herra biskup Steingrímur bygði í fyrra, hvar eg fekk þó litlu svefnkamesi fleira, til þess bezta fólks, sem ei veit, hversu það skal mig á höndum bera. Þar fre eg alt, er til viðurvreris þarí, og brenni, ágætasta mat, rótt sem til veizlu dag hvern, bezta kaffi og the. Þetta var laugar- dagskvóld. Þar faun eg frændur mína Laurus Thorarensen og tvo bræður hans, Jakob og Stephán. Hjóniu báðu mig innilega velkominn og þeir með. Höfum vér nú ferðast og keyrt í þrjá undanfarna daga með nóttum fullar átta þingmannaleiðir, eður 40 mílur og eina sjóarmilu yfir Eyrarsund, enda var eg eftir sjóarvolkið langa og svo hasta, langa landferð mjög svo órþreyttur orðinn og eftir mig; en eg borðaði um kvöldið bezta mat og svaf vært um nóttina eftir. 3 0. . . . fórum við Laurus og Jakob frændi í Trinitatiskirkju, sem nú er orðin dýrðleg. Prófast- ur Ollengaard, gamall, pródikaði, sköllóttur, með svarta silkihúfu kollótta yfir skallann, ófagra. Pré- dikunin sæmileg; samt fanst mir lítt til hans. Til miðdags trakteruðu þau hjón oss, vegna minnar komu, með beztu réttum matar. Eg sendi nú boð skraddara og skómakara, seni tóku mælir af mér til fatnaðar og stígvéla, pantaði uniformsbroderingu gerða og uniform til þess að geta komið fyrir kong. 3 1. mánud. fór eg út að heilsa professor Finni Magnúsayni, Rask, Nyerup, Engelstoft, Ras- mus Möller, Örstedum og Thorkelin, Thorlacius, Borneman, Schlegel. Varð við það fullur af kvefi og hæei, þó frískur að öðru. 1. nóv. Held eg kyrru fyrir heima vegna kvefs og hæsi; komu margir af fyrnefndum herrum tit mi'n aftur að heilsa . . . 2. Fór eg í þurru hvössu veðri út í Breið- götu að heilsa kammerherra Hoppe og frú og upp á stiftamtmann Hoppe. Sá seinasti var ei heima, en kom á meðan til mín heim hingað. Þau hjón tóku mér merkilega vcl og trútt. Bauð mér að borða hjá sór gular ertur til miðdags, en eg afþakk- aði þær. I sömu ferð fór eg út á Friðrikshospítal og fann frænda minn anmingjann Olaf Stephensen [Ólaf son Stefáns amtmanns á Hvítárvöllum, síðar hóraðsfógeta í Eplatótt (d. 1854); lá þá veik- ur], enn þá auman, þó sem lreknaðan, og talaði við hann litla stund ; vorum hvorugir vel kátir. Svo í sönm ferð madme Petræus og madme Knudsen. Þessi er sáraum og getur ei talað. Svo upp á Bursu og Caneellie .... 3. Sló prófessor Finnur Magnússon upp stór- veizlu út af komu minni, og bauð mér og mörgum til kvöldverðs, alls um 20. Þar voru etazráð Thor- kelin og Thorlacius, ymsir prófessorar og merkis- menn, líka Bjarni Sivertsen og Laurus frændi, Fryd- ensberg og frú, og voru þau hin liprust og beiddu mig innilega vel kominn. Frydensberg og prófessor Magnussen própóneruðu mín eius skál, og eg þeirra til þakkar aftur. Þar voru á borðum 5(1) útvöld- ustu róttir matar, þar á meðal karper, forloren skillpadda og dyrðlegasta konditorkaka, mikið og gott vín og madera .... 6. Sunnud. heima. Komu ymsir til mín. 7. Máuud. keyrði eg, betri orðinn af hæsi, í nýrri uniform upp til að heilsa : 1. Statsminister K a a s, sem talaði vinsamlega við mig; 2. K o n u n g i. Var þar í forsali hans mesti grúi prinza og hermanna; komst eg þar í kynni við marga, heilsaði general Biilow, kammerherra Haffn- er og Wichfeldt, prinzi C h r i s t i a n i, sem talaði þar góðsamlega við mig áður en komuni á kóngs- fund. Þegar eg eftir rang mínum kom fyrir kóng, þekti hann mig uudir eins, heilsaði mér allranáðug- ast með nafni og titli, spurði mig um ferð mína, aldur og embættisár. Kg tjáði honum hvorttveggja og að þau síðari vreru 42 frá 1783, einu ári fyr en hann tók hlut í ríkisstjórn, og mintist á gæzku hans jafuan við mig. Hann kvaðst muna, að eg þá hafi verið sendur í e 1 d i n n eystra. Spurði um ástand á íslandi; hvað langt væri langt síðan eg seinast kom; hvort hreindyrin væri orðin skaðlega

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.